Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 103
fyrst í stað, en við sömdum okkur fljótt að siðum kaupstaðarbarn-
anna. Sjálfsagt hafa leikir okkar verið svipaðir leikjum barna í
öðrum plássum á þessum árum, en sérstaklega er mér minnis-
stæður einn leikur, sem var eins konar tískuleikur hjá okkur um
tíma. Hann hét: „Allir rnínir menn“, og var í því fólginn, að einn
þátttakenda átti að vera ísbjörn, en einn eða tveir voru húnar
hans, og voru þeir í híði sínu, þegar leikurinn hófst. Bangsi fór svo
á veiðar að afla húnum sínum rnatar. Reyndi hann þá að ná
einhverjum krökkunum, sem höfðu falið sig utan híðisins og fara
með þá í bæli sitt. En hinir, sem ónáðir voru, áttu að reyna að
komast, án vitundar bangsa, í híðisgættina og hrópa: Allir mínir
menn. Tækist það, voru hinir náðu frelsaðir úr klóm bangsa og
máttu forða sér í felur aftur. Einnig var lengi ákaflega vinsæll
leikur að skoppa gjörð. Við höfðum smáspýtu í hendinni og
reyndum að velta tunnugjörð eins langa og krókótta leið og við
framast gátum nreð því að dangla í hana með spýtunni. Þetta var
talsverður vandi, einkum að dangla mátulega fast í gjörðina.
Smám saman fór svo knattspyrnan að gagntaka hugi okkar strák-
ana, enda léku feður margra okkar knattspyrnu og háðu kapp-
leiki við lið úr nærsveitum.
Eg er ekki kunnugur kennslumálum í sveitum landsins á þess-
um árurn, en segja mætti mér, að við krakkarnir á Borðeyri höfum
búið við tiltölulega mjög góða uppfræðslu. Barnakennarar voru
tveir í sveitinni, Bjarni Þorsteinsson frá Hlaðhamri í Hrútafirði,
og Ingibjörg Finnsdóttir, Jónssonar, fræðimanns frá Kjörseyri í
sömu sveit. Engan dóm skal ég á það leggja hvort þau hafa verið
betri eða lakari kennarar en almennt gerðist, en einhvern veginn
fínnst mér að þeirra undirvísun hafí tollað betur í mér en ýmis
önnur og kannski æðri speki, sem ég hef síðar átt kost á að nema.
Bjarni kennari, eins og við kölluðum hann alltaf, lék sér með
okkur úti í frístundum og dreif þá iðulega fleira fullorðið fólk
með í leikinn, og í rökkrunum sagði hann okkur Islendingasögur
og Fornaldarsögur svo vel, að þegar ég las þessar bókmenntir
sjálfur löngu síðar, fannst mér sú lesning miklu eitthvað bragð-
daufari en munnleg frásögn kennara míns í barnaskóla. Og þótt
okkur fyndist Ingibjörg kannski stundum helst til siðavönd og
101