Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
færð til bókar af sr. Sigtryggi
Guðlaugssyni á Núpi. Ásvaldur
Ingi fæddist 20. september 1929,
skírnarvottar Bernharður Jóns-
son og Sigríður Finnsdóttir
bændur Hrauni og Bjarni Ívars-
son bóndi, Álfadal. Vafalítið hefur
þetta verið við messu í Sands-
kirkju. Vindur var á norðaustan,
snjór á jörðu, loftið kafaldsfullt
sýnist manni Sighvatur á Höfða
hafa skráð í dagbók sína, síðustu
áramótafærslu hans skjálfandi
hendi, nær ólæsilegri með öllu.
Það er gefandi að hafa tilefni til
að nefna þessa andans menn og
sveitarstólpa sem nærðu rætur
okkar Ásvaldar beggja í sveitinni
fyrir vestan. Það þurfti verra veð-
ur en þetta til þess að prestar
færu ekki á Sand. Sóknarbörn
Sæbólssóknar voru 66 og ferm-
ingarár Ásvaldar, 1944, 21. maí,
voru þau 56. Þá riðu Sandsmenn
með reisn hjá garði föður míns á
Núpi og áðu stöku stund með
kaffibolla við eldhúsborðið hjá
okkur. Sjálfsagt voru þeir ekki
færri kaffibollarnir sem sr. Eirík-
ur þá á Sandi.
Ásvaldur var í Núpsskóla
1947-48 en ég hafði þá engin
kynni af honum og ekki fyrr en
löngu seinna. Í millitíðinni fór
hann jarðýtum um vegleysur,
holt og móa til þess að greiða för
um slétta vegi og grösum vöxt um
tún og ræktað land. Ásvaldur var
ræktunarmaður, bóndi eins og
hann átti kyn til en einnig
barnanna í skóla. Af þessu óx
hann sjálfur á rót bændamenn-
ingar, hæglátur, vandvirkur, var-
færinn og greiðvikinn.
Eftir afskipti af sveitarstjórn-
armálum og skólahaldi í hreppn-
um varð hann formaður skóla-
nefndar Héraðsskólans á Núpi á
eftir Guðmundi Inga á Kirkjubóli
1983. Þá var raunar svo komið að
héraðsskólar landsins áttu undir
högg að sækja eftir setningu
grunnskólalaga. Héraðsskóla-
haldið varð varnarbarátta, bar-
átta fyrir lífskjörum sinna sveita.
Hún gat aðeins farið á einn veg og
skólahaldið lagðist af 1992. Ás-
valdur tók þá við staðarforráðum
Núpsskóla og eigna hans og í því
hlutskipti kynntist ég honum.
Það varð þó ekki fyrr en farið var
að huga að ritun sögu skólans
sem kynni okkar jukust til muna.
Þau Gerða og Ásvaldur tóku
þessari viðleitni opnum örmum.
Þeim var staðurinn og umsjón
hans ekki einungis starf og
skylda heldur í senn varðveisla
arfleifðar og viðhald lifandi við-
fangsefna byggðarinnar í Dýra-
firði. Ég naut gestrisni þeirra og
húsaskjóls, hlýju og margs konar
fyrirgreiðslu þessi síðustu ár.
Þessum orðum fylgja þakkir
þessa alls. Við brottför þeirra
hjóna og fráfall Ásvaldar tæjast
enn þeir þræðir sem hugsjónir og
hugsjónamenn fyrri aldar ófu
þessari byggð og fjölbreyttu
mannlífi þeirrar veraldar sem
var.
Aðalsteinn Eiríksson.
Mig langar að minnast hans
Ása með nokkrum orðum því
hann kom inn í líf mitt þegar ég
var lítil stúlka að alast upp hjá afa
og ömmu í Engidal í Skutulsfirði,
þar fæddist ég 1955 en Ási og
Gerða kynntust og trúlofuðu sig
1956 og hófu að búa saman fyrstu
tvö árin í Engidal. Þau gifta sig
svo 1961 og hefja þá búskap í Ást-
úni á Ingjaldssandi við Önundar-
fjörð. Í Ástúni bjuggu þau svo í 30
ár eða þar til þau flytja að Núpi í
Dýrafirði og Ási hefur þar störf
sem umsjónarmaður húseigna
sem var starf sem hann var mjög
farsæll í og gegndi til 2019 eða
þar til þau fluttu inn á Hlíf á Ísa-
firði
Æskuminningarnar hafa hlað-
ist upp við skyndilegt fráfall hans
Ása. Fyrstu árin sín, þegar þau
bjuggu með Pétur lítinn hnokka í
Engidal, lékum við okkur saman
alla daga kringum bæinn og Ási
var óþreytandi að hnoðast með
okkur og taka þátt í leiknum. Eft-
ir að Ási og Gerða flytja í Ástún
voru óteljandi ferðirnar sem ég
fékk að fara með Ása frá Engidal
til heimsókna í Ástún á Landró-
vernum og þær ferðir virkuðu oft
endalausar því Ási þurfti að
stoppa svo oft á leiðinni til að tala
við alla sem hann þekkti.
Í Ástúni var oft glatt á hjalla því
nú höfðu bæst við tveir drengir í
viðbót, Guðmundur og Sigurður.
Ekki má gleyma að alltaf var stutt
í harmónikkuna og oft hljómaði
músík um sveitina sem hann Ási
spilaði fyrir okkur öll sem vildum
hlusta á.
Seinna á lífsleiðinni, þegar ég
var orðin móðir, 19 ára, tóku þau
Ási og Gerða dóttur mína Katrínu
í fóstur þegar hún var þriggja ára
og dvaldi hún hjá þeim í átta mán-
uði í góðu yfirlæti og gátu þau vel
hugsað sér að hafa stelpuna hjá
sér lengur.
Eftir árið 2000 tók við nýr kafli í
okkar samskiptum þegar ég og
maðurinn minn Guðmundur fór-
um að venja komur okkar í Ástún
um verslunarmannahelgi á hverju
sumri, dagskráin var alltaf eins,
og hæst bar harmónikkuspil
þeirra Ástúnsfeðga, sem var
ómissandi þáttur í gleðinni á
hverju sumri.
Ég vil að lokum þakka Ása fyrir
alla góðmennskuna og vináttuna
gegnum árin og elsku Gerða
frænka, ég samhryggist þér inni-
lega.
Við fjallahringinn fagra
þar festir huldan ból.
Og lítum við svo lægra
þar laukar vaxa á hól.
En sólin gyllir sæinn
og situr um hann vörð.
Við bjóðum henni í bæinn
og blessum Skutulsfjörð.
(Pétur Jónatansson)
Helga G. Herlufsen og
Guðmundur Sigurðsson.
„Hvað er svo glatt sem góðra
vina fundur.“ Þetta lag með sinn
ágæta texta var oft sungið á Ingj-
aldssandi í upphafi samkomu til að
stilla saman strengi og binda
tryggðabönd. Ekki var það verra
ef spilað var undir á harmonikku
og þannig sé ég fyrir mér Ása í
Ástúni sem við nú kveðjum með
þakklæti og virðingu.
Ási átti góða og langa ævi, en
manni fannst hann eiga nokkuð
eftir, en kannski var það eigin-
gjörn ósk því hann lék stórt hlut-
verk þegar rifjaðar eru upp góðar
minningar af Sandinum. Ég
þakka fyrir liðið og ekki síst er ég
þakklát fyrir að hafa fengið að
fylgja svo heilsteyptum manni í
gegnum marga áfanga á lífsleið-
inni.
Fyrst vil ég minnast hans sem
kennara, en hann kenndi mér
fimm vetur í Vonalandi. Þolin-
mæði og góðmennska einkenndi
kennarann Ása, „so so hvaða
hvaða“ heyrðist í Ása þegar orkan
í okkur krökkunum fór úr böndum
og hann var fljótur að stilla til frið-
ar. Ég hef stundum reynt að muna
klukkan hvað skólinn hófst á
morgnana og hvað lengi hann stóð
yfir daginn en það hefur ekki tek-
ist. Tíminn var frekar afstæður á
Sandi en hann dugði til að fara yfir
það sem þurfti og Ási brýndi fyrir
okkur að nýta hann vel, vanda
okkur og ekki síst að njóta hans.
Ég minnist Ása í því fé-
lagsstarfi sem stundað var á
Sandi, sem var nokkurt í ekki
stærra samfélagi, og þá þurftu all-
ir að vera með til að vel tækist til.
Það var sá lærdómur sem maður
tók með sér út í lífið; að taka
ábyrgð og leggja sitt af mörkum
til samfélagsins, hlutur Ása var
stór í því uppeldi. Ási var alltaf
liðsmaður í Ungmennafélaginu
Vorblómi og tók ábyrgð í stjórn og
að fylgja okkur eftir í félagsstarfi
og íþróttum. Þegar Átthagafélag-
ið Vorblóm var stofnað var Ási
með og við getum þakkað honum
að Vonaland, samkomuhúsið á
Ingjaldssandi, var alltaf í nafni
Vorblóms en hann vann að því,
þegar Mýrahreppur tók þátt í
sameinuðum Ísafjarðarbæ, að
hlutur hreppsins í húsinu gengi til
átthagafélagsins. Auk þess sem
hann hlúði að húsinu og gekk í
það viðhald sem þurfti.
Ekki var það síst persónan Ási
sem gott var að umgangast og
þekkja. Það er hægt að segja
með sanni að hann hafi verið já-
maður, sem stundum er sagt.
Hann byrjaði alltaf samtal á því
orði. „Já! komdu sæl,“ það lýsti
honum ágætlega enda bölsýni og
niðurrif fjarri hans málflutningi.
Ási var heppinn með lífsföru-
naut. Hann og Gerða voru góð
hjón og samhent með öll verkefni
sem þau tóku sér fyrir hendur,
gagnkvæm virðing og ást ein-
kenndi þeirra samband. Það var
gott að koma að Ástúni og alltaf
tekið vel á móti manni með góð-
gæti og góðu viðmóti. Ég votta
Gerðu og fjölskyldunni allri inni-
lega samúð.
Við á Sandi getum haldið
minningu Ása sem best á lofti
með því að finna sólskinsblett í
heiði og setjast þar og gleðja oss
eins og segir í kvæðinu.
Halla Signý Kristjánsdóttir,
Brekku.
Ásvaldur Ingi Guðmundsson
lést aðfaranótt 13. ágúst. Það er
mér bæði ljúft og skylt að minn-
ast hans með nokkrum orðum.
Við Ásvaldur störfuðum náið
saman um rúmlega hálfrar aldar
skeið að félagsmálum á vegum
sveitarfélags og Héraðssam-
bands V-Ísfirðinga við íþrótta-
mót að Núpi og ferðir á Lands-
mót UMFÍ og önnur félagsmál.
Ásvaldur vann mikið á jarðýt-
um, bæði við vegagerð og jarð-
vinnslu. Bæði á ýtu er Bænda-
félagið Eining átti og síðar ýtum
sem þeir Ásvaldur og Guðni
Ágústsson áttu saman og unnu
með þeim við vegagerð um árabil
og má segja að það hafi verið
þeirra aðalvinna þótt Ásvaldur
hefði þá stofnað til búskapar. Ás-
valdur var rómaður fyrir hve lag-
inn ýtumaður hann var og vand-
virkur. Þeir eru margir sem hann
vann með á jarðýtum og ég hygg
þeir séu nokkrir sem geta talið
hann sinn læriföður. Hann var
einstaklega útsjónarsamur og
vannst vel, hvort sem var við
vegagerð eða jarðvinnslu. Þeir
eru fáir vegaspottarnir hér í Ísa-
fjarðarsýslum sem Ásvaldur hef-
ur ekki einhvern tímann komið
nálægt við að byggja upp eða lag-
færa. Samstarf þeirra Ásvaldar
og Guðna var farsælt, þeir komu
sér upp aðstöðu til að gera við
vélar sínar og munu margir hafa
notið þeirrar aðstöðu einnig.
Báðir voru þeir lagtækir og öfl-
uðu sér tækja til þessa starfa. Ás-
valdur hafði áður aflað sér
reynslu í járnsmíði og vélavið-
gerðum, en hann vann um tíma í
Skipasmíðastöð Marselíusar
Bernharðssonar á Ísafirði, en
hann var föðurbróðir Ásvaldar.
Ásvaldur rak einnig búskap í
Ástúni. Í fyrstu í samvinnu við
foreldra sína, þótt langtímum
væri hann í vinnu á jarðýtunni,
en gat unnið heima á álagstím-
um.
Er verið var að leggja veginn
fyrir Dýrafjörð sumarið 1954
hafði svo skipast málum að Guðni
Ágústsson hafði ráðið sig á jarð-
ýtu inni í Ísafjarðardjúpi. Af
ástæðum sem verða ekki tíund-
aðar hér fékk Guðni því svo skip-
að að Ásvaldur fór á ýtuna í Ísa-
fjarðardjúpi, þótt ekki sé rúm
hér til að tíunda öll þau ævintýri
sem hann lenti í þar, m.a. er jarð-
ýturnar lentu á hafsbotni er
flutningapramma hvolfdi og
brasinu við að ná þeim upp. En
þessi skipti þeirra höfðu önnur
afdrifaríkari áhrif á líf hans, því á
dansleik í Djúpinu mætti ung
stúlka, Gerða Helga Pétursdóttir
frá Neðri-Engidal í Skutulsfirði,
og þar hófust kynni þeirra sem
leiddu til hjónabands þeirra. Og
með honum flutti hún út á Ingj-
aldssand þar sem þau stunduðu
sauðfjárbúskap og þar ólu þau
upp þrjá mannvænlega syni.
Síðasti þátturinn í félagsmála-
vafstri okkar Ásvaldar tengist
svo Núpsskóla og endalokum
hans. Er halla fór undan starfi
hans kom það í hlut Ásvaldar að
taka þar við formennsku í skóla-
nefnd og frá árinu 1986 varð hann
einnig staðarhaldari þar og um-
sjónarmaður og þar bjuggu þau
hjónin þar til fyrir fáum árum að
þau fluttu á Hlíf á Ísafirði þar sem
þau höfðu nokkrum árum fyrr
keypt sér íbúð. Þær eru margar
og kærar minningarnar frá þessu
samstarfi okkar, sem vert er að
þakka fyrir.
Ég vil að leiðarlokum votta
konu hans og öðrum aðstendum
mína dýpstu samúð og þakkir fyr-
ir ómetanlega vináttu.
Bergur Torfason.
Kveðja frá Harmonikufélagi
Vestfjarða
Látinn er heiðursmaðurinn Ás-
valdur Ingi Guðmundsson,
vinnuvélagarpur með meiru og
sem flest var til lista lagt, stað-
arhaldari á Núpi í fjölda ára.
Hann lést 13. ágúst sl., en þann
20. september nk. hefði hann náð
91 árs aldri.
Ásvaldur gekk til liðs við
Harmonikufélag Vestfjarða við
stofnun þess 16. nóvember 1986,
ásamt öllum æfingafélögum sín-
um sem kölluðu sig Harmoniku-
karlana og Lóu, sem samanstend-
ur af Harmonikuunnendum í
Dýrafirði. Ásvaldur skrifaði góða
grein í Harmonikublaðið í desem-
ber 2018 um tilurð þess fé-
lagsskapar sem enn lætur að sér
kveða og nú síðast þegar Harm-
onikudagurinn var haldinn hátíð-
legur í Félagsheimilinu á Þingeyri
12. júní sl. Þar var Ásvaldur
fremstur í flokki Harmonikukarl-
anna ásamt Lóu, sem spiluðu
stanslaust í klukkutíma fyrir fullu
húsi. Nú tveimur mánuðum síðar
er Ásvaldur allur, skjótt skipast
veður í lofti. Ásvaldur sagði að
Harmonikukarlarnir teldu sig
vera deild innan Harmoniku-
félags Vestfjarða og þegar Lands-
samband harmonikuunnenda
(S.Í.H.U.) ákvað að halda hátíð-
legan Harmonikudaginn í maí ár
hvert, varð að samkomulagi við
Harmonikufélag Vestfjarða að
Dýrfirðingar sæju um fram-
kvæmd þessarar samkomu, sem
þeir hafa gert frá 2007 í Félags-
heimilinu á Þingeyri, með spila-
mennsku, dansi og veitingum, að
undanskildum forföllum vegna
Covid. Ég hafði kynnst Ásvaldi
þegar hann var staðarhaldari á
Núpi og enn nánari kynni hafði ég
af honum eftir að ég tók við for-
mennsku í félaginu. Ég leitaði iðu-
lega til hans ef mig vantaði leið-
arvísa í starfinu og fékk alltaf
hlýjar og góðar viðtökur hjá þess-
um góða dreng, með alla sína
reynslu af alls konar félagsmál-
um.
Ásvaldur var styrk stoð í starfi
sínu fyrir Harmonikufélag Vest-
fjarða. Hann var kosinn ritari í
stjórn 1996 og sinnti því starfi
fram til ársins 2015, samtals í 18
ár, handbragð hans á fundargerð-
arbókum félagsins eru sem skóla-
bókardæmi um hvernig á að gera
hlutina og hafa allt í röð og reglu.
Ásvaldur var mikil félagsvera
og alltaf til í að spila þar sem fólk
kom saman. Hann var mikill
áhugamaður um öll harmonik-
umót og samkomur. Að lokum vil
ég vitna aftur í grein Ásvalds í
Harmonikublaðinu í desember
2019.
Þar segir Ásvaldur: „Hér lýkur
hugleiðingum mínum um liðna tíð,
með von um að enn muni harm-
onikan hljóma í Dýrafirði og um
allt land.“ Við vonumst til að óskir
hanns rætist.
Vertu sæll kæri vinur, þín verð-
ur sárt saknað, en minning þín lif-
ir.
Við í Harmonikufélagi Vest-
fjarða sendum Gerðu og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Fyrir hönd Harmonikufélags
Vestfjarða,
Hafsteinn Vilhjálmsson
formaður.
Hjartkær faðir okkar og afi,
STYRMIR GUNNARSSON
lézt á heimili sínu, Hvammi
við Marbakkabraut í Kópavogi,
20. ágúst síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Hallgríms-
kirkju föstudaginn 3. september klukkan 13.30.
Tilhögun vegna samkomutakmarkana verður auglýst síðar.
Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hanna Guðrún Styrmisdóttir
Styrmir Hjalti Haraldsson
Ágúst Páll Haraldsson
Thurayn Harri Hönnuson Thant Myint-U
Jóhannes Árni Haraldsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
KRISTÍN GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Orrahólum 7, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn
24. ágúst. Útförin fer fram frá Fella- og
Hólakirkju fimmtudaginn 2. september klukkan 13.
Hilmar Haukur Friðriksson Jón Sigurður Friðriksson
Mekkín Sæmundsdóttir María Rut Beck
Friðrik Ingi Hilmarsson Jóhann Georg Jónsson
Sigfús Björgvin Hilmarsson Gréta Karítas Jónsdóttir
Ylfa Kristín Jónsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir
og afi,
KORNELÍUS JÓHANN SIGMUNDSSON
sendiherra
og fyrrverandi forsetaritari,
lést á heimili sínu á Seltjarnarnesi 19. ágúst.
Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Aðstandendur vilja koma á framfæri hjartans þökkum fyrir
auðsýndan stuðning og hlýhug.
Jóhanna Kornelíusdóttir
Anna Margrét Kornelíusd. Kolbeinn Páll Erlingsson
Sigmundur Kornelíusson Valgerður Kristín Eiríksdóttir
Þórdís Eiríksdóttir Kevin Costello
Loftur Atli Eiríksson Sigrún Hauksdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR PÁLSSON
rafvirki,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði laugardaginn
14. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Bylgjuhrauns Hrafnistu
Hafnarfirði.
Matthildur Jónsdóttir
Ólafur Ragnar Sigurveig Sigurdórsdóttir
Sigríður Jenny Guðjón Steinar Sverrisson
Margrét Jónsdóttir
Birgir Svan Eiríksson
afa- og langafabörn
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri