Morgunblaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
vörður, Ólafur Gústafsson lögmaður,
Sigurvin Gunnarsson matreiðslu-
meistari, Símon Kjærnested endur-
skoðandi og ég.“
Hallberukojan var rosaleg
Fjallaskálum fylgir gjarnan trú
á drauga svo úr verða mergjaðar
sögur, sem lifa sjálfstæðu lífi. Hvort
innistæða er fyrir sögunum skal
ósagt látið, en oftast leysast þær upp
og verða að engu þegar sólin skín.
„Draugurinn Hallbera átti sér stað í
koju einni nálægt innganginum í
skálann og að sofa þar þótti mikið
hraustleikamerki. Hallberukojan var
alveg rosaleg. Okkur þótti ofurvænt
um Lækjarbotnaskálann og gerðum
okkar besta í umgengni við hann.
Skálinn var virkilega notalegur þeg-
ar búið var að kveikja upp í olíu-
ofninum á kvöldin. Sá gat oft verið
erfiður viðfangs en við strákarnir,
þarna 13-15 ára, kunnum á honum
lagið,“ segir Haukur.
„Oft var spilað og teflt á kvöldin
í Lækjarbotnum og svo farið í heim-
sóknir til skátabræðra í nýja
Lækjarbotnaskálanum sem var
reistur eftir 1950. Þá var sömuleiðis
oft farið í kvöldvökur til Farfugla í
skálann Heiðarból, sem var sunnan í
Selfjallinu. Þá var mikið um fjöl-
menna útileiki Reykjavíkurskátanna
að kvöldlagi á þessum slóðum. Inn í
þetta kom svo margvísleg þjálfun í
útivist og rötun, meðal annars landa-
kortagerð með þríhyrningsmæl-
ingu.“
Kaldar kótelettur
En hvernig var viðurgjörningur
og útbúnaður? „Maturinn var ein-
faldlega nesti að heiman: Smurt
brauð og það sem var vinsælast;
kaldar steiktar mömmukótelettur.
Þetta var löngu fyrir daga pylsa og
hamborgara,“ segir Haukur.
„Klæðnaður var lítill á þessum árum.
Jú, góðar peysur, úlpur, en lítið um
regnfatnað. Stígvél, gúmmískór og
strigaskór. Heppilegir gönguskór
voru ekki algengir.“
Að þekkja landið og geta bjarg-
að sér við erfiðar aðstæður, eins og
kennt er í skátastarfinu, var ómetan-
legt, að mati Hauks. Kveðst búa að
því alla tíð. Við Lækjarbotna eru
margar gönguleiðir, svo sem á Vífils-
fell, í Heiðmerkurhrauni og við Sel-
fjall. Þetta vakti áhuga margra á úti-
vist, sem jafnvel gengu til liðs við
Hjálparsveit skáta þegar aldur
leyfði.
„Einu sinni vorum við nokkrir
strákar í Lækjarbotnum sem heim-
sóttum vini okkar í skátaskálum á
Hellisheiði. Einn af eldri skátunum
sem fyrir voru á staðnum varð okkur
samferða. Eftir stund á heiðinni
snerum við til baka, gengum út á
þjóðveg og húkkuðum okkur far til
baka niður í Botna. Vinalegur náungi
stoppaði bíl sinn þegar við veifuðum
og ók okkur að Lögbergi. Sá var
Lúðvík Jósefsson, seinna ráðherra.
Og sá eldri skáti sem varð okkur
samferða í upphafi var Friðrik
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
S
kátar minnast þess á morg-
un, sunnudag, að rétt öld er
frá því Væringjaskálinn
svonefndi í Lækjarbotnum
ofan við Reykjavík var reistur þar.
Þetta var ein allra fyrsta byggingin
utan þéttbýlis á Íslandi sem var dval-
arstaður þeirra sem fóru upp til
heiða og dala í því skyni að njóta
fjallalofts, félagsskapar og skemmti-
legrar útiveru. Í því skyni reisti
skátafélagið Væringjar í Reykjavík
skála, veglegan á þess tíma mæli-
kvarða, við Lækjarbotna þar sem til
varð einstök ævintýraveröld.
Með strætó að Lögbergi og
labbað í Lækjarbotna
Væringjaskálinn stóð í Lækjar-
botnum til ársins 1962, en var þá
fluttur í Árbæjarsafn. Var endur-
reistur þar árið 1991 og er nú í jaðri
þeirrar þyrpingar húsa sem safnið
mynda. Á morgun, sunnudag, verður
afmælis skálans minnst við athöfn
sem hefst kl. 13. Öllum skátum er
boðið að vera viðstaddir, en aðgang-
ur að Árbæjarsafni er ókeypis þenn-
an dag fyrir þau sem bera skátaklút-
inn. Forseti Íslands, verndari
skátahreyfingarinnar, og borg-
arstjórinn i Reykjavík verða við at-
höfnina.
„Ég á margar góðar minningar
tengdar Væringjaskálanum en mín-
ar fyrstu ferðir á þessar slóðir voru
árið 1956. Þá var ég 11 ára,“ segir
Haukur Haraldsson, grafískur hönn-
uður. „Farið var oftast með strætó
að Lögbergi neðan úr bæ og svo tek-
inn liðlega hálfrar stundar gangur í
Lækjarbotna. Þetta var farið í öllum
veðrum og stundum þurfti að hoppa
yfir eða vaða læki, jafnvel upp í mitti.
Þetta settum við strákarnir ekkert
fyrir okkur. Slarkið herti okkur.“
Úr ævintýrum í skátastarfi við
Lækjarbotna minnist Haukur góðra
vina sem voru jafnframt skólafélagar
í Gaggó Aust. „Við mynduðum skáta-
flokkinn Refi, héldum þétt hópinn og
sáum um skálann í nokkur ár. Í þess-
um hópi voru Einar Ólafsson seinna
radíóvirki, Einar Halldórsson toll-
Sophusson, lengi fjármálaráðherra
og forstjóri Landsvirkjunar,“ segir
Haukur og bætir við að lokum:
Vinátta alla ævi
„Við Refir, eins og hópurinn
okkar var nefndur, höfum hlegið að
ráðherrabragnum á þessu uppátæki
okkar. Og svona rennur þetta allt
saman í deiglu minninga og ævin-
týra. Í Lækjarbotnum stigu skát-
arnir gjarnan sín fyrstu skref í mót-
un sjálfsmyndar og til þroska í
útivist. Oftast með góðum félögum
svo úr varð vinátta sem enst hefur
alla ævi.“
Skáli og skáti
Morgunblaðið/Eggert
Þroski Í Lækjarbotnum stigu skátarnir gjarnan sín fyrstu skref í mótun sjálfsmyndar og til þroska í útivist. Oftast
með góðum félögum svo úr varð vinátta sem enst hefur alla ævi, segir Haukur Haraldsson um skátastarfið.
Öld! 100 ár eru liðin frá því að fyrsti útivistar- og
skátaskáli á Íslandi var reistur í Lækjarbotnum ofan
við Reykjavík. Væringjar vörðuðu veginn og sköpuðu
ævintýraveröld sem gleymist ekki. Tímamótanna
verður minnst í Árbæjarsafni á morgun.
Ljósmynd/Skátasafnið-Ingolf Pedersen
Skátar Góður hópur í Lækjarbotnaferð 1961. Ævintýri við hvert fótmál en líka spennandi verkefni og lærdómur.
Ljósmynd/Skátasafnið-Björn Júlíusson Morgunblaðið/Eggert
Bygging Væringjaskálinn í Lækjarbotnum var tekinn ofan 1962, en svo endurreistur í Árbæjarsafni árið 1991 og er
hér til hægri. Endurbyggingin heppnaðist vel og skátar sem þekkja til finna sama anda og áður var í húsinu.
Skálinn var notalegur
þegar búið var að
kveikja upp í olíuofni.
Sá gat verið erfiður við-
fangs en við strákarnir
kunnum á honum lagið
Einbýlishús í Vesturborginni óskast
Viðskiptavinur okkar leitar að 250-350 fm einbýlishúsi í
Vesturborginni. Staðgreiðsla í boði.
STAÐGREIÐSLA Í BOÐI
Grensásvegi 11 108 Reykjavík | Sími 588-9090 | eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson
Löggiltur fasteignasali
sverrir@eignamidlun.is
861 8514