Morgunblaðið - 28.08.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.08.2021, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 Vallarbraut 6, 260 Reykjanesbæ OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL.17:15-18:00 Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 3ja herbergja íbúð á annari hæð í húsi fyrir fyrir 55 ára og eldri í Njarðvík Reykjanesbæ, í göngufæri við þjónustumiðstöð Nesvalla. Töluvert endurnýjuð eign á eftirsóttum stað Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 37.500.000 Birt stærð eignar er 81,8m2 M eð því að Reykja- víkurskákmótið/- Evópumót einstaklinga sé komið í hinn gamla Kristalsal Hótels Loftleiða, sem nú heitir Hotel Natura, með aðliggj- andi ráðstefnusal, fannst mér eitt augnablik við upphaf fyrstu umferð- ar, að skákin væri komin heim. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra vék að þessum sterku tengslum hótels og skáklistar í setn- ingarávarpi sínu. Í afkima einum milli Kristalsalar og ráðstefnu hefur fyrir tilstilli Einars S. Einarssonar verið komið fyrir ýmsum munum sem tengjast Reykjavíkur- skákmótunum sem þarna fóru fram árin 1978-1990, einvígi Spasskís og Horts veturinn 1977 og því að í her- bergi nr. 470 bjó Bobby Fischer meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð árið 1972 og einnig eftir að hann sneri aftur 33 árum síðar. Sameinað Reykjavíkurskákmót og Evrópumót einstaklinga er við þær aðstæður sem nú ríkja ekki ein- föld framkvæmd en óvíst var fram eftir ágústmánuði hvort af þessu margfrestaða móti gæti orðið. En því var hrundið í framkvæmd og er það vel. Vissulega ber mótshaldið merki þeirrar óvissu sem Covid- faraldurinn hefur haft í för með sér; mótið er hólfað niður, keppendur og starfsmenn bera grímu og ekki er gert ráð fyrir áhorfendum. En til að sjá um skákskýringar hefur móts- haldarinn fengið til leiks hinn bráð- hressa Ivan Sokolov og er hægt að fylgjast með útsendingum hans frá ráðstefnusalnum á chess24.com og https://www.reykjavikopen.com/ live-broadcast-with-ivan-sokolov- and-guests/. Íslensku stórmeistararnir unnu allir mun stigalægri andstæðinga í fyrstu umferð. Ég á von á góðum árangri úr þeirri átt. En það var Hilmir Freyr Heimisson, nýorðinn 20 ára, sem stal senunni með ein- hverri glæsilegustu skák sem tefld hefur verið í gamla Kristalsalnum. Hver þrumuleikurinn rak annan og jafnvel þegar farið var að saxast á tíma Hilmis gegn ungverska stór- meistarnum, og einum stigahæsta keppanda mótsins, gaf hann engin grið og mátaði kappann: Opna Reykjavíkurskákmótið/ EM einstaklinga 2021, 1. umferð: Tamasz Banusz (Ungverjaland) – Hilmir Freyr Heimisson Vængtafl 1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. g3 c5 4. Bg2 cxd4 5. 0-0 h6 6. b3 e6 7. Bb2 Be7 8. Rxd4 0-0 9. c4 e5 10. Rf3 e4 11. Re5 dxc4 12. Rxc4 Ra6 13. Rc3 Rc5 Ungverjinn hefur hlýtur að hafa verið ánægður með þróun skák- arinnar fram að þessu. Hvítur stendur betur að vígi en á þessu augnabliki tryggja rólegir leikir á borð við 14. Hc1 eða 14. Dc2 ákveðið frumkvæði. 14. b4 Be6! Vel svarað en hvítur er samt með aðeins betra tafl leiki hann 15. bxc5 Bxc4 16. Dc2. 15. Ra5 Db6! Riddarinn vill ekki víkja og svart- ur hefur jafnað taflið. 16. a3 Hfd8 17. Dc2 17. … e3! Snarplega leikið. Hvítur hefur ratað í vandræði því að 18. fxe3 má svara með 18. … Rg4 o.s.frv. 18. f4 Hd2 19. Db1 Rd3 Þó að vélarnar séu ekki hrifnastar af þessum leik er hann samt góður og eina leið hvíts til að halda í horf- inu er að leika 20. f5 þótt staða svarts sé mun betri betri eftir 20. … Hxb2 21. Dxd3 Hd8. 20. Ra4 Db5 21. Bd4 21. … Rc1! 22. Bxf6 Hvað annað? 22. Dxc1 er svarað með 22. … Dxe2 o.s.frv. 22. … Rxe2+ 23. Kh1 Rxg3+! 24. hxg3 Dh5+ 25. Kg1 Og þá kemur lokahnykkurinn: 25. … Hxg2+! – og Banusz gafst upp. Eftir 26. Kxg2 Bd5+ er hann óverjandi mát. Hilmir Freyr stal senunni með glæsilegum sigri Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Heimasíða REK/E Tilþrif Hilmir Freyr vann ungverska stór- meistarann með glæsilegri taflmennsku. Sigríður Böðvarsdóttir ljós- móðir fæddist 29. ágúst 1912 á Laugarvatni og var ein af þrettán börnum hjónanna Ing- unnar Eyjólfsdóttur og Böðv- ars Magnússonar hreppstjóra. Foreldrar hennar höfðu búið í Útey en fluttust til Laugar- vatns þegar Sigríður fæddist, og börnin ólust upp við góða siði og tóku þátt í daglegum störfum og hófu daginn á morgunbæn. Sigríður giftist Valtý Guð- mundssyni árið 1934 og þau hófu búskap í Miðdal í Laug- ardal og áttu fimm börn. Sig- ríður ákvað að fara í ljósmóð- urnám til Reykjavíkur þegar ljóst var að það myndi vanta ljósmóður í héraðið. Með hjálp fjölskyldunnar tókst þetta og var mikið gæfuspor því Sigríð- ur átti eftir að vinna í 30 ár sem ljósmóðir við góðan orðstír. Hún var einnig mikill tals- maður mennta og hvatti ætt- ingja sína áfram. Einnig var hún músíkölsk með afbrigðum, fylgdist vel með landsmálunum og ræktaði garðinn sinn og þau Valtýr fóru oft í reiðtúra í sveitinni. Sigríður og Valtýr fluttu til Reykjavíkur árið 1962 en áttu sumarhúsið Hléskóga á Laugarvatni. Sigríður lést 19. apríl 1990 eftir erfið veikindi. Merkir Íslendingar Sigríður Böðvarsdóttir Nú um helgina er haldinn stefnumót- unarfundur formanna og flokksráðs Sjálf- stæðisflokksins. Þar á að móta línur og áherslur flokksins fyrir komandi kosn- ingar. Enn á ný sýnir flokkurinn að hann er breiðfylking og kynd- ilberi alvörulýðræðis á Íslandi. Fjölmenn prófkjör flokksins báru ríkulegan ávöxt með framboðslistum þar sem hlut- ur kvenna er sérstaklega glæsi- legur. Verkin tala Sjálfstæðisflokkurinn sýnir í verki að hann er lýðræðisflokkur, hvort sem er þegar kemur að mál- efnastarfi eða vali á framboðslista. Þá talar flokkurinn líka skýrt í lykilmálum og enginn þarf að velkjast í vafa um hver stefnan er í raun. Inni á vefsíðu flokksins má kynna sér hana í þaula og þar eru líka einfaldar leiðir til þátttöku. En það skiptir mjög miklu fyrir lýðræðið að þröskuldar til að taka þátt í pólitísku starfi séu eins lágir og hugsast getur. Stærsta lýðræðis- hreyfing landsins Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins og lík- lega eru fleiri félagar í honum ein- um en í öllum öðrum flokkum sam- anlagt. Í Sjálfstæðisflokknum vinnur stétt með stétt að því að byggja upp betra samfélag á frelsi og mannúð. Framboðslistarnir í kjördæmunum sex eru svo skip- aðir fólki sem flest hefur víðsýni, skynsemi, ráðdeild, sjálfbærni og mannúð að leiðarstefi í sínum mál- flutningi. Hagfelld útkoma í skoð- anakönnunum bendir til þess að uppskeran í komandi kosningum verði í samræmi við vandaðan und- irbúning og gott mannval. Næstu kosningar skipta sköpum Næstu kosningar verða að sjálfsögðu lit- aðar af Covid- faraldrinum sem snúið hefur öllu á haus síð- ustu misseri. Kastljósið hefur beinst að heil- brigðismálum og það er vel. Þar verðum við að standa okkur á með- an við gætum ráðdeild- ar og forðumst kreddur. Verkefnið snýst um að hjálpa þeim sem hjálp- ar eru þurfi á sem hagkvæmastan hátt. Að auki þurfum við að halda áfram á þeirri vegferð að vinna bug á kreppu og atvinnuleysi með raun- verulegri verðmætasköpun í frjálsu og arðbæru atvinnulífi með sjálf- ærni og nýsköpun að leiðarljósi. Umhverfis- og loftslagsmál á oddinn En stóra málið í allri stjórnmála- umræðu á Vesturlöndum, sér- staklega meðal ungs fólk, eru um- hverfis- og loftslagsmál. Næstu kosningar snúast að stórum hluta um hvort Ísland ætlar að sýna metnað í umhverfismálum og verða leiðandi í sjálfbærni á grundvelli skynsamlegrar auðlindanýtingar. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn miklum skyldum að gegna sem for- ystuflokkur í íslenskum stjórn- málum. Þátttökulýðræði Eftir Svavar Halldórsson Svavar Halldórsson » Sjálfstæðisflokk- urinn er stærsta lýð- ræðishreyfing landsins og forystuflokkur í ís- lenskum stjórnmálum sem á að vera leiðandi í loftslagsmálum. Höfundur er sérfræðingur í mat- armenningu, stefnumótun og mark- aðsmálum. svavar@rabb.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.