Syrpa - 01.05.1948, Page 21

Syrpa - 01.05.1948, Page 21
flaueli, peysa og ef til vill treyja utan yfir, ágæt- ur búningur. Matrósaföt hafa lengi verið hefð- bundin spariföt allra drengja frá þriggja ára aldri fram að fermingu, þótt deila megi um, hve hent- ug þau séu. Einfaldir tvisttaukjólar, hnepptir að framan með samstæðum buxum, eru mjög lientugir fyrir telpur hversdagslega, þegar þær eru ekki í skrið- buxum eða leikbuxum. Einnig eru prjónakjólar með síðum ermum góðir, þegar kalt er, en bezt er að nota við þá svuntu, svo að sjaldan þurfi að þvo þá. Smokksaumaðir bómullarkjólar eru með fallegustu spariflíkum, sem völ er á handa litlum telpum. Yfirhafnir Samfestingar með áfastri liettu úr vatnsheldu stormefni, fóðraðir með flóneli eða lipru ullar- efni, eru ágætar liversdagsyfirhafnir bæði á drengi og telpur. Enn betri eru þó tvískipt útiföt af sömu gerð, síðar buxur og treyja með áfastri ltettu, því að barnið vex ekki eins fljótt upp úr slíkum fötum, auk þess sem auðveldara er að klæða það í þau. Einnig er það kostur við tví- skipt útiföt, að hægt er að nota treyjuna sér, ef vill. Útiföt úr stormefni hæfa vel íslenzkri veðráttu. Þau má líka þvo og strjúka með lítilli fyrirhöfn og þau eru endingargóð. Kápu — eða frakkasam- stæður úr ullarefni geta verið fallegar, en eru ekki hentugar nema sem betri föt, auk þess sem þær eru ekki nrjög hlýjar og erfitt að búa börnin vel innan undir. Regnkápur, olíubornar eða úr plastdúki, eru nauðsynlegar öllum smábörnum, þegar þau fara að leika sér titi í hvaða veðri sem er. Ætla má, að margar störfum hlaðnar mæður grípi fegins hendi hverju því, er létt geti undir með þeim, meðal annars hvað saum á barnafatn- aði viðkemur. Skal því að endingu bent á, að á ])essu ári mun koma út í íslenzkri þýðingu lítil en athyglisverð bók, þar setn meðal annars verða gefnar leiðbeiningar urn saum og prjón á lientug- um smábarnafatnaði og er ætlunin, að snið verði seld með bókinni. Bók þessi er þýdd úr sænsku. I lienni birtist niðurstaðan af víðtækri rannsókn, sem fram fór í Svíþjóð á hentugum barnafatnaði og eru allar uppskriftir og öll snið í bókinni þaulreynd. Mun bók þessi bæta hér tir brýnni > þörf. „SYRPA“ heilsar nú lesendum sínum á ný og biður afsökunar á hinum langa drætti, sem orðinn er á ntkomunni. Ekki má þó kenna henni um hann, heklur papp- Irsskortinum, sem þjarmar nú að aílri útgáfustarfsemi í land- inu, — ekki sízt nýgræðingum, sem engan bakhjall eiga sér. Loksins hefur þó raknað dálítið úr þessu, og leggur nú blaðið upp í vegferð sína á ný í von um að geta framvegis haldið sitt strik. Allmargir áskrifendur hafa þegar greitt fullt gjald fyrir fyrsta árganginn, og eiga því inni fimm blöð. Til þess að koinast sem fyrst úr þessari skuld, verða fjögur næstu heftin höfð svo stór, að lesmálið alls jafngildi þá 9 heftum með 32 bls., og er vonandi, að kaupendurnir taki þetta ekki illa upp. „Syrpa“ hefur fengið ágætar viðtökur, — en ekki nógu marga kaupendur. Fjöldi hlýlegra bréfa hefur borizt með góðum óskum og spádómum um langa lífdaga, en jafnframt hér um bil undantekningarlaust unrkvörtum um of hátt verð. Þetta er undarlegt, því að „Syrpa" er einmitt eitt allra ódýrasta ritið, sem gefið er út óstyrkt hér á landi, og það jafnvel þó að miðað sé við gömul tímarit, sem fengið höfðu mikinn áskrifendafjölda löngu áður en útgáfukostnaðurinn rauk upp úr öllu valdi. Sannleikurinn er sá, að hún er svo ódýr, að ógerningur er að halda útgáfunni áfram nema með því móti að hækka lausasöluverðið töluvert. Áskriftargjaldið helzt að sjálfsögðu óbreytt. Endurminningar Gythu Thorlacius eru nú komnar út. Eins og lesendur „Syrpu" mun reka minni til, þá birtist upphaf þessarar skemmtilegu frásagnar í tveim fyrstu blöðunum, en féll niður sökum þess að í Ijós kom, að liókaútgáfa ísafoldarprentsmiðju var farin að prenta hana i heild. Til þess að bæta svolítið fyrir þetta óhapp, hefur blaðið komizt að samningum við ritgefendann og getur nú boðið föstum áskrifendum sínum bókina með sama verði og hún er seld bóksölum, en það er 20 kr. fyrir hana óbundna og 28 kr. í bandi. Fyrir jólin gaf „Syrpa“ út bók, Haftneyjuna litlu eftir Ff. C. Andersen með teikningum eftir F'alke Bang, og dá- lítið af pjóðlegum kortutn, og stendur hvort tveggja áskrifendum hennar til boða fyrir bóksalaverð. Hafmeyjan kostar þannig 12 kr. óbundin, en kr. 14.40 i bandi. Kortin eru með myndum af teikningum eftir Guðmund Thorsteinsson, Gunnlaug Scheving, Guðmund frá Miðdal og Falke Bang, og ennfremur fyrirmyndum úr gömlum hand- ritum. Engar kveðjur eru prentaðar á þau, svo þau eru nothæf við ýmis konar tækifæri. Gerðirnar eru 12 og kostar samstæðan 13 kr. (12 kort, stór og smá, útsöluverð 20 kr.). Verður þetta afgreitt á afgreiðslunni, Laugavegi 17 (sími 3164), eða gegn póstkröfu út um land. CAeðilegt sumar! S Y R I’ A 19

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.