Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 64
vor sem ég var þarna, nema að vélin átti það til að sóta sig um of og
þónokkur aukavinna að rífa hana í sundur. Hún vildi oft sóta í
hausinn sinn og neitaði þá að fara í gang. Oft varð að taka hana í
sundur og þrífa hana upp og keyra heilu næturnar. Svo vel vildi til
að þarna var unglingspiltur í Hveravík, Guðfmnur Sveinsson,
sem oft rétti mér hjálparhönd ásamt fleirum sem þarna bar að
garði, svo oft fór betur en á horfðist.
Fyrsta vorið sem ég kenndi í Hveravík var samstarfsmaður
minn Jón Kristgeirsson, kennari á Hólmavík. Hann var umsjónar-
maður með börnunum. Eg hafði þá trillu og sótti krakkana út á
Drangsnes og fór aftur með þá heim á kvöldin. Oft þurfti að
hleypa úr lauginni og þá varð ég að keyra á nóttunni, svo oft var
nú vinnudagurinn langur. Eg lagði mig þó Bolinderinn væri að
dæla, en svaf aldrei fastara en svo að ég hrökk upp ef breytti um
gang í vélinni og hljóp þá ofaneftir. Samskiptin við nemendurna
voru sérstaklega ánægjuleg. Þarna var m.a. fjögra ára telpa, Alda
Sveinsdóttir, sem átti heima í Hveravík, og mun hafa verið fyrsti
nemandinn sem kom um morguninn. Hún var áreiðanlega yngsti
nemandi sem ég hef kennt, enda var hún afar fljót að læra að
synda. Segja má að nemendurnir hafi verið á öllum aldri, því á
meðan vatnið brást á hverju vori tókst mörgum ekki að ljúka
sundnáminu og kornu aftur síðar. Svo þurftu menn að fá sund-
skírteini til að geta fengið vélstjóra- eða skipstjóraréttindi og ann-
að þvíumlíkt.
Ég man eftir einu atviki sem ég vissi ekki alveg hvernig átti að
ráða fram úr. Maður sem lokið hafði Vélskólanámi gat ekki fengið
að vera vélstjóri á bátunum af því hann fékk ekki sundskírteini. Þá
var ekkert annað fyrir mig að gera en hringja í íþróttafulltrúa
ríkisins og vita hvernig ég ætti að greiða úr þessu. Þetta endaði svo
ágætlega og maðurinn fékk skírteini sitt með vissum skilyrðum.
Þrjú vorin sem ég var þarna var samstarfsmaður minn Torfi
Guðbrandsson, kennari frá Heydalsá. Hann tók oft af mér snún-
ing við að kenna og hjálpa til. Eins og gengur við svona aðstæður
var reynt að bjarga hlutunum eins og best gekk og við hjálpuð-
umst að eins og við gátum, enda var vinnudagurinn oft langur
eins og áður er lýst. Alagið við að keyra krakkana á milli var svo
62