Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
Málaðu með
útimálningu frá Slippfélaginu:
HJÖRVI á bárujárnið
VITRETEX á steininn
Hágæða efni sem þola íslenskt veðurfar.
Leyfðu reynslumiklum sérfræðingum okkar aðstoða þig.
Hafðu samband og þeir gera þér tilboð.
Ferjukot er sögufrægur
verslunarstaður við Hvítá í Borgarfirði.
Gamli bærinn er nýuppgerður
og málaður með málningu
frá Slippfélaginu.
Anna gekk hinn æðsta menntaveg
þegar það þekktist varla og var stofn-
andi félags háskólakvenna á Íslandi.
„Skilningur á metnaði fyrir hönd Ís-
lendinga sem þjóðar á meðal þjóða
varð lifandi fyrir mér gegnum hana
og ég geymi í hjarta mér kompás frá
henni sem ég læt ráða för þegar úr
vöndu er að ráða. Sumum fannst ég
fara gegn flokknum mínum í átökum
hrunsins, en það var þessi kompás
sem því réð. Það er góð tilfinning að
starfa nú við skóla í Borgarfirði eins
og amma mín og afi gerðu í ríflega
fjörutíu ár í Reykholti.“
Fjölskylda
Bróðir Kristrúnar var Einar
Heimisson, f. 2.12. 1966, d. 17.8.
1998. „Bróðir minn Einar lést aðeins
31 árs að aldri 1998. Hann var fimm
árum eldri en ég og ég sakna hans
mjög mikið. Hann var doktor í sagn-
fræði frá háskólanum í Freiburg í
Þýskalandi, er ennþá yngsti rithöf-
undur sem hefur verið tilnefndur til
íslensku bókmenntaverðlaunanna
og var mikilvirkur kvikmynda-
höfundur og þýðandi á sinni stuttu
ævi.“
Foreldrar Kristrúnar eru hjónin
Heimir Þorleifsson, sagnfræðingur
og fræðibókahöfundur, f. 22.11.
1936, d. 17.7. 2013, og Steinunn
Anna Einarsdóttir, deildarstjóri
tungumála, f. 15.6. 1939. Þau voru
bæði kennarar við Menntaskólann í
Reykjavík.
Kristrún
Heimisdóttir
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á
Óspaksstöðum í Hrútafirði
Guðni Einarsson
bóndi á Óspaksstöðum í
Hrútafirði
Sr. Einar Guðnason
prófastur í Reykholti
Anna Bjarnadóttir
háskólakona, prestsfrú og
kennari í Reykholti
Steinunn Anna
Einarsdóttir
deildarstjóri tungumála
og kennari við
Steinunn Anna Metta
Sveinsdóttir
frá Búðum á Snæf.,
barnabarn Önnu sem
reisti kirkjuna á Búðum
án tilstyrktar hinna
andlegu feðra eins og
ritað var á kirkjudyrnar
Dr. Bjarni Sæmundsson
frá Grindavík, brautryðjandi í
fiskifræði á Íslandi og alþjóðlega
þekktur vísindamaður í Rvk.
Salbjörg Helga Jónsdóttir
húsfreyja á Miklahóli í Skagafirði
Arnór Þorgrímur Helgason
bóndi á Miklahóli í Skagafirði
Þorleifur Benedikt
Þorgrímsson
verslunarmaður í Reykjavík
Kristensa Jakobína Guðmundsdóttir
vinnukona og einstæð móðir í Reykjavík
Guðrún Kristín Jóhannesdóttir
húsfreyja á Krossnesi á
Snæfellsnesi
Guðmundur Skúlason
bóndi í Krossnesi á Snæfellsnesi
Úr frændgarði Kristrúnar Heimisdóttur
Heimir Þorleifsson
sagnfræðingur og
fræðibókahöfundur og kennari
við Menntaskólann í Reykjavík
„STJÓRNBORÐI?! BAKBORÐI?! GETURÐU
TALAÐ ÍSLENSKU, MANNANDSKOTI!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... kúrutími!
LÍFIÐ ER
FLÓKIÐ
NEMA ÞÚ
BREYTIR RÉTT
HÆ, OLGA!
FALLEGT
KVÖLD!
VILTU
KOMA Í
GÖNGU-
TÚR?
FYRIRGEFÐU, EN ÉG
EROF ÞREYTT! EN
ÉG ER VISS UM AÐ
MÍA MYNDI VILJA
FARA!
ÁTTU SYSTUR? EKKI GLEYMA
KÚKAPOKUNUM!
„NÆST ÞEGAR ÞÚ BERST VIÐ DREKA
SKALTU VERA Í OFNHÖNSKUM.“
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Í skógi hún teygir fram skanka.
Í skóla má af henni læra.
Gjarnan hún geymd er í banka.
Guðsorðið hreina og tæra.
Helgi R. Einarsson leysir gátuna
svona:
Heiti á björkinni’ er bók.
Af bókum má ýmislegt læra.
Í banka’ út af bókinni tók.
Bókin er guðsorðið tæra.
Sigmar Ingason svarar:
Beykið er býsna gott tré.
Í bókunum má fræðalendur kanna.
Á bankabók best geymdist fé.
Biblían var BÓKIN eina og sanna.
Eysteinn Pétursson spurði: „Ætli
sé ekki eitthvað til í þessu“:
Beyki í skógi bók er fín.
Af bók ég lærði fræðin mín.
Flestir eiga bankabók.
Biblían einatt hugfró jók.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Í skógi bók teygir fram skanka.
Í skóla af bók megum læra.
Ég legg inn á bók í banka.
„Bókin“ er guðsorðið tæra.
Þá er limra:
Simmi er farinn á flakkið
á Fésbók og kynnir snakkið.
Hann segir við þig:
„hér sérðu mig“,
og hakkar í sig hakkið.
Síðan er ný gáta eftir Guð-
mund:
Daginn líður óðum á,
ekki lengur drolla má,
hefjast verð ég handa nú,
hér er gátan mín, veskú:
Gráhærður er þessi gumi.
Gnæfir við loftið hann Tumi.
Æðstur er sá meðal Ása.
Oft mun um hafdjúpin rása.
Mála-Davíð Jónsson kvað:
Margt má heyra, margt má sjá,
manndygðin þó sofi.
Út af froðu flugust á
feðgarnir á Hofi.
Gömul vísa í lokin:
Bágt er að sjá hve bliknað fá
blómakollar fríðir.
Svona fyrir feigðar ljá
föllum við um síðir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Þetta er allt eftir bókinni
Atvinna