Strandapósturinn - 01.06.1989, Blaðsíða 138
Tálminn óyfirstíganlegi
Guðmundur Árnason í Naustvík (fæddur 9. maí 1889) sagði
mér frá eftirfarandi atviki. Reyni ég að endursegja söguna sem
næst hans eigin frásögn, þótt auðvitað verði hún ekki orðrétt eftir
höfð:
„Eg var staddur úti á Gjögri, einhverra erinda. Þetta var um
hausttíma. Er ég var búinn til heimferðar og mjög kvöldsett orðið.
Jörð var auð. Loft var þungbúið. Hélt ég heimleiðis framhjá
Kjörvogi, og stefndi sem leið liggur inn undir Kjörvogshlíðina.
Þetta var áður en nokkur vegabót hafði farið þarna fram. En
hestatroðningar lágu inn alla hlíð. Eg var þaulkunnugur leiðinni,
svo oft hafði ég farið þarna um bæði í björtu og dimmu og á öllum
árstíðum. Aldrei hafði ég fundið til hræðslu þótt ég væri einn á
ferð í myrkri og misjöfnum veðrum.
I þetta sinn var ég gangandi og með léttan poka á baki. Eg hafði
olíulugt í hendi, því mjög var dimmt orðið, svo að varla sáust
handa skil. Er ég var kominn nokkuð inn fyrir Kjörvog, nálægt því
svæði sem hlíðin verður snarbrött, eða inn á móts við Óna, — þar
sem spönsku skipin strönduðu í ofviðri árið 1627, svo sem frægt er
— fannst mér ég verða fyrir einhverri mótstöðu, svo að ég átti
erfitt með að komast áfram. Það var eins og ósýnileg hindrun
stæði hér í vegi. Eg reyndi að komast áfram bæði ofar og neðar. En
það kom fyrir ekki. Ég komst ekki leiðar minnar. Þá gerðist það
einnig, að ljósið slokknaði á luktinni, svo að allt varð niðadimmt í
kringum mig. Og brátt dró úr mér mátt. Ég hörfaði til baka
nokkurn spotta til að átta mig og sækja í mig veðrið. Og ekki leið á
löngu, þar til ég fékk aftur fullan kraft og þrótt. Ekki varð ég neitt
hræddur. Ég hugsaði, að þetta hlyti að vera einhver vitleysa í mér
sjálfum. Slíkt hafði aldrei hent mig fyrr. Ekki fann ég til neins ótta.
Ég kveikti aftur á luktinni og gerði nýja tilraun til að komast
áfram. En allt fór á sömu leið. Mótstaðan var hér eins og áður.
Hvernig sem ég reyndi var ég hindraður í að komast áfram. Ég
neytti allrar orku, en allt kom fyrir ekki. Og eins og í fyrra skiptið
136