Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 30

Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 ✝ Ásvaldur Ingi Guðmundsson fæddist í Ástúni, Ingjaldssandi, 20. september 1930. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 13. ágúst 2021. Foreldrar Ás- valdar voru Guð- mundur Bern- harðsson, f. 10. nóvember 1899 á Kirkjubóli í Valþjófsdal, d. 18. nóvember 1989, og Kristín Jónsdóttir, f. 21. júní 1901 á Höfðaströnd í Grunnavíkur- hreppi, d. 23. nóvember 1969. Systkini Ásvaldar voru: Finnur Hafsteinn, f. 20. júlí 1926, d. 6. ágúst 1997, Bernharður Mars- ellíus, f. 7. júlí 1936, d. 17. júní 2015, Sigríður Kristín, f. 5. mars 1932, d. 8. ágúst 2016, Þóra Alberta, f. 31. mars 1942, d. 21. desember 2019. Eftirlifandi eiginkona Ásvaldar er Gerða Helga Pét- ursdóttir, f. 7. júní 1938, frá Engidal í Skutulsfirði. Þau gengu í hjónaband 14. október 1961. Synir þeirra eru þrír: 1) Pétur Ingi, f. 5. mars 1957, eig- Ásvaldur og Gerða settu upp hringana 1. júlí 1956 uppi á Sandsheiði í fyrstu ferð hennar á Ingjaldssand og stofnuðu þau heimili í Ástúni 1959 og bjuggu þar með foreldrum Ásvaldar þar til þau tóku við búinu. Ásvaldur hóf rekstur á jarð- ýtum ásamt félaga sínum Guðna Ágústssyni á Sæbóli og ráku þeir það félag saman í mörg ár. Þau Gerða hættu búskap í Ástúni 1989 og fluttu að Núpi í Dýrafirði þar sem hann var húsvörður og staðarhaldari við Héraðsskólann. Þau fluttu á Hlíf 2 á Ísafirði 2019. Lífsviðhorf og áhugamál Ás- valdar sáust vel á því að margir af hans bestu vinum og félögum voru tíu til tuttugu árum yngri en hann. Ásvaldur byrjaði snemma að reyna sig við harmoniku og fór fljótlega að leika fyrir dansi í sveitinni. Hann var mikill áhugamaður um harmoniku- músík og spilaði á nikkuna nán- ast á hverjum degi fram á síð- asta dag. Hann var heiðursfé- lagi í Harmonikufélagi Vest- fjarða. Ásvaldur verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag, 28. ágúst 2021, klukkan 14. Streymt verður frá útförinni og er hægt að nálgast tengil á facebooksíðu Ísafjarðarkirkju. Virkan hlekk má finna á: https://mbl.is/andlat inkona Rebekka Jóhanna Pálsdótt- ir, f. 10. mars 1959. Dætur þeirra: Linda Björk, f. 1981, Gerða Helga, f. 1984. Dóttir Pét- urs: Kristín Guð- munda, f. 1976. 2) Guðmundur Krist- inn, f. 26. október 1962, sambýliskona Unnur Cornette Bjarnadóttir, f. 28. mars 1962. Börn þeirra: Unnar Kristinn, f. andvana 1999, Ásrós Helga, f. 2001. Synir Unnar: Guðmundur Heiðar, f. 1981, Ívar Már, f. 1984, Svanberg Rúnar, f. 1989, Ástvaldur, f. 1991. 3) Sigurður Brynjar, f. 31. október 1963, eiginkona Árný Einarsdóttir, f. 23. janúar 1972. Börn þeirra: Sigrún Jónína, f. 1988, Stefanía Rún, f. 1990, Guðlaug Brynja, f. 1994, Einar Ásvaldur, f. 2001. Alls eru barnabarnabörn Ás- valdar og Gerðu orðin 18. Ásvaldur vann að búskap með föður sínum frá æskuárum og á jarðýtum þess á milli. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann á Núpi og var búfræð- ingur frá Hvanneyri. Elskulegur faðir og tengdafaðir okkar hefur nú kvatt þennan heim eftir stutta sjúkrahúslegu. Þótt maður telji sig viðbúinn því að fólk komið á þennan aldur geti kvatt snögglega er það ekki svo þegar á reynir. Það er líka erfitt að horfa upp á móður og tengdamóður syrgja mann sinn eftir 65 ára sam- búð en þau hjónin hafa verið mjög samrýnd og samtaka alla tíð. Þau hafa nánast unnið á sama vinnu- staðnum allt sitt líf, fyrst á sínum búskaparárum í Ástúni og þar á eftir sem umsjónarfólk með Hér- aðsskólanum á Núpi. Eins hefur móðir mín fylgt honum eftir í öllu félagsstarfi og ferðalögum því tengdum. Hann var góður faðir, uppal- andi og leiðbeinandi og kenndi manni grunninn að allri verkunn- áttu sem maður býr að í dag hvort sem það var trésmíði, járnsmíði, múrverk, málun og vélaviðgerðir o.fl. og o.fl. Hann tók að sér barna- skólakennslu á Ingjaldssandi, kenndi öll helstu fögin og íþróttir. Þarna var ég ásamt fleiri börnum í sveitinni á svipuðum aldri í fimm vetur og ég held að það hafi tekist ágætlega til og þessir nemendur hans hafa ætíð haldið tryggð og vinskap við gamla kennarann sinn alla tíð. Góður tengdafaðir var hann frá fyrstu kynnum við sína tengda- dóttur og tók sonum hennar sem komu inn í líf hans með henni eins og sínum eigin afabörnum og þeir löðuðust að afa sínum og nutu þess að búa í næsta húsi og taka þátt í leik og störfum með honum þar sem hann kenndi þeim svo margt. Eftir að þeir uxu úr grasi og eign- uðust fjölskyldu tóku afinn og amman virkan þátt í lífsviðburð- um þeirra. Eftir að dóttir okkar fæddist var hún með annan fótinn hjá afa sínum og ömmu og hefur alist upp með þeim og þau fylgt henni eftir í námi og starfi nánast daglega. Margar eru samveru- stundirnar búnar að vera á heim- ilum okkar, á ferðalögum og á ýmsum viðburðum í lífinu. Við nutum þess að hlusta á harmon- ikkuleik hans því alltaf var nikkan við höndina. Hann var ávallt tilbú- inn að hjálpa til við fjárbúskapinn sem við hjónakornin vorum með um árabil, við heyskap, smölun o.fl. Smaladagurinn var ætíð til- hlökkunarefni en að kvöldi var iðulega slegið upp stofuballi hjá okkur þar sem það var spilað á nikkuna og sungið fram á nótt. Við munum ylja okkur við þessar góðu minningar og margar aðrar sem við eigum um þig og eru okkur svo dýrmætar. Þín verður sárt saknað og minningin um einstakan föður, tengdaföður, afa og langafa mun lifa áfram. Hvíl þú í friði, elsku faðir og tengdafaðir. Guðmundur og Unnur. Elsku faðir, tengdafaðir, faðir góður, nokkur orð til þín. Veikindi þín voru þér yfirsterk- ari á svo skömmum tíma eftir að þú varst lagður inn, við vorum ekki að trúa þessu hvað sjúkra- legan var stutt hjá þér, þetta var og er allt svo óraunverulegt. Þú varst svo hress og áhuga- samur um hvað við værum að gera í vinnunni og hvernig vegafram- kvæmdum liði þegar ég hitti þig síðast og áttum spjall saman. Þú varst líka svo áhugasamur um margt þegar þú komst í vinnuna til mín og gaman var að geta frætt þig um ýmsa hluti í þakklæti fyrir allt það sem þú hefur kennt mér um ævina, kæri faðir. Það var svo sárt að hafa ekki haft tök á að komast til þín á sjúkrahúsið, þar sem við hjóna- kornin vorum nýfarin utan í heim- sókn til barna okkar og barna- barna, heimsækja þig, vera til staðar og veita þér styrk og hlýju, en ég veit að það gerðu móðir mín, bræður mínir og þeirra fjölskyld- ur og er ég þeim afar þakklátur. Ég var svo þakklátur móður minni, þegar ég heyrði í henni í síma og var að spyrja um líðan þína þegar hún hvatti mig til að hringja í þig, við áttum mjög gott samtal þótt það væri ekki langt og gáfum góðar kveðjur til hvor ann- ars þegar við kvöddumst. Það voru síðustu orð okkar á milli sem verða mér í minni elsku faðir. Hafðu þökk. Þín gullnu spor yfir ævina alla hafa markað langa leið. Skilið eftir ótal brosin, bjartar minningar sem lýsa munu um ókomna tíð. (Hulda Ólafsdóttir) Sigurður og Árný. Í dag kveð ég kæran tengda- föður og vin, Ásvald Inga Guð- mundsson frá Ástúni á Ingjalds- sandi. Ég kynntist Ása fyrir 45 árum og voru viðkynni okkar ávallt alúðleg og góð. Ási og Gerða tóku þátt í skemmtunum með okkur hjónum eins og jafnaldrar, enda einstak- lega ung í anda og alltaf til í að ferðast og skemmta sér. Við eig- um margar góðar minningar um hinar ýmsu samverustundir, sum- arbústaðaferðir, ferðir til Kanarí, Reykjavíkurferðir, matarboð og dansiböll þar sem hljóðfæri og söngur voru aldrei langt undan. Á Kanarí var tvennt sem Ási mátti ekki missa af; framsóknarfundirn- ir og samspil og söngur á Roque Nublo, en þar naut hann sín með nikkuna. Í seinni tíð voru þau Gerða æ oftar hjá okkur hjónum við hin ýmsu tilefni og oft um jól og ára- mót og eru það minningar sem ég mun varðveita um ókomin ár. Ási og Gerða hafa alltaf verið mjög ná- in og samhent hjón og er missir Gerðu mikill. Takk fyrir allar góðar stundir elsku Ási, Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Rebekka. Elsku afi, ég sakna þín. Mig langar að skrifa til þín nokkur orð. Það er erfitt að átta sig á því að þú skulir vera farinn frá mér. Mér finnst stundum eins og þú sért ennþá á sjúkrahúsinu og komir bráðum heim, komir heim og borðir bláberin sem ég tíndi fyrir ykkur ömmu sem ykkur voru ætl- uð þegar þú kæmir heim af sjúkrahúsinu. Ég minnist sam- verustundanna okkar með hlýju og þakklæti. Samverustundirnar voru jú margar því þið amma bjugguð náttúrlega líka á Núpi og tókuð stóran þátt í mínu uppeldi. Eins og amma sagði: ég var dótt- irin sem þið amma eignuðust aldr- ei. Á meðan pabbi og amma tóku á móti mér á fæðingardeildinni beiðst þú frammi, eins og faðir. Þeir voru margir morgnarnir sem ég skottaðist yfir á náttfötunum og skreið upp í á milli ykkar ömmu. Ég átti það líka til að hlaupa yfir til ykkar ef ég var eitt- hvað ósátt út í mömmu eða pabba og það brást aldrei að ef það voru fiskbollur heima hringdi ég yfir og athugaði hvort þið væruð ekki með eitthvað betra í matinn. Ég er þakklát fyrir fleiri fleiri klukku- stundirnar sem við eyddum sam- an uppi í smíðastofunni á Núpi þar sem ég gat brallað ýmislegt með- an þú sinntir þínum verkefnum þar. Ég var einmitt að fara yfir dótið mitt um daginn þegar ég fann bleikan bekk sem þú aðstoð- aðir mig við að smíða fyrir dúkk- una mína sem ég ætla að gefa barninu mínu einn daginn. Já, það var margt brallað á Núpi. Þá ber að nefna alla bíltúrana sem ég fór í með ykkur ömmu þar sem við heimsóttum lóminn á tjörninni og ég fékk að standa í miðjunni í aft- ursætinu á meðan ég var ekki orð- in of stór. Svo söng ég hástöfum með „kanarídiskinum“ eins og ég kallaði hann. En það mátti aldrei spila lag númer þrjú, það var svo hundleiðinlegt. Ég er líka þakklát fyrir allt harmónikkuspilið en það jafnaðist ekkert á við að heyra þig spila ljúfa harmónikkutóna og söng ég oft með. Seinast þegar ég söng með þér var á 90 ára afmæl- inu þínu. Við tókum nokkur lög fyrir veislugesti og þegar við vor- um að spila seinasta lagið var eitt- hvað innra með mér sem sagði mér það að þetta gæti væri síðasta skiptið sem ég syngi lag með þér og táraðist við tilhugsunina. Mér finnst smá eins og ég sé líka að skrifa til ömmu en það er vegna þess að þið voruð svo samrýnd. Þið voruð nánast alltaf saman og alltaf góð hvort við annað. Ég veit að þú gerðir þitt besta í að styðja ömmu ef eitthvað bjátaði á, t.d. í veikindum hennar í vetur. Nú verðum við fjölskyldan að taka við og ég lofa að passa upp á hana ömmu fyrir þig og veita henni styrk. Ég mun sakna þín hvern ein- asta dag um ókomna tíð. Minning- in um þig mun lifa í hjarta mínu og er mér svo dýrmæt. Ég er óend- anlega þakklát fyrir hafa átt þig að og allt sem þú hefur gert fyrir mig og kennt mér. Góða ferð í sumarlandið elsku afi minn. Þín Ásrós. Til afa. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kveðjur, Sigrún Jónína, Stefanía Rún, Guðlaug Brynja, Einar Ás- valdur og fjölskyldur þeirra. Elsku besti afi minn, nú er komið að kveðjustund. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, og takk fyrir allar samverustund- irnar sem við áttum. Ég mun passa ömmu fyrir þig. Elsku afi, Guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú, minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth Þ.) Þín afastelpa, Gerða Helga. Hann var skírður á Ingjalds- sandi nýársdag 1931 og skírnin Ásvaldur Ingi Guðmundsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Elskuleg eiginkona, móðir, amma, systir og mágkona, SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Steinaseli 7, lést sunnudaginn 15. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Gylfi Þorkelsson Ásta Heiðrún Gylfadóttir Emma Sigríður Sverrisdóttir Gylfi Sverrisson Valgerður Halldórsdóttir Helgi H. Steingrímsson Óli Friðgeir Halldórsson María Björk Daðadóttir Hjartkær eiginmaður minn og okkar ástkæri, INGÓLFUR PÁLL STEINSSON fv. auglýsingastjóri lést á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 25. ágúst. Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 2. september klukkan 13 frá Hafnarfjarðarkirkju. Erna Fríða Berg Þórunn Ingólfsdóttir Kristín Ingólfsdóttir Einar Sigurðsson Pálmi Ingólfsson Sigurrós Sverrisdóttir Sigurjón Ingólfsson Lillý Sverrisdóttir Björn Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Súluholti lést á Skjóli hinn 15. ágúst síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhannes Christensen Guðm. Helgi Christensen Jórunn Harðardóttir Hera og Hörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIGERÐUR K. GÍSLADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold mánudaginn 23. ágúst. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 1. september klukkan 15 síðdegis. Hulda Hallgrímsdóttir Ingi Þór Hermannsson Kristinn Hallgrímsson Helga Birna Björnsdóttir Sigurður Hallgrímsson Guðbjörg Magnúsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINAR ÞORSTEINSSON tannlæknir, lést laugardaginn 14. ágúst á hjartadeild Landspítalans. Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. ágúst klukkan 11. Þór Steinarsson Guðrún Baldvina Sævarsdóttir Guðrún Silja Steinarsdóttir Þórdís Steinarsdóttir Sindri Steinarsson Viktoria Anhold og barnabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA GUÐNÝ SIGURBERGSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 26. ágúst. Útför fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 7. september klukkan 13. Tómas Símonarson Valur Tómasson Sigríður Björg Tómasdóttir Atli Jósefsson Berglind María Tómasdóttir Sæmundur Ari Halldórsson barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.