Morgunblaðið - 28.08.2021, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Met var
sett í
sölu
áfengis í vínbúð-
um Áfengis- og
tóbaksverslunar
ríkisins í lok júlí.
Hafði jafn mikið
áfengi ekki selst í
sögu vínbúðanna á einni
viku, að því er fram kom í
frétt í Morgunblaðinu í byrj-
un ágúst. Þá fór salan í júlí-
mánuði yfir þrjár milljónir
lítra og hafði það heldur
aldrei gerst áður að svo mik-
ið áfengi seldist á einum
mánuði.
Á Íslandi er öll umgjörð
um sölu áfengis undir merkj-
um forvarna. Þaðan koma
rökin fyrir því að sala áfeng-
is megi einungis vera á for-
ræði ríkisins. Þaðan koma
einnig rökin fyrir ríflegum
álögum á áfengi. Tilgang-
urinn er að fæla fólk frá því
að neyta þess.
Þess vegna hefði mátt ætla
að þessi frétt hefði vakið
mikil viðbrögð og harkaleg.
Að ráðamenn hefðu spurt sig
hvað hefði farið úrskeiðis.
Hvort áfengisstefnan hefði
beðið skipbrot. Hvort
ástæða væri til að endur-
skoða hana og fara ofan í
saumana á því hvort fara
þyrfti aðrar leiðir. Raunin
var hins vegar sú að ekki
heyrðist múkk. Fréttin kom
og fór og vakti engin við-
brögð.
Í þessu samhengi má einn-
ig benda á að þegar áfeng-
isgjaldið er hækkað er gert
ráð fyrir samsvarandi tekju-
aukningu. Ætla mætti að
hefðu menn trú á aðgerðinni
væri gert ráð fyrir því að
neyslan drægist saman við
hækkunina og tekjurnar
sömuleiðis.
Þá hefur margt breyst við
umgjörð áfengissölu hér á
landi. Fyrir nokkrum ára-
tugum voru áfengisverslanir
fáar og lítil áhersla á þjón-
ustu við viðskiptavininn. Nú
skipta áfengisverslanir tug-
um og er að finna um allt
land og hvað eftir annað
mælast verslanir ÁTVR
hæstar í ánægjuvoginni.
Verslanirnar auglýsa mikið
og kynna afgreiðslutíma og
annað, auglýsa í raun allt
nema sjálfa vöruna.
Skaðsemi áfengis fer ekki
á milli mála. Á heimasíðu
SÁÁ kemur fram að á ár-
unum 1977 til 2019 hafi rúm-
lega 26 þúsund manns farið í
meðferð. Áfengisfíkn eyði-
leggur mannslíf
og splundrar fjöl-
skyldum. Hún
kostar heilbrigð-
iskerfið og fyrir-
tæki gríðarlegt
fé.
Ari Matthías-
son lagði í meist-
araritgerð frá árinu 2010
mat á það tjón, sem áfengi og
vímuefni valda í þjóðfélag-
inu. Í ritgerð hans kom með-
al annars fram að nærri
helming banaslysa í umferð-
inni á árunum 2004 til 2008
hefði mátt rekja til ölvunar
og vímuefnaneyslu og 28%
allra umferðarslysa og helm-
ingur þeirra, sem leitað
hefðu á bráðamóttöku Land-
spítalans árið 2008, hefði
verið undir áhrifum. Nið-
urstaða Ara var að árleg
byrði Íslendinga væri 54,6 til
87 milljarðar króna ef ótíma-
bær dauðsföll eru talin með.
Vangaveltum um við-
bragðsleysið við sölumetinu
er því ekki kastað fram af
léttúð. Það vekur hins vegar
þá spurningu hvort menn
telji einfaldlega að núver-
andi staða sé ákjósanleg,
betri árangri verði ekki náð.
Í sjálfu sér stendur Ísland
ekki illa að vígi. Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin gefur
reglulega út lista yfir
áfengisneyslu í heiminum. Á
listanum frá 2016 er Ísland í
54. sæti, 26 sætum fyrir ofan
Norðmenn, á svipuðu róli og
Svíar og 18 og 22 sætum fyr-
ir neðan Dani og Finna.
Miklu munar á Íslandi og
Þýskalandi, sem er í 5. sæti.
Þýskaland er tekið sem
dæmi þar sem þar er áfengi
mun ódýrara en hér og sala
þess mjög frjáls. Í búðum í
Þýskalandi er hægt að finna
bjór, sem er ódýrari en vatn,
og þar hafa margir áhyggjur
af því heilsufarstjóni, sem
mikil drykkja veldur. Á Ís-
landi nam drykkja 15 ára og
eldri 9,1 lítra af hreinu
áfengi árið 2016 samkvæmt
tölum Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar, en 13,4
lítrum í Þýskalandi. Ætla má
að aðgengi að áfengi og verð-
lagning skýri þennan mun að
einhverju ef ekki mestu
leyti.
Það þýðir þó ekki að sú
stefna, sem er rekin, eigi
bara að vera á sjálfstýringu.
Það er alltaf þægilegast að
rugga ekki bátnum, en það
er mikilvægt að ræða þessi
mál og brjóta til mergjar því
að það er mikið í húfi.
Takmarkað aðgengi
og háar álögur eiga
að draga úr neyslu
og þó eru engin við-
brögð þegar met er
sett í sölu}
Met í sölu áfengis
N
útíminn skilar okkur þeim góða
árangri að hollara líferni, betri
aðstæður og meiri þekking í
læknavísindum gera okkur
kleift að lifa lengur. Stjórnmálin
þurfa því að skapa betra samfélag fyrir sí-
stækkandi hóp eldra fólks sem er eins fjöl-
breyttur og mannfólkið er almennt. Hvort sem
fólk vill vera heima eða ferðast, borða heima
eða úti, vera í vina hópi eða í einrúmi, spila
bingó eða á gítar þá þarf að fagna þessum fjöl-
breytileika og búa samfélagið undir stærri hóp
spræks eldra fólks.
Útskriftarvandi, biðlistar eftir hjúkrunar-
heimili og umræða um heimaþjónustu hefur
verið fyrirferðarmikil í umræðu um eldra fólk.
Staðan er sú að ríkisstjórnin hefur því miður
ekki komið með neinar tillögur til úrlausnar í
þessum málum.
Við í Samfylkingunni kynntum okkar áherslur í vikunni
og þar á meðal nýja hugsun í húsnæðis- og þjónustumálum
eldra fólks. Hjúkrunarrýmum verður að fjölga og einnig
að auka við heimaþjónustu svo fólk geti verið lengur heima
en það þarf að huga að fjölbreytninni. Við leggjum því til
nokkurs konar millistig milli heimilis og hjúkrunarheim-
ilis. Boðum átak í húsnæðismálum eldra fólks, með upp-
byggingu íbúðakjarna í nútímalegum anda í samstarfi við
óhagnaðardrifin fasteigna- og leigufélög. Íbúðakjarna þar
sem þjónustan er öll á jarðhæð, með aðgangi út á götu svo
fleiri en bara íbúar fái notið, þar sem finna má veitinga- og
kaffihús, hárgreiðslu- og snyrtistofu, fata-
hreinsun, nudd- og fótaaðgerðarstofu, sjúkra-
þjálfun og aðstöðu fyrir heimilislækni, litla
kjörbúð, líkamsrækt og bar eða hvaðeina sem
hentar í nærsamfélagi. Hugsunin er frábrugð-
in fyrri þjónustukjörnum að því leyti að þjón-
ustan er ekki sett inn í húsið sjálft þar sem fer-
metrar undir þjónustu eru greiddir af íbúum
hússins þannig að fermetraverð hverrar íbúðar
er himinhátt heldur skal sá sem kýs að hefja
reksturinn standa straum af kostnaði við sitt
rými eins og eðlilegt er. Farið verði í samstarf
við sveitarfélög og óhagnaðardrifin félög um
byggingu slíkra íbúðakjarna þar sem þörfin er
mest. Með þessu átaki verður allt í senn hægt
að losa stórar fasteignir sem nú hýsa eldra fólk,
eitt eða með maka, veita betri heimaþjónustu
þegar á þarf að halda, fjölga góðum árum í lífi
eldra fólks með aukinni þjónustu og auknum félagsskap í
nærumhverfi, og auka öryggi eldra fólks sem býr eitt.
Við þurfum að læra af því sem áður var gert því nútím-
inn kallar einfaldlega á meiri fjölbreytni og skemmtun. Já,
rétt eins og Helgi Pétursson, tónlistarmaður og formaður
Landssambands eldri borgara, sagði svo réttilega, þá vill
eldra fólk í dag hlusta á Bítlana og geta fengið sér rauð-
vínsglas, góða máltíð eða kaffibolla í góðra vina hópi rétt
eins og annað fólk og þessu kalli þarf að mæta.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Ný hugsun í húsnæðis-
og þjónustumálum eldra fólks
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
B
ændasamtök Íslands reikna
með að fækkun sauðfjár
undanfarin ár leiði til þess
að dilkakjötsframleiðslan
minnki um 350 tonn í haust, eða rúm-
lega 4%, miðað við síðasta haust. Bú-
ist er við frekari fækkun fjár í haust.
Nægar birgðir eru til af kindakjöti í
landinu enda hefur sala á dilkakjöti
verið 13% minni á síðustu tólf mánaða
tímabili, til loka júlí, en var á sam-
bærilegu tímabili á árinu á undan.
Fyrstu fjárréttir haustsins verða
í Suðursveit í dag. Fyrsta stóra rétta-
helgin er hins vegar um aðra helgi
þegar réttað verður víða á Norður-
og Norðausturlandi og raunar víðar.
Sláturleyfishafar eru að undir-
búa haustslátrun. Hefst slátrun hjá
Sláturhúsi KVH á Hvammstanga
núna á mánudag og hjá Norðlenska á
Húsavík nk. fimmtudag en önnur stór
sláturhús hefja sauðfjárslátrun eftir
aðra helgi.
Vilja ekki bólusetningu
Stjórnendur hjá sláturleyfis-
höfum sem haft var samband við
segja að erfiðara sé að manna slát-
urhúsin í ár en oft áður. Kórónu-
veirufaraldurinn á sök á því. Ekki
fást nógu margir starfsmenn af
vinnumarkaði hér og hefur því í mörg
ár þurft að manna húsin að stórum
hluta með erlendu verkafólki og
slátrurum. Hefur hluti fólksins komið
ár eftir ár.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS,
segir fyrirtækið gera þá kröfu að
starfsfólkið sé bólusett. Vegna þess
komi ekki hluti af því fólki sem áður
hefur unnið í sláturhúsinu því það
vilji ekki láta bólusetja sig. Erlenda
fólkið kemur mikið frá Póllandi og
fleiri ríkjum Austur-Evrópu. Ágúst
Andrésson, forstöðumaður kjöt-
afurðastöðvar Kaupfélags Skagfirð-
inga sem rekur sláturhúsin á Sauð-
árkróki og Hvammstanga, segir að í
þessum löndum sé meiri andstaða
gegn bólusetningum en þekkist hér.
Hann segir að reynt hafi verið að
setja bólusetningu sem skilyrði fyrir
ráðningu en staðan á vinnumarkaði
sé þannig að ekki sé hægt að standa
alveg við þá kröfu. Þeir sem koma
óbólusettir þurfa að fara í sóttkví.
Bætir Ágúst því við að fólk sé einnig
ragt við að ferðast á milli landa enda
reglur á landamærum sífellt að
breytast.
Stöðug fækkun fjár
Sauðfé fækkaði á síðasta ári um
3-4% og dróst kindakjötsframleiðslan
saman um rúm 4%. Unnsteinn Snorri
Snorrason, ábyrgðarmaður sauð-
fjárræktar hjá Bændasamtökum Ís-
lands, reiknar með svipaðri þróun
áfram. Samkvæmt fyrirliggjandi
gögnum um ásetning fjár og miðað
við að fallþungi dilka verði í meðaltali
síðustu þriggja ára koma 7.850 tonn
af dilkakjöti út úr slátrun í haust. Það
er um 350 tonnum minna en fyrir ári
og nemur samdrátturinn rúmum
fjórum prósentum. Unnsteinn er
sjálfur bjartsýnn um vænleika lamba
sem koma af fjalli í haust, eins og
hann segist alltaf vera á þessum tíma
árs. Ef lömbin verði jafn þung að
meðaltali og í fyrrahaust bætast 100
tonn af kjöti við.
Fé hefur fækkað mikið á undan-
förnum árum og framleiðslan í kjöl-
farið. Ef litið er til síðustu sex ára
hefur fækkað um 71.500 fjár í landinu
og framleiðslan minnkað um 1.430
tonn eða um rúm 15%. Unnsteinn tel-
ur að framleiðslan megi ekki dragast
meira saman, miðað við að neyslan
fari í sama horf og var fyrir faraldur.
Reiknað með 350
tonna samdrætti
474 477
460
433
417
402
Fjöldi sauðfjár og tonn dilkakjöts Heimild: Bænda-
samtök Íslands
2016 til 2020 og spá fyrir haustslátrun 2021
500
400
300
200
100
0
20
16
12
8
4
0
Fjöldi sauðfjár, þúsundir Dilkakjöt, þús. tonn
2016 2017 2018 2019 2020 2021
Þús. sauðfjár Þús. tonn
9,3 9,2 9,0
8,4 8,2 7,9
Selst hafa 5.348 tonn af dilka-
kjöti á innanlandsmarkaði á
tólf mánaða tímabili sem mið-
ast við lok júlí. Er það 13,1%
samdráttur frá sama tímabili á
árinu áður. Salan jókst heldur
síðustu þrjá mánuðina en þó
var 7,6% samdráttur á þeim
tíma. Raunar hefur sala á öll-
um tegundum kjöts nema
nautakjöts minnkað á þessum
tíma.
Steinþór Skúlason, forstjóri
SS, segir að samdráttur í kjöt-
sölu innanlands sé áhyggju-
efni. Hann segir skýringa ekki
að leita í auknum innflutningi.
Kórónuveirufaraldurinn geti
haft einhver áhrif sem og veðr-
ið en lambakjötið selst vel
þegar grillveður er. Ágúst
Andrésson hjá KS segir að sala
úti á landi hafi verið nokkuð
góð í sumar og skýrir það með
veðrinu á Norður- og Austur-
landi.
Minna grillað
sunnanlands
SAMDRÁTTUR Í LAMBI