Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 53
Alfreð Halldórsson. 4/7. Eru Alfreð og Jón á Broddanesi við
bleikjuflutning og Þórður Sigurðsson og Björn á Heydalsá með
annan hestahóp. Farnar tvær ferðir. (Eitthvað af dögunum, sem á
milli líða eða kannske alla, hafa Þórður og Björn flutt bleikju.
Virðist hafa staðið á að fá nóg af hestum (Innskot Alfreðs). 5/7.
Eru sörnu menn að flytja, fara tvær ferðir. Tekur 1214 tíma, frá því
farið er að ná í hestana og þar til búið er að spretta af þeim. 6/7.
Eru sömu menn við flutninginn. Björn og Þórður fara tvær ferðir,
en Jón og Alfreð þrjár. Steingrímur og Guðjón koma heim með
síðustu ferðinni og bleikjuflutningum hætt.“
Flutningarnir hafa staðið yfir frá 29. júní til 6. júlí eða 8 daga,
degi lengur en 1938. Mér telst svo til eftir dagbók Alfreðs, að
magnið, sem flutt var, hafi verið tæplega tvöfalt á við fyrra skiptið,
og alls hafi því verið tekið úr Bleikjuholtinu:
1938 21tonn
1940 38 tonn
Samtals 59 tonn
Leiðangrarnir urðu ekki fleiri, svo mun þróuninni í efnaiðnaði
vera fyrir að þakka eða um að kenna, og hér eftir bera rnenn
tæplega neins konar seyði af bleikju í kaunin — né á þil sín.
Nú kunna menn að spyrja, hvort ekki sjái verulega á holtinu
eftir bleikjunámið. Eg kom í Haughvolfið 2 árum fyrir og aftur 29
árum eftir flutningana. Bjóst ég þá við að sjá holtið útgrafið og
rytjulegt. En sá uggur reyndist ástæðulaus. Ekki gat á því að líta
neina missmíð. Þarna hafði verið vel um gengið. Að sögn Guð-
jóns, tóku þeir bleikjuna vítt og breitt af holtinu, en grófu hvergi
gryfjur. Yfirborðið hefur svo veðrast fljótt og jafnað sig.
Síðan þetta var, er ekki vitað til þess, að menn hafi rennt hýru
auga til Bleikjuholtsins, og virðist ekki brýn ástæða til að óttast urn
framtíð þess. Hafa verður þó í huga, að fjarlægðin og vegleysurn-
ar eru ekki lengur sömu ljón og áður. Þyrla gæti nú auðveldlega