Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 107
eitt vorið, að hann var farinn í vegavinnu suður á Holtavörðu-
heiði, þegar kolaútgerðin stóð sem hæst. Mamma vildi fyrir hvern
mun koma netinu í sjó og fékk eldri rnann í plássinu til að hjálpa
okkur krökkunum að leggja það. Þetta var á blíðviðrisdegi með
miklu sólskini, og gamli maðurinn, sem var einstakur greiðamað-
ur, sagðist bara hafa gaman af þessu, enda vanur netaveiðum að
vestan. Og nú lagði hann kolanetið okkar í sólargeislann, hvað
okkur óvitunum fannst auðvitað ákjósanlegasta fiskimið. En nú
tók blessuð sólin upp á því að færa sig til á himninum eftir því sem
leið á daginn, og þegar vitja skyldi um netið, mundi enginn hvar
viðmiðunargeislinn hafði verið, og netið fannst ekki. Hefur það,
mér vitanlega, ekki fundist enn þann dag í dag.
Ekki gat mamma stillt sig um að hlæja innilega að þessu óhappi,
þótt það væri hins vegar slæmt að tapa kolanetinu. Eitt dæmi skal
hér nefnt, sem lýsir nokkuð erfiðleikum fólks við að hafa í og á sig
og sína á þessum árum: Einhverju sinni fékk mamma gesti í mat
óvænt, og allt sem á borð var borið kláraðist, en engu hægt við að
bæta, því það var ekki til. Eftir á heyrði ég mömmu segja: Það er ég
viss um, að hann N.N. hefur verið sársvangur enn þá, en ég átti
bara ekki meira til. Eg skildi ekki til fulls þá, en þykist skilja núna,
hve sárt það hefur verið fyrir stolta og gestrisna húsmóður að vita
gesti sína standa upp frá matborði, án þess að hafa fengið sig
metta.
Eg vitnaði í upphafi máls míns í vísuhelming, þar sem Borðeyri
var lofuð, kannski úr hófi fram. Eg ætla að enda á því að hafa yfir
heila vísu, sem ég held að sé orðin einn af þessum eilífu húsgöng-
um, sem berast landshorna á milli, og enginn veit rétt deili á
höfundum að. Vísan er auðvitað tengd Borðeyri, og er á þessa
leið:
„Á Borðeyri hvíldi ég bakkanum á,
þar bárurnar léku á sjónum.
Mig dreymdi að í sólskini sceti ég þá
hjá Siggu með lœrin ískónum.“
Engin deili veit ég á nefndri Siggu, né hennar fótabúnaði.
105