Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 70

Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 70
í „Öldinni sautjándu“ segir að hvalveiðimenn af kyni Baska hafi á árunum fyrir 1615 leitað mjög í norðurhöf til veiða. Hin síðustu ár þessa tímabils hafí Baskar þessir leitað til Islands, hafst við á sumrin á fjörðum inni á Ströndum og skutlað hvali á Húnaflóa. I upphafi áttu hvalveiðimenn þessir friðsamleg samskipti við landsmenn og keyptu þeir þá sauði af bændum sér til matar. Sumarið 1614 urðu nokkrir stuldir á báða bóga og var lands- mönnum bannað að eiga skipti við Spánverjana. Vildu þeir þá taka sauði með valdi en bændur bjuggust til varnar með ljáum og bareflum án þess að til stórtíðinda drægi. Baskar voru vel vopnum búnir og þjálfaðir í herþjónustu, höfðu jafnvel byssur, samanber þegar Marteinn skipstjóri lét byssuna af hendi við Ara í Ögri, svo þarna var mjög ójafn leikur. Voru bændur stundum handteknir og hafðir í varðhaldi úti á skipunum meðan skipsmenn fóru sínu fram í landi, rændu og rupluðu og tóku konur til sængur að eigin geðþótta. Að þessu loknu fengu bændur að fara í land aftur. Vorið 1614 komu þessir hvalveiðimenn og varð fyrst vart tveggja báta sem hröktust undan hafís á Húnaflóa. Tóku þeir land alls 13 menn á Eyjum á Bölum hraktir og matarlitlir. Þar voru þá fyrir nokkrir Islendingar er þar lágu ístepptir og hugðust þeir veita Spánverjunum atgöngu. Svo fóru þó leikar að Islendingar lutu í lægra haldi og flýðu, sumir nokkuð meiddir. Ekki er getið um af hvaða skipi þessir Baskar voru, en sennilega hefur það verið fast í ísnum og bátarnir ekki náð að komast að því. Tveir menn af Böskurn, sem orðið höfðu fyrir hnjaski í Eyjaupphlaupi, frömdu stuld þar sem þeir héldu óvini sína búa er þeir áttu leið úr Reykjar- firði til Steingrímsfjarðar, og urðu þá nokkrar skærur þar sem einum Spánverjanum var greitt rothögg með steini, en skipstjóri liðsinnti þeim er valdur var að því verki svo hann galt þess ekki. Sumarið 1615 er getið um 16 skip spænsk á Húnaflóa. Ekki voru allir Baskar ágengir við landsmenn. Til dæmis má geta þess að aldrei kom neinn þeirra heim að Reykjanesi í Arneshreppi sumar- langt þó sjö bátar væru þar nær því daglega fyrir framan að veiðum. Bátarnir voru notaðir til að skutla hvalina og fóru Baskar yfírleitt ekki á bátum sínum lengra en svo að þeir sæju til skipsins. Spánverjar höfðu vara á sér og létu tvo menn vaka um nætur á 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.