Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1995, Síða 104

Strandapósturinn - 01.06.1995, Síða 104
Skipið var haft í sömu sleskjum og það var sett upp í og því ýtt frarn með dúnkrafti. Þennan dag var stórstraumsfjara og því mögulegt að ýta skipinu fram á ysta útfjar, það er út á sandrif sem er fyrir utan klöppina sem það strandaði á. Þar var síðan látið falla að því á næsta flóði sem var aðfaranótt 5. júlí. Þetta erfiða og vandasama verk gekk án áfalla og lá nú Heklan aftur á legunni undan Kjörvogi. Þótt ástæða hefði verið til að fagna þessu mikla afreki var þó fögnuður hjónanna á Kjörvogi, Magnúsar og Guðrúnar, harmi blandinn því daginn áður höfðu þau misst Guðfinnu dóttur sína, sem þá var 24 ára, inni á Kúvíkum úr botnlangabólgu sem engin ráð voru til við á þeim tíma. Ekki gerðu þeir bræður Magnús og Finnbogi Heklu lengi út eftir þetta en hún var seld þann 4. júní f928. Ástæðurnar voru léleg aflabrögð, lítið bæði um þorsk og hákarl, og að verð á físki var mjög lágt. Ekki dugði söluverð Heklunnar fyrir þeim lánum sem þeir bræður tóku vegna viðgerðarinnar og sátu þeir uppi með kr. 3.000 í skuld, en lambið lagðist þá á kr. Í0. Að sögn Guðmundar Magnússonar fengu þeir ekki greitt vátryggingarfé þar sem þeir höfðu ekki staðið skil á afborgun nokkru áður en skipið rak upp. Urðu þeir því að bera áfallið af strandinu sjálfir. Lánið tóku þeir í Landsbankanum með veði í Kjörvognum en þar sem þeir gátu svo ekki staðið í skilum með afborganir af því eftir að skipið var selt, stóð nú fyrir dyrum uppboð á jörðinni. Á þessum tíma var ekki hægt að sækja peninga eitt eða neitt og stóðu menn oftast ráðalausir við svona aðstæður. Það sem kom þeim bræðrum til bjargar á þessum dapra tíma, var að í Stóru- Ávík hjá Guðmundi Jónssyni stórbónda og mági Magnúsar á Kjörvogi, dvaldi ung færeysk stúlka Sophia að nafni, sem komið hafði verið þar fyrir til að fæða óskilgetið barn sitt og Jóhannesar nokkurs Lambaa, skútuskipstjóra og kaupmanns frá Færeyjum. I Færeyjum var litið á hvers konar hjúskaparbrot mjög alvarlegum augum á þessum tíma og þar sem Jóhannes Lambaa var kvæntur, kom hann Sophiu verðandi barnsmóður sinni fyrir í Stóru-Ávík hjá Guðmundi bónda, enda þeir vel kunnugir og Ávík í góðri fjarlægð frá hans heimahögum. Leitaði Guðmundur í Stóru-Ávík f02
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.