Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 1
,-.'+ !+'
#+&$$
;:-:
.+ 5-6
*!" ('$&% *)*#%$''$)*($&
;8+=0 40>/ <H+120
;:G++2<6 (0:IB3 6=H7@B2 )=-#BI8>C..7 583!8(B=2 #B=2@8><&03<6.30>D4=-7/0>07B3<B2<A "!
*(/$()(0(
)(/"%(.(907?(020> 5*661 7?6B77B 5,6<6H31
48+0> 48B> 7H+31 12@B> <B+
'/+02B<602A "J 8> ,660<6 03 702@B3
I8>3B +>,3>0><6?0 H/+0<0560:0A #
;,7I8B+ %<0 )78GC1> FE :5/G>B> 9>G++I0 <.2 <B22 .+$B2)I8>/1<056H:B2A ""
#" ! $" ! #$#!
L A U G A R D A G U R 2 8. Á G Ú S T 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 201. tölublað . 109. árgangur .
ÞARA UM-
BREYTT Í LÍF-
RÆNT PLAST
HÁTT Í
FJÖRUTÍU
VIÐBURÐIR
JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR 40200 MÍLUR 24 SÍÐUR
Baldur S. Blöndal
baldurb@mbl.is
Séra Þorgeir Arason, sóknarprestur
Egilsstaðaprestakalls, segir bæjar-
félagið sannarlega slegið eftir að lög-
regla skaut og særði vopnaðan mann í
íbúðahverfi á Egilsstöðum í fyrra-
kvöld. Mikilvægt sé að fólk hugi að
orðum sínum þegar atvik af þessu
tagi séu til umræðu.
„Gróa á Leiti er stundum farin af
stað í miklu tilgangsleysi og getur
valdið miklu tjóni áður en við er litið,“
segir Þorgeir en margir leituðu til
hans eftir atburði kvöldsins.
Hann segist
vona að íbúar í
grenndinni hugi
vel að líðan og til-
finningum sínum
á næstu dögum og
verði ófeimnir við
að leita sér að-
stoðar telji þeir
þörf á. „Sem betur
fer hefur orðið
heilmikil vakning í samfélaginu gagn-
vart því að það sé engin skömm að því
að leita sér hjálpar nema síður sé. Að
leita sér aðstoðar við sinni vanlíðan í
kjölfar áfalla og í ýmsum erfiðleikum
lífsins,“ segir Þorgeir og bætir við að
áfallið sé sérstaklega mikið í bæjar-
félagi af þessari stærð: „Hér er um að
ræða úthverfi í ákaflega friðsælu
samfélagi. Bæjarfélag sem er undir
venjulegum kringumstæðum ákaf-
lega friðsælt og öruggt.“
Þorgeir segir það mikilvægt að
minna á að halda stillingu þegar málin
eru rædd við börn. „Þá þarf að leggja
áherslu á það að þrátt fyrir allt bendi
allt til þess að öryggið sé í fyrirrúmi
hérna,“ segir Þorgeir sem hrósar við-
bragði lögreglu. „Hún náttúrulega
sinnir sínu hlutverki alveg gríðarlega
vel, sem er að verja borgarana.“ »4
Áfall fyrir austan
- Sóknarprestur í Egilsstaðakirkju feginn að ekki hafi farið
verr - „Ekkert bendir til þess að þetta muni endurtaka sig“
Þorgeir Arason
_ Alls hafa 84
brottkastsmál
ratað á borð
Fiskistofu frá 1.
september 2020
til 13. ágúst. Var
aðeins eitt fram
að miðjum janúar
en fjölgaði ört er
drónar voru tekn-
ir í notkun við eft-
irlit með veiðum.
Elín B. Ragnarsdóttir, sviðsstjóri
hjá Fisksitofu, segir í samtali við 200
mílur, sérblað um sjávarútveg sem
fylgir Morgunblaðinu í dag, byltingu
hafa átt sér stað í eftirlitinu.
Aðeins voru send út leiðbeininga-
bréf vegna málanna þar sem eft-
irlitið var nýtt, en til standi að taka
mun harðar á brottkastsmálum á
nýju fiskveiðiári, sem hefst 1. sept-
ember, að sögn Elínar. Þá verður
reynt að auka eftirlit með stærri
skipum á Íslandsmiðum. »200 mílur
Boða meiri hörku í
brottkastsmálum
Elín B.
Ragnarsdóttir
Akureyrarbær fagnar á morgun, sunnudag, 159
ára afmæli sínu, og verður mikið um dýrðir af
því tilefni alla helgina. Myndlist, tónlist og ljósa-
sýningar skipa veglegan sess um helgina, en í
gær var listaverkið „Ljósin í bænum“ tendrað
við ýmis af helstu kennileitum bæjarins.
Akureyrarkirkja var þannig böðuð bláum
ljóma í gærkvöldi, og gátu gestir og gangandi
litið dýrðina augum í ljósaskiptunum.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyrarkirkja böðuð ljóma á bæjarafmælinu
VEFVERSLUN HEKLU
Aukahlut ir · Gjafavörur · Dekk · Felgur
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is
30% afsláttur
af þverbogum & toppboxum
Sláturleyfishöfum gengur illa að
manna sauðfjárslátrun í haust.
Gerðar voru kröfur um að starfs-
menn væru bólusettir gegn kórónu-
veiru en vegna ástands á vinnu-
markaði hér hafa einhver sláturhús
slakað á bólusetningarkröfunni til að
geta fengið erlent verkafólk.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS,
segir að vegna kröfu fyrirtækisins
um bólusetningu hafi hluti af því er-
lenda verkafólki sem áður hefur
unnið hjá þeim í sláturtíð ekki kom-
ið. Sláturhúsin hafa mannað starf-
semina á haustin mikið með fólki frá
Austur-Evrópu. Ágúst Andrésson,
forstöðumaður kjötafurðastöðvar
KS, segir að þar sé meiri andstaða
gegn bólusetningum en þekkist hér.
Reynt hafi verið að setja skilyrði um
bólusetningu en ekki sé hægt að
standa alveg við þá kröfu. »24
Neita bólusetningu
- Erfitt að manna sláturhúsin í haust
vegna kröfu um bólusetningu
Morgunblaðið/RAX
Sláturtíð Unnið við að hreinsa
sviðahausa við slátrun sauðfjár.
_ Mikilvægast er að hjálpa fólkinu
sem er lokað inni í Afganistan og á
von að verða drepið í fjöldamorðum
að sögn systranna Ernu Huldar
Ibrahimsdóttur og Zöhru Hussaini,
sem hafa búið hér á Íslandi síðustu
ár. Rætt er við þær í ítarlegu viðtali
í sunnudagsblaði Morgunblaðsins
um ástandið í Afganistan og hvaða
áhrif valdataka talíbana muni hafa.
Sumir eru í meiri
hættu en aðrir