Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1995, Síða 119

Strandapósturinn - 01.06.1995, Síða 119
stól við hlið mér og hrópar meira en biður: „Á ekki að bjóða manni í glas?“ Hjónin urðu mjög undrandi á svipinn, manninum hafði alls ekki verið boðið til þessa fagnaðar. Það sló þögn á viðstadda um stund. Loks rauf skipstjórinn þögnina og kvað manninn óvelkominn hér og benti honum góðfúslega á hvar hans staður væri í húsinu. Hófust nú harðar deilur rnilli þeirra og endaði það með því að sá stóri tók að hóta hinum öllu illu, hratt mér út af stólnum mölbraut glasið sitt á stofuskápnum og gerði sig líklegan til að hjóla í skipstjórann sem reis líka á fætur og horfði storkandi á andstæðinginn. Okkur hinum var ekki farið að lítast á blikuna því maður þessi var heljarmenni í sjón og að því er sýndist til alls vís. En allt í einu birtist félagi hans og greinilega yfirmaður, og skipaði honum að koma niður þegar í stað, að öðrurn kosti myndi hann illt af hljóta, hann hefði ekkert leyfi til að ráðast hér inn og gera fólki ónæði, bað húsráðendur innilega afsökunar á framkomu félaga síns og sá stóri elti hann niður án þess að orð félli af hans munni. Jón sterki hugsaði ég öðru sinni og eftir þessa uppákomu fengum við að vera í friði. Morguninn eftir hélt ég svo aftur inn að Ósi og kom ekki aftur til Hólmavíkur fyrr en ég hélt heimleiðis að vorprófum afstöðnum. Ég hef áður getið þess að Magnús bóndi var rnikið gefinn fyrir allskonar kveðskap og kunni ósköpin öll af þess konar fram- leiðslu. Hann var jafnvígur á stökur og heilu kvæðaflokkana, og notaði hvert tækifæri til þess að miðla manni af því sem honum var hugstætt hverju sinni. Mér fannst honum þykja jafn vænt um glettnar gamanvísur og ljóð stórskáldanna og þótt hann að sjálf- sögðu gerði greinarmun á listgildi kveðskaparins, virti hann hvort tveggja og taldi það hafa haft sína þýðingu fyrir fólkið í landinu meðan gamla ljóðaformið fékk að halda sínurn hlut fyrir ágengni óljóðanna. Og enn er mér í minni er hann var að þylja nokkur erindi upp úr „Messunni á Mosfelli“ eftir Einar Bene- diktsson og varð þá fyrir einhverri utanaðkomandi truflun sem ég man nú ekki hver var, en að henni afstaðinni söðlaði hann allt í einu yfir í gamanvísur eftir einhvern af smærri spámönnum. Við þessi snöggu umskipti varð konunni hans að orði af sinni með- fæddu hógværð: „Er þarna nú einhverju saman að jafna?“ Það 117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.