Morgunblaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 29
MESSUR 29á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Veiðivefur
í samstarfi við
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 þar sem skýringar eru gefnar
á flestum messuliðum. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu
Kalló Szklenár organista. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Sigurður Jónsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti er Bjartur Logi Guðnason.
Kaffisopi að guðsþjónustu lokinni.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson
prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Al-
mennur söngur.
Ástjarnarkirkja | Sumarmessur í Garðakirkju alla sunnudaga klukkan
11. Ástjarnarkirkja tekur þátt í sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér á
síðunni.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dagur díakóníunnar. Sr.
Magnús Björn Björnsson og Steinunn Þorbergsdóttir djákni þjóna ásamt
messuhópi 2. Örn Magnússon organisti leiðir safnaðarsöng. Kaffi og
meðlæti eftir guðsþjónustuna.
Alþjóðlegi söfnuðurinn. Guðsþjónusta á ensku kl. 14. Prestur sr. Toshiki
Toma.
The International Congregationa in Breiðholtskirkja. Service at 2 pm.
Pastor Rev. Toshiki Toma.
BÚSTAÐAKIRKJA | Fermingarmessa kl. 10.30. Þetta er síðasti hópur
síðasta árs og við mætum galvösk og samfögnum þessum ungmennum.
Útvarpsmessa kl. 11.
Kvöldmessa á sunnudag kl. 20. Félagar úr kór kirkjunnar annast tónlist
ásamt kantor Jónasi Þóri. Sr. Pálmi Matthíasson annast þjónustu ásamt
messuþjónum. Þetta er síðasta kvöldmessa sr. Pálma en formleg kveðju-
messa verður síðar.
DIGRANESKIRKJA | Fjölskyldumessa sunnudag kl. 11. Sr. Sunna Dóra
Möller, sr. Helga Kolbeinsdóttir, Halla Marie Smith og leiðtogar æsku-
lýðsstarfs. Tónlist Ásdís Þorvaldsdóttir. Hoppukastali og pylsur í boði fyrir
börnin að messu lokinni. Sama dag er messa í Hjallakirkju kl. 17. Sr.
Gunnar Sigurjónsson. Tónlist annast Matthías V. Baldursson.
DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Sveinn Valgeirsson,
Douglas er organisti og Dómkórinn syngur.
FELLA- og Hólakirkja | Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar
Gunnarsson þjónar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðs-
dóttur organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sr. Sigurvin
Lárus leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina
leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fjölskyldur fermingarbarna
eru hvattar til að mæta.
GARÐAKIRKJA |
Síðasta sumarmessan í Garðakirkju verður í umsjá Ástjarnarkirkju. Sr.
Kjartan Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Davið Sigurgeirsson leikur
á gítar og Gospeltríó Ástjarnarkirkju syngur.
Í hlöðunni á Króki verður boðið upp á kaffi og konfekt og Davíð stjórnar
samsöng.
Eins og áður verður stundinnni streymt á facebook.com/sumarmessur.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 29. ágúst kl. 11 verður kaffi-
húsamessa. Kaffihúsamessurnar eru sumarmessur og verða á sunnu-
dögum kl. 11 út ágústmánuð. Messuformið er einfalt og notalegt and-
rúmsloft. Forsöngvari, prestur, organisti og kirkjuvörður annast
þjónustuna. Kaffi og meðlæti.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11 á Degi kærleiksþjónustunnar. Sr.
María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuþjónum, Kristjáni Hrannari
Pálssyni organista og Kirkjukór Grensáskirkju. Þriðjudagur 31. ágúst:
Kyrrðarstund kl. 12. Fimmtudagur 2. sept: Núvitundarstund kl. 18.15,
einnig á netinu. 12-spora hópar hefja göngu sína kl. 19.15. TTT kl. 14.30
og æskulýðsstarf kl. 20.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Messa kl. 11. Í messunni kveður
söfnuðurinn sr. Karl V. Matthíasson sóknarprest en hann lætur af störf-
um sem sóknarprestur 1. sept. nk. Í messunni þjóna sr. Leifur Ragnar
Jónsson settur sóknarprestur og sr. Pétur Ragnhildarson, en sr. Karl pré-
dikar. Kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur org-
anista við messuna en auk þess syngur Ásbjörg Jónsdóttir. Eftir mess-
una verður boðið upp á veitingar.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Prestur er Jón
Helgi Þórarinsson. Organisti er Guðmundur Sigurðsson.
HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Kjartan
Jósefsson Ognibene. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarna-
sonar.
HÁTEIGSKIRKJA | Ferming kl. 10.30. Jón Hafsteinn Guðmundsson
leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur. Organisti er Guðný
Einarsdóttir. Prestar eru Helga Soffía Konráðsdóttir og Eiríkur Jóhanns-
son.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 17 í í umsjón sr. Gunnars
Sigurjónssonar. Matti sax leiðir tónlist.
Hjúkrunarheimilið Skjól | Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl.
13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er
Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sumarmessa í Kirkjuvogskirkju kl. 20.
Keflavíkurprestakall tekur þátt í sumarmessum á Suðurnesjum.
Sjá Njarðvíkurkirkju hér á síðunni.
KIRKJUBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14 sunnudag. Prestur er
Þorgeir Arason. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæjar- og
Sleðbrjótskirkna syngur. Í tilefni af 170 ára afmæli kirkjunnar á þessu ári
flytur Helga Rún Steinarsdóttir stutt ágrip af sögu kirkjunnar í messulok.
Minnum á kaffisölu Kvenfélagsins í Tungubúð – og á sóttvarnareglurnar!
KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum |
Sumarmessa í Kirkjuvogskirkju kl. 20, sr. Brynja Vigdís þjónar, félagar úr
kór prestakallsins syngja undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista.
LANGHOLTSKIRKJA | „Organistinn sem gaf prestunum einkunn …“ er
meðal annars það sem við veltum fyrir okkur sunnudaginn 29. ágúst kl.
11. Bjartur Logi Guðnason organisti spilar og stýrir söng Félaga úr
Fílharmóníunni. Að messu lokinni verður léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu.
Sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 5. september kl. 11, eldriborgara-
starfið miðvikudaginn 15. september en barnastarf og fermingarstörfin
innan tíðar.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Prestur er
Ragnheiður Jónsdóttir. Þórdís Ásgeirsdóttir djákni aðstoðar. Kirkjukór
Lágafellskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar org-
anista. Kirkjuvörður er Bryndís Böðvarsdóttir.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Kór
Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfa-
dóttir þjónar.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Sumarmessa í Kirkjuvogskirkju
kl. 20. Sjá nánar Kirkjuvogskirkju hér á síðunni.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþónusta kl. 11. Biskup Íslands, frú
Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir alt-
ari. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarn-
arneskirkju syngja. Opnuð verður sýning á verkum Sigrúnar Jónsdóttur
kirkjulistarkonu, en um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu henn-
ar. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11.
Vídalínskirkja tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér á síð-
unni.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sumarmessur í Garðakirkju alla
sunnudaga kl. 11. Víðistaðakirkja tekur þátt í Sumarmessunum. Sjá
Garðakirkju hér í síðunni.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sumarmessa í Kirkjuvogskirkju kl. 20.
Sjá nánar Kirkjuvogskirkju hér á síðunni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hagakirkja á Barðaströnd
Það er ánægjulegt að
sjá að fyrirtæki sem
neyddust til að draga
saman seglin vegna
áhrifa kórónuveirunnar
eru nú að eflast og ná
fyrri styrk. Aðgerðir
ríkisstjórnarinnar hafa
hjálpað þeim að viðhalda
ráðningarsambandi við
starfsfólk sitt, þótt upp-
sagnir hafi í mörgum tilfellum því
miður verið óumflýjanlegar.
Endurráðningar hafa víða gengið
vel en samkvæmt tölum Vinnu-
málastofnunnar mældist skráð at-
vinnuleysi í júlí 6,1% eða um 12.500
manns án vinnu. Þetta eru mun
hærri atvinnuleysistölur en við erum
vön hér á landi og afar mikilvægt að
ná þeim niður sem fyrst.
Með 12.500 manns á atvinnuleys-
isskrá skýtur það nokkuð skökku við
að stærsta vandamál margra at-
vinnurekenda í dag er að fá fólk til
starfa. Gildir þá einu hvort um er að
ræða störf í ferðaþjónustu, iðnaði eða
verslun og þjónustu, um allt land
vantar starfsfólk. Afar skiptar skoð-
anir eru um árangur úrræðisins
„Hefjum störf“ og mörg dæmi um að
fyrirtæki nái ekki sambandi við fólk á
atvinnuleysisskrá, það er ýmist statt
erlendis eða hefur einfaldlega ekki
áhuga á að þiggja starfið. Rekstr-
araðilar hafa neyðst til að skerða af-
greiðslutíma hjá sér því ekki tekst að
manna stöður og atvinnuauglýsingar
fá lítil sem engin viðbrögð, þrátt fyrir
að í boði séu laun á við tvöfaldar at-
vinnuleysisbætur. Hvað
veldur þessu?
Vissulega geta að-
stæður verið mismun-
andi hjá fólki en vandinn
er stærri en svo að hægt
sé að líta framhjá heild-
armyndinni sem við
blasir. Það er áhyggju-
efni ef sú hugar-
farsbreyting hefur rutt
sér til rúms í samfélag-
inu að taka ekki þeirri
vinnu sem býðst hverju
sinni. Atvinnuleysisbótakerfið er
neyðarúrræði, það er fjármagnað úr
sameiginlegum sjóðum og hvatinn til
að snúa aftur út á vinnumarkaðinn
verður að vera ríkjandi. Ef hann er
ekki fyrir hendi er hætt við að atvinnu-
leysi festist í sessi til lengri tíma litið
og erfitt getur reynst að vinda ofan af
því.
Það er ábyrgð hvers og eins að nýta
sér ekki velferðarkerfin að nauðsynja-
lausu, það stuðlar að því að fólk sem
mætir ofjarli sínum í líki fátæktar eða
sjúkdóma fær minni aðstoð en það
þarf. Þannig festist samfélagið í víta-
hring þegar hjálpa á þeim sem minnst-
an hlut bera úr býtum og á því töpum
við öll.
Hvar er allt fólkið?
Eftir Björgvin
Jóhannesson
Björgvin Jóhannesson
Höfundur er fjármálastjóri og fram-
bjóðandi í fjórða sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
»Mörg dæmi um að
fyrirtæki nái ekki
sambandi við fólk á at-
vinnuleysisskrá.
Erfitt starf og ólík-
legt til árangurs.
Kannski er það besta
lýsingin á starfi fyrsta
skógræktarfólksins hér
á Íslandi upp úr alda-
mótunum 1900. Það
þurfti bæði framsýni og
þrautseigju, jafnvel
þrjósku, til að reyna að
stöðva uppblástur og
rækta upp tré, oft á
vindbörðum og næringarsnauðum
grjótmelum. Peningarnir voru af
skornum skammti og lítil þekking á
því hvaða trjáplöntur gætu þrifist við
íslenskar aðstæður. Og um leið þurfti
að vera á verði fyrir sauðfé og geitum
sem sátu um nýgræðinginn. Og til að
kóróna stemninguna var margt sam-
tímafólk þess fullvisst að þetta væri
ekki hægt – tré gætu einfaldlega ekki
þrifist á Suðurlandi svo vel væri.
En sem betur fer var hafist handa.
Um aldamótin 1900 voru skógar á Ís-
landi fáir og illa farnir vegna skóg-
arhöggs og búfjárbeitar. Jafnvel var
talin hætta á að þeir myndu hverfa
með öllu innan fáeinna ára.
Skógræktarfélag Reykjavíkur var
svo stofnað 25. ágúst 1901, af nokkrum
tugum manna sem lögðu til hlutafé svo
kaupa mætti skika við Rauðavatn og
rækta þar upp skóg. Í framtíðinni gæti
orðið þar fagur lystigarður fyrir íbúa
þessa vaxandi höfuðstaðar landsins.
Félagið var stofnað sem hlutafélag
þótt gróðavonin væri engin. Og reynd-
ar var óvíst um árangurinn yfirleitt
lengi vel. Trjáplönturnar þurfti að
flytja inn frá Danmörku fyrstu árin og
drápust þær nær allar enda ólíkt nap-
urra á Íslandi en í Danmörku. Af þess-
um sökum var rekin gróðrarstöð við
Rauðavatn þar sem trjáplöntur voru
ræktaðar upp af fræi í stórum stíl, til
að gróðursetja á staðnum og selja fólki
sem vildi gróðursetja tré.
Starf skógræktarfólks
í dag er miklu auðveldara
og árangurinn auðsjáan-
legur. Árangurinn af
ræktunarstarfinu við
Rauðavatn sést vel í dag,
líkt og árangurinn af
skógræktarstarfi í Heið-
mörk, í Elliðaárdal,
Öskjuhlíð og víðar.
Frumkvöðlar í skógrækt
skilja þó annað eftir sig
sem meira er um vert:
Fullvissuna um að það er vel hægt að
rækta fallega og verðmæta skóga á Ís-
landi.
Mikilvægi skógræktar er síst minna
í dag en þegar Skógræktarfélag
Reykjavíkur var upphaflega stofnað,
fyrir 120 árum. Útivistarsvæði í skóg-
lendi verða sífellt vinsælli og hafa lík-
lega sjaldan verið jafn mikilvæg og á
tímum Covid. Verðmætar afurðir eru
að verða til í íslenskum skógum – af-
urðir sem eru umhverfisvænar og
endurnýjanlegar ef rétt er staðið að
málunum. Og loks er skógrækt ein af
bestu leiðum til að binda kolefni og
hamla gegn loftslagshamförum.
Við njótum í dag þeirrar miklu
framsýni og þrautseigju sem for-
göngufólk í skógrækt sýndi á tíma
þegar Ísland var miklu fátækara, jarð-
vegur verr farinn og tækni og þekking
á skógrækt minni en er í dag. Við ætt-
um að hugsa þakklát til þessara frum-
kvöðla í skógrækt þegar við njótum
ávaxtanna af starfi þeirra.
Eftir Auði
Kjartansdóttur
Auður Elva
Kjartansdóttir
» Við njótum þeirrar
framsýni og þraut-
seigju sem forgöngufólk
í skógrækt sýndi.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Reykjavíkur.
120 ár frá stofnun
Skógræktarfélags
Reykjavíkur