Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Blaðsíða 64

Strandapósturinn - 01.06.1989, Blaðsíða 64
vor sem ég var þarna, nema að vélin átti það til að sóta sig um of og þónokkur aukavinna að rífa hana í sundur. Hún vildi oft sóta í hausinn sinn og neitaði þá að fara í gang. Oft varð að taka hana í sundur og þrífa hana upp og keyra heilu næturnar. Svo vel vildi til að þarna var unglingspiltur í Hveravík, Guðfmnur Sveinsson, sem oft rétti mér hjálparhönd ásamt fleirum sem þarna bar að garði, svo oft fór betur en á horfðist. Fyrsta vorið sem ég kenndi í Hveravík var samstarfsmaður minn Jón Kristgeirsson, kennari á Hólmavík. Hann var umsjónar- maður með börnunum. Eg hafði þá trillu og sótti krakkana út á Drangsnes og fór aftur með þá heim á kvöldin. Oft þurfti að hleypa úr lauginni og þá varð ég að keyra á nóttunni, svo oft var nú vinnudagurinn langur. Eg lagði mig þó Bolinderinn væri að dæla, en svaf aldrei fastara en svo að ég hrökk upp ef breytti um gang í vélinni og hljóp þá ofaneftir. Samskiptin við nemendurna voru sérstaklega ánægjuleg. Þarna var m.a. fjögra ára telpa, Alda Sveinsdóttir, sem átti heima í Hveravík, og mun hafa verið fyrsti nemandinn sem kom um morguninn. Hún var áreiðanlega yngsti nemandi sem ég hef kennt, enda var hún afar fljót að læra að synda. Segja má að nemendurnir hafi verið á öllum aldri, því á meðan vatnið brást á hverju vori tókst mörgum ekki að ljúka sundnáminu og kornu aftur síðar. Svo þurftu menn að fá sund- skírteini til að geta fengið vélstjóra- eða skipstjóraréttindi og ann- að þvíumlíkt. Ég man eftir einu atviki sem ég vissi ekki alveg hvernig átti að ráða fram úr. Maður sem lokið hafði Vélskólanámi gat ekki fengið að vera vélstjóri á bátunum af því hann fékk ekki sundskírteini. Þá var ekkert annað fyrir mig að gera en hringja í íþróttafulltrúa ríkisins og vita hvernig ég ætti að greiða úr þessu. Þetta endaði svo ágætlega og maðurinn fékk skírteini sitt með vissum skilyrðum. Þrjú vorin sem ég var þarna var samstarfsmaður minn Torfi Guðbrandsson, kennari frá Heydalsá. Hann tók oft af mér snún- ing við að kenna og hjálpa til. Eins og gengur við svona aðstæður var reynt að bjarga hlutunum eins og best gekk og við hjálpuð- umst að eins og við gátum, enda var vinnudagurinn oft langur eins og áður er lýst. Alagið við að keyra krakkana á milli var svo 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.