Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 71
hverju skipi. Fyrir kom að landsmenn hnupluðu frá Spánverjun-
um. Einu sinni hvarf þeim hvalshaus í myrkri og báru Baskar sig
upp undan því við bóndann í Kjörvogskoti (Kjörvogi) þar sem
þeir lágu. Bóndinn þorði ekki að segja þeim hver væri valdur að
hvarfinu, en fékk þeim eina á í bætur.
Árið 1847 skrifar Gísli Sigurðsson, kallaður hinn ríki í Bæ á
Selströnd, sóknarlýsingu Kaldrananessóknar. Þar segir m.a. um
Hafnarhólm: „Þar eru og klettar við sjó kallaðir Skáruklettar. Þar
er sagt þeir spönsku ræningjar hafi skorið féð og fleygt slátrinu af
klettunum í bátana, því þar er djúpt“. Þannig endar frásögn Gísla,
en sagan sem lifir enn á vörum manna um Spönskuvík er mun
lengri og er á þessa leið:
Það mun hafa verið á fyrsta tug 17. aldar að spænskt hvalveiði-
skip kom inn á Steingrímsfjörð. Skip þetta lagðist fyrir akkeri
nálægt landi skammt fyrir innan bæinn Hafnarhólm á Selströnd.
Nes eitt lítið gengur þar fram og framan við það er hólmi einn
lítill. Vel sást til skipsins heiman frá Hafnarhólmi og var fylgst
með því. Það sáu heimamenn að bátar lögðu frá skipinu og voru
eigi færri en 12 menn á. Bátar þessir héldu beinustu leið að landi
við áður umgetið nes, en þar var djúpt og klöpp sem við bryggju
væri.
Aðkomumenn gengu á land og hófu strax að smala fénaði upp
um svokallaðan Byrgisdal og inn á Hverakleifar. Heimamönnum
brá allmjög í brún er þeir sáu aðfarir aðkomumanna og þótti
bændum allillt að láta ræna sig svo án þess að reyna að koma í veg
fyrir það. Var nú safnað mönnum og urðu allmargir saman. Allir
báru vopn sem munu hafa verið frumstæð að gerð, sennilega ljáir
festir á orf, broddstafir og barefli.
Þegar heimamenn nálguðust Spánverjana sáu þeir að margt fé
lá þar bundið og voru Spánverjarnir byrjaðir að slátra fénu. Það
gerðu þeir á þann hátt að hver kind var lögð bundin á stóra, flata
steinhellu. Þvínæst togaði einn í höfuð kindarinnar en annar hjó á
hálsinn og skar af höfuðið. Þvínæst var skrokknum kastað út í
bátinn.
Þegar Spánverjar sáu heimamenn vopnaða og í vígahug hættu
þeir sláturstörfunum og bjuggust til varnar en allir voru þeir
69