Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 4

Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 Aðventutöfrar í Tíról sp ör eh f. Það er einstakt að vera í faðmi fjallanna á aðventunni og Tíról í Austurríki er sannkallaður ævintýraheimur. Dvalið verður í yndislega bænum Seefeld og þaðan verður farið í dagsferðir, m.a. til miðaldaborgarinnar Brixen, heillandi alpaborgarinnar Innsbruck og til Kufstein þar sem við upplifum einstakan jólamarkað og förum í miðaldakastala sem gnæfir yfir borgina. Hér er á ferðinni einstök ferð um yndislegt svæði sem skartar sínu fegursta á aðventunni. 26. nóvember - 1. desember Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 184.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Lögregla var kölluð að götunni Dal- seli í eystri hluta Egilsstaða laust eftir klukkan 22 í fyrrakvöld. Þar hafði maður á fimmtugsaldri hafið skothríð á hús og annað sjáanlegt í götunni. Heimildir Morgunblaðsins herma að árásinni hafi verið beint að íbúa í Dalseli sem hafi ekki verið heima þetta kvöldið. Hins vegar hafi börn- in hans verið heima þegar árásar- manninn bar að garði en þeim hafi tekist að flýja af vettvangi. Földu sig á bak við eldhúseyju Sá vopnaði skaut tugum skota í allar áttir um hálftíma skeið. Íbúi í götunni segist hafa verið búinn að hátta börnin sín þegar skothríðin hófst skyndilega. Þá hafi öll fjöl- skyldan safnast saman í miðju hús- inu og falið sig á bak við eldhúseyju. Lögreglan á Austurlandi mætti á vettvang stuttu síðar og þá voru all- ir tiltækir bílar kallaðir út. Í kjölfar- ið voru sérsveitarmenn á vegum rík- islögreglustjóra kallaðir til frá Reykjavík og Akureyri, þeir náðu þó ekki á vettvang í tæka tíð. Lögregl- an greip til vopna og bað mannin ítrekað um að leggja frá sér skot- vopnið en hann varð ekki við þeirri ósk. Hann hélt skothríðinni áfram og skaut í átt að lögreglumönnunum og bílum þeirra. Lögregla bað nágranna um að halda sig innandyra og skipaði manninum áfram að láta vopnið af hendi en hann hélt áfram að skjóta. Lögreglumaður skaut manninn síðan í búkinn, en hann var skjót- lega fluttur af vettvangi í sjúkrabíl sem fór með hann í sjúkraflug til Reykjavíkur. Hann gekkst undir að- gerð þar og hefur síðan dvalið á gjörgæslu. Að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssak- sóknara var ástand hans stöðugt í gær. Blaðamannafundur ekki á dagskrá Yfirvöld verjast allra fregna af málinu og vilja ekki tjá sig um það að nokkru leyti. Engin áform eru uppi um að halda blaðamannafund um málið líkt og var gert árið 2013 þegar maður í Hraunbæ var skotinn til bana. Sigríður Björk Guðjóns- dóttir ríkislögreglustjóri veitti engin svör í gær og vísaði til lögreglunnar á Austurlandi og héraðssaksóknara: „Í rauninni eru öll lögregluembætti sjálfstæð embætti. Ég hef ekki einu sinni flett þessu máli upp sjálfstætt, ég ætla ekki inn í þetta mál á meðan það er svona viðkvæmt. Þetta fellur ekki undir okkur.“ Ástand mannsins stöðugt Kolbrún Benediktsdóttir gat ekki tjáð sig um málið eða rannsókn þess að öðru leyti en að ástand mannsins væri stöðugt og hann dveldi á gjör- gæslu. Hvorki lögreglan á Austurlandi né lögreglan á Egilsstöðum vildu tjá sig um málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur lögreglan áður haft afskipti af manninum, meðal ann- ars fyrir vopnaburð. Á milli klukkan 16 og 18 í gær var áfallamiðstöð opin í Egilsstaða- skóla þar sem Rauði krossinn veitti sálrænan stuðning og skyndihjálp. Mætingin í miðstöðina var ekki ýkjagóð að sögn séra Þorgeirs Ara- sonar, sóknarprests í Egilsstaða- kirkju: „Við renndum blint í sjóinn að átta okkur á því hver þörfin væri í samfélaginu varðandi utanumhald og sálgæslu. Vonandi bendir það til þess að mörgum dugi að ná áttum í samfélagi fjölskyldu og vina.“ Hélt að börn væru að leik á hjólabrettum Þröstur Jónsson, bæjarfulltrúi í Múlaþingi og íbúi hússins þvert á móti því sem maðurinn gerði árás á, hafði verið í bílskúrnum sínum að vinna þegar hann heyrði smelli fyr- ir utan. Þröstur hélt þá að þar væru börn að leik á hjólabrettum. Hann hafði ætlað að kíkja út og kanna hvað væri á seyði en síðan skjótlega snúið við og farið inn aft- ur: „Ég sá ekki alveg hvað hann var að gera í myrkrinu en eitthvað sagði mér að fara inn strax aftur. Ég átta mig nú á því að hann var að hlaða haglabyssuna þegar ég er úti. Því- líkt lán. Þori ekki að hugsa hvað hefði gerst hefði hann verið með hana hlaðna þegar ég kom út á stétt.“ Segir viðbrögð lögreglu til fyrirmyndar Lögregla brást að mati Þrastar hárrétt við. „Ég er gapandi hissa yf- ir hvað lögreglan hér fyrir austan er vel búin og vel þjálfuð. Ég fylgdist með þessu út um eldhúsgluggann og það var fagleg vinna þarna,“ seg- ir Þröstur sem á þykir enn þá ótrú- legt að þetta hafi gerst í hverfinu hans: Það er svo út úr kortinu, að svona geti gerst, á svona stað þar sem friðsæld ríkir alltaf,“ segir Þröstur sem líkti ástandinu við villta vestrið. Í stöðugu ástandi á gjörgæslu - Lögreglan á Austurlandi skaut mann og særði eftir skothríð í íbúðahverfi - Skaut tugum skota í allar áttir í hálftíma - Sérsveitin komst ekki í tæka tíð - Aðstæður í götunni sagðar „eins og villta vestrið“ Skotárás í Dalseli á Egilsstöðum Kortagrunnur: OpenStreetMap Byssumaðurinn skaut að lögreglu og neitaði ítrekað að leggja niður skotvopnið. Lögreglan skaut manninn um kl. 22:45. Dalsel Byssumaðurinn hóf skothríð þar um kl. 22.00. 1 1 EG I L S STAÐ I R S ey ði sf ja rð arv eg ur Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Áfall Nágrannar í Dalseli voru skelfingu lostnir eftir atburðinn en lögregla bað þá um að halda sig innandyra. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Hólpinn Maðurinn sem árásarmaðurinn leitaði að var ekki heima. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Skotvopn Að sögn sjónarvottar beitti árásarmaðurinn bæði haglabyssu og riffli við verknaðinn, og mátti sjá greinileg ummerki árásarinnar í götunni. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Skotgöt Bifreiðar, hús og gluggar í götunni voru alsett skotgötum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.