Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 36

Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 36
Kópavogur Egill Guðjónsson fæddist 28. ágúst 2020 kl. 1.29 og er því eins árs í dag. Hann vó 3.695 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Guðjón Magnússon og Karen Arnarsdóttir. Nýir borgarar 36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er ekki alltaf rétta ráðið að grípa inn í líf annarra þótt aðstæður séu til þess. Forðastu einnig að vera með stór- orðar yfirlýsingar um líf annarra. 20. apríl - 20. maí + Naut Skipulagning er allt sem þarf til að þú getir klárað þau verkefni sem bíða þín. Sýndu þolinmæði. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Láttu þér ekki bregða þótt ein- hver vilji létta þér lífið hvort heldur það er fjárhagslega eða á annan hátt. Og þar sem fólk fær eitthvað út úr því að gera þér greiða skaltu leyfa því það. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Vonir þínar og væntingar varðandi frekari menntun og ferðalög til framandi landa gætu hæglega orðið að veruleika á næstunni. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú þarft að taka þér tak í fjármál- unum og reyna að vera opinn fyrir þeim tækifærum sem bjóðast. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú leggur þitt svo sannarlega af mörkum núna og hefur ákveðið að tjalda því sem til þarf. Vertu líka tilbúin/n að að- stoða vin þurfi hann á stuðningi þínum að halda. 23. sept. - 22. okt. k Vog Vandaðu mál þitt svo enginn misskiln- ingur komi upp varðandi það sem fyrir þér vakir. Dagurinn hentar vel til að ræða málin við fjölskyldumeðlimi. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú stendur á tímamótum svo nú er nauðsynlegt að þú gerir hreint fyrir þínum dyrum. Varaðu þig á fólki sem vill stjórna samræðunum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú hefur áfram mikla sköp- unarhæfni og því er þetta góður tími til skrifta og hvers konar listsköpunar. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Bjartsýni ræður ríkjum í dag, en dregur úr henni með kvöldinu. Reyndu að leita jafnvægis og forðast öfgar á hvern veginn sem er. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næst. Kvíddu engu, þú hefur allt með þér í málinu. frá mínum eigin knattspyrnuferli og ég ákvað að hætta á toppnum bara 22 ára þegar við urðum Íslands- meistarar í fyrsta sinn.“ Kristrún hafði þá spilað 154 leiki fyrir KR í efstu deild og var gerð að heiðurs- félaga í KR-klúbbnum. Seinna meir varð hún stjórnar- kona bæði í KR og í Íþrótta- og ól- ympíusambandinu, boðin fram af KSÍ. „Þegar ég var tvítug hvatti pabbi mig til að svara auglýsingu frá RÚV um sumarstarf íþróttafrétta- manns og Ingólfur Hannesson var svo djarfur að ráða mig. Þar var frá- bært að vera viðloðandi næstu þrjú ár og ég átti eftir að starfa á öllum deildum RÚV næstu ár. Ég er fé- lagsmálamanneskja og áhugi minn á góðu samfélagi er óþrjótandi.“ Kristrún byrjaði í heimspeki í Há- skóla Íslands en lauk síðan embætt- isprófi í lögfræði. „Ég hélt alltaf framhjá lögfræðinni með heimspeki og í lagadeildinni var ég ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema, og átti frumkvæði að átaki okkar nemenda við lagadeild með það að markmiði að bæta kennslu og rannsóknir við lagadeild og leiða deildina inn í nýj- an tíma. Yfir 50 nemendur tóku virkan þátt í þessu og árangurinnn kom í ljós fimm árum síðar með hjálp frá Erasmus-áætlun EES- samstarfsins.“ Frá árinu 2000 hefur yrði ekkert landslið til að stefna að. Ég varð íþróttapólitíkus á þessum tímapunkti! Eitt mitt fyrsta mál var grastakkamálið sem snerist um að við stelpurnar máttum ekki spila á grastakkaskóm eins og karlmenn- irnir gerðu. Ég skrifaði greinar, fór í viðtöl og við í HKK þrýstum á KSÍ og komum konum inn í stjórnina þar. Öll þessi barátta tók líka orku K ristrún Heimisdóttir fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1971 og móð- ir hennar hélt á henni kornabarni inn á nýtt heimili fjölskyldunnar á Seltjarnar- nesi tveimur vikum síðar, en húsið gekk ekki úr eigu fjölskyldunnar fyrr en núna í sumar. Kristrún segir að það hafi verið dásamlegt að alast upp í frelsinu á Seltjarnarnesi í mó- um og fjörum bæjarins á sumrin og í Plútóbrekku á veturna. „Seltjarnar- nes er í rauninni þorp og maður þekkti alla krakka á sínum aldri og þekkir enn og það er skemmtilegt.“ Kristrún byrjaði snemma að spila fótbolta og Einar bróðir hennar og pabbi hvöttu hana óspart áfram því hún var betri en bestu strákarnir. „Þegar 6. flokkur Gróttu átti í fyrsta sinn að keppa í opinberu móti varð ég að sofa í búningnum af því ég var líka fyrirliði þessa drengjaliðs, en þá var engin kvennaknattspyrna til.“ Kristrún hefur alltaf verið mjög fé- lagslynd og í Mýrarhúsaskóla var hún bekkjarformaður og í Valhúsa- skóla stýrði hún ræðuliðinu í fyrsta sigrinum á Hagaskóla, samdi leikrit fyrir árshátíðina og var kynnir á hinni árlegu 1.des.-hátíð um leið og hún hljóp yfir bekk til að flýta sér í MR. Þar var hún kjörin inspector scholae með 89% atkvæða, sem var met í sögu skólans, og var líka for- maður félags framhaldsskólanema á landsvísu. „Þetta ár var ég líka í Gettu betur-liði MR og var því mið- ur í einhver 20 plús ár eina stúlkan sem keppt hafði fyrir skólann í þeirri keppni, en sem betur fer er núna búið að rétta af kynjahallann.“ Tíu ára fór hún frá Gróttu yfir í KR og strax á ellefta ári þreytti hún frumraun sína í meistaraflokki KR. „Ég er yngsti leikmaður sem hefur leikið fyrir klúbbinn í efstu deild og yngsti leikmaður sem skorað hefur mark fyrir KR í efstu deild. Ég átti frumkvæði að því að Hagsmuna- samtök knattspyrnukvenna (HKK) voru stofnuð eftir að KSÍ lagði kvennalandsliðið niður. Ég hafði spilað með öllum þeim vísum að yngri landsliðum sem komið höfðu til sögunnar, en með ákvörðun KSÍ Kristrún kennt lögfræði, við Háskól- ann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst, en við Háskóla Íslands var hún einu sinni aðstoðarkennari í siðfræði. Nú er hún fastráðin á Bifröst. Helstu áhugamál Kristrúnar eru menning og listir, sérstaklega tón- list og ljóðlist, stjórnmál og alþjóða- mál. „Stjórnmálaáhuginn hefur bæði leitt til góðs og leiðinda en ég er reynslunni ríkari. Ég hef verið varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, aðstoðarmaður Ingi- bjargar Sólrúnar í utanríkisráðu- neytinu, Árna Páls Árnasonar í vel- ferðarráðuneytinu og í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Ég var þann- ig nærri eldlínu oft og þótt reynslan hafi verið óþægileg t.d. í hruninu hefði ég ekki viljað missa af henni þegar upp er staðið, lærdómurinn var mikill. Ég hef verið lögfræð- ingur og framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins og sit núna í stjórn Brims hf. Ég hef lært að bera mikla virðingu fyrir fólki sem kann að hafa mannaforráð til farsældar fyrir alla sem að koma en ber enga virðingu fyrir fjárglæfrafólki með enga sam- félagslega ábyrgð.“ Kristrúnu bauðst að fara í doktors- nám við Columbia-háskólann í New York sem hún segir hafa verið mikið ævintýri og víkkað sjóndeildarhring- inn mikið. „Ég var hins vegar svo óheppin að brjóta hægri olnboga svo illa að ég þurfti gervilið og langa end- urhæfingu sem sett hefur strik í reikning doktorsnámsins. Lærdóms- rík reynsla sem sýndi mér hve heppin ég er að búa á Íslandi við íslenskt heilbrigðiskerfi. Ég hef óþrjótandi áhuga á íslensku samfélagi og vil verða því til gagns. Föðuramma mín, sem ég heiti í höfuðið á, lést þegar ég var á fyrsta ári og hafa kjör hennar sem ein- stæðrar móður sem flutti á hverjum fardögum með pabba lítinn milli staða orðið mér mjög hugleikin sem og ótakmarkaður dugnaður hennar og seigla.“ Kristrún varð fyrir mikl- um áhrifum af ömmu sinni, Önnu Bjarnadóttur, sem hún umgekkst nær daglega allt til tvítugs þegar hún féll frá í hárri elli. Kristrún Heimisdóttir lektor í lögfræði – 50 ára Baráttukonan Kristrún vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Fylgir sínum innri kompás Fyrirliði Kristrún var fyrirliðinn í drengjaliðinu í fótbolta á Nesinu, en þá var engin kvennaknattspyrna til. Reykjavík Guð- mundur Markús Sigurðsson fædd- ist 28. ágúst 2020 kl. 12.15 og er því eins árs í dag. Hann vó 4.024 g og var 50 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Gunnhildur Ásta Guðmunds- dóttir og Sigurður Hannesson. Til hamingju með daginn Þór bærin g Alla v irka d aga fr á 10-1 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.