Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 118

Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 118
henni, því að hún getur ekki fylgt fénu fleiri veturna. [á, Kola verður að fara, en margsinnis hefur hún tekið rétta stefnu heim, þegar hríðin var svo glórulaus, að ekki sást neitt, og stormurinn svo heiftugur, að maður gat ekki áttað sig á brimhljóðinu. Þá tók Kola stefnuna og bjargaði okkur heim, ekki einu sinni heldur oft. En hún er orðin gömul eins og ég og verður að fara síðustu ferðina. Ó, já, við þekkjumst við, Kola, og hún veit, að ég er að kveðja hana. Og Finni hélt áfram að strjúka vinnulúnum höndum um andlit Kolu. — Já, en þú átt tvær kolóttar, ungar ær undan henni, Finni, sagði Ingi, og þú hefur sjálfur sagt, að þær séu ágætar forustuær. — Það er rétt, Ingi litli. En þær eru ekki Kola, þótt þær séu dætur hennar. Við Kola höfum orðið gömul saman. Eg var 56 ára, þegar hún fæddist, og nú er ég sjötugur, og hvorugt okkar getur nú lengur staðist norðanhraglandann, hvað þá barist móti veðri í áhlaupi, eins og þau koma oft hér nokkurn veginn að óvöru. Nei, við Kola mín erum úr leik eins og grösin, sem falla á haustin. Grösin, sem falla visna og rýrna fyrir nýjum gróðri, sem mun vaxa að vori. Það er ekki von, að þú skiljir þetta, Ingi minn, þú ert svo ungur enn, aðeins tíu ára. En svona er lífið. Menn og dýr koma og fara. Æskan og elli, sumar og vetur, allt kemur og fer. — Já, en þú getur nú lifað lengi enn, Finni, sagði Ingi litli. Og ég skal hjálpa þér að standa yfir fénu í vetur. Pabbi segir að þú sért besti fjármaðurinn, sem hann viti deili á, hann gæti ekki hugsað sér annan betri. — Pabbi þinn er nú alltaf samur ogjafn, alveg eins og Björn afi þinn. Þeir segja ekki eitt í dag og annað á morgun. Þeir eru eins og klettarnir hérna við sjóinn, fastir fyrir. En þeir færa ekki klukku tímans aftur frekar en við Kola. Afi þinn er nú farinn á undan mér, og vorum við þó jafngamlir. Það var maður, sem þú mættir gjarna líkjast Ingi litli, alltaf með spaugsyrði á vörum og það jafnvel þegar honum var sárast í hug. Hann kunni ekki að kvarta: Upp með seglin, var máltæki hans, enda stundaði hann sjóinn hér á flóanum á stundum og ekki var hann síðri til lands en til sjávar. Já, Ingi minn, það voru dagar. Hundrað punda lúða var stundum 116
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.