Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 71

Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 71
hverju skipi. Fyrir kom að landsmenn hnupluðu frá Spánverjun- um. Einu sinni hvarf þeim hvalshaus í myrkri og báru Baskar sig upp undan því við bóndann í Kjörvogskoti (Kjörvogi) þar sem þeir lágu. Bóndinn þorði ekki að segja þeim hver væri valdur að hvarfinu, en fékk þeim eina á í bætur. Árið 1847 skrifar Gísli Sigurðsson, kallaður hinn ríki í Bæ á Selströnd, sóknarlýsingu Kaldrananessóknar. Þar segir m.a. um Hafnarhólm: „Þar eru og klettar við sjó kallaðir Skáruklettar. Þar er sagt þeir spönsku ræningjar hafi skorið féð og fleygt slátrinu af klettunum í bátana, því þar er djúpt“. Þannig endar frásögn Gísla, en sagan sem lifir enn á vörum manna um Spönskuvík er mun lengri og er á þessa leið: Það mun hafa verið á fyrsta tug 17. aldar að spænskt hvalveiði- skip kom inn á Steingrímsfjörð. Skip þetta lagðist fyrir akkeri nálægt landi skammt fyrir innan bæinn Hafnarhólm á Selströnd. Nes eitt lítið gengur þar fram og framan við það er hólmi einn lítill. Vel sást til skipsins heiman frá Hafnarhólmi og var fylgst með því. Það sáu heimamenn að bátar lögðu frá skipinu og voru eigi færri en 12 menn á. Bátar þessir héldu beinustu leið að landi við áður umgetið nes, en þar var djúpt og klöpp sem við bryggju væri. Aðkomumenn gengu á land og hófu strax að smala fénaði upp um svokallaðan Byrgisdal og inn á Hverakleifar. Heimamönnum brá allmjög í brún er þeir sáu aðfarir aðkomumanna og þótti bændum allillt að láta ræna sig svo án þess að reyna að koma í veg fyrir það. Var nú safnað mönnum og urðu allmargir saman. Allir báru vopn sem munu hafa verið frumstæð að gerð, sennilega ljáir festir á orf, broddstafir og barefli. Þegar heimamenn nálguðust Spánverjana sáu þeir að margt fé lá þar bundið og voru Spánverjarnir byrjaðir að slátra fénu. Það gerðu þeir á þann hátt að hver kind var lögð bundin á stóra, flata steinhellu. Þvínæst togaði einn í höfuð kindarinnar en annar hjó á hálsinn og skar af höfuðið. Þvínæst var skrokknum kastað út í bátinn. Þegar Spánverjar sáu heimamenn vopnaða og í vígahug hættu þeir sláturstörfunum og bjuggust til varnar en allir voru þeir 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.