Morgunblaðið - 28.08.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegagerðin stefnir að því á næsta ári
að laga ójöfnur á 3-4 kílómetra kafla á
veginum heim að Hólum í Hjaltadal.
Þá er á stefnuskránni að steypa nýtt
gólf á brúna á Hjaltadalsá en steypan
er ónýt og járn farin að ganga upp í
akbrautina.
Lengi hefur verið óánægja með lít-
ið viðhald á veginum heim að Hólum.
Slitlag var lagt á veginn fyrir áratug-
um að því er virðist án þess að laga
undirlagið nógu vel. Einkum er veg-
urinn slæmur frá vegamótum við
Siglufjarðarveg og að Laufskálarétt.
Vegurinn hefur sigið og er því hæð-
óttur mjög.
Allur í slökkum og hvörfum
„Vegurinn er allur í öldum, slökk-
um og hvörfum, þótt hann sé malbik-
aður. Þannig hefur hann raunar verið
frá því ég kom hingað fyrir 25 árum,
en fer ekki batnandi,“ segir Ólafur
Ingi Sigurgeirsson, bóndi á Kálfs-
stöðum í Hjaltadal og lektor við Há-
skólann á Hólum. Hann bætir því við
að það sama megi segja um veginn
um alla Viðvíkursveit og Blönduhlíð
að vegamótum við hringveginn.
Mikil umferð er um veginn heim að
Hólum vegna starfsemi Háskólans.
Þá hefur umferð hestamanna aukist
mjög eftir að gert var nýtt hesta-
íþróttasvæði á Hólum. Þar eru marg-
ar kynbótasýningar á sumrin og
hestamannamót, meðal annars lands-
mót hestamanna. Er því mikil umferð
bíla með hestakerrur eftir Hólavegi.
Staðfestir Ólafur að þegar menn séu
með þung æki hendist þau til og frá á
veginum. Hann veit um allnokkur
dæmi þess að hestakerrur hafi hrokk-
ið upp af krókum og lent út fyrir veg
með tilheyrandi slysum á skepnum.
Þá séu bændur einnig að fara með
þung tæki þarna um.
„Þetta reynir mjög á allan búnað.
Vegurinn er mjór og þegar bílar og
kerrur kastast til og frá og eru að
mætast þarf að hafa sérstaka aðgát,“
segir Ólafur.
Gunnar Helgi Guðmundsson,
svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á
Norðurlandi, þekkir ástand vegarins.
Hann segir að á næsta ári sé á döfinni
hjá Vegagerðinni að laga ójöfnur með
því að styrkja Hólaveg á 3-4 kíló-
metra kafla. Gólfið á brúnni yfir
Hjaltadalsá er stórskemmt, steypan
ónýt og járnin farin að standa upp úr.
Gunnar segir að steypa þurfi nýtt gólf
og vonast til að það verði hægt að
gera á næsta ári. Hann segir óvíst um
framhaldið á Hólavegi. Mörg brýn
verkefni séu í viðhaldi og þeim þurfi
að forgangsraða.
Varðandi Siglufjarðarveg segir
Gunnar að þörf sé á að laga veginn
frá Stafá að Ketilási í Fljótum. Sú
framkvæmd sé ekki komin inn á sam-
gönguáætlun en vonandi gerist það á
næstu árum. Hann segir að engar
framkvæmdir séu á dagskrá við lag-
færingar á Siglufjarðarvegi um
Blönduhlíð og Viðvíkursveit. Ekki
hafi verið vandað til verka þegar veg-
urinn var lagður bundnu slitlagi á sín-
um tíma. Sig hafi orðið á köflum.
Hoppað og skoppað á Hólavegi
- Vegurinn heim að Hólum í Hjaltadal hefur sigið og hefur lengi verið ósléttur
- Vegagerðin lagfærir á næsta ári 3-4 km kafla og brú - Meira ekki á dagskrá
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Hólavegur Viðvörunarmerki um ósléttan veg eru á fleiri en einum stað á Hólavegi að Laufskálum.
Morgunblaðið/Þórunn
Hestamenn Frá Landsmóti hestamanna á Hólum 2016. Hestamenn hafa
lent í vandræðum með kerrur sínar á hæðóttum veginum til Hóla.
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Nýjar
haustvörur
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
TRAUST
Í 80 ÁR
Ný sending frá
Opið
í dag
11-16
Atvinna
Festi hf., sem á og rekur N1, Krón-
una, Elko og Bakkann, hefur skráð
kolefnisbindingu sína í Loftslags-
skrá Íslands, samkvæmt kröfum
Skógarkolefnis sem Skógrækt rík-
isins hefur verið með í þróun. Í til-
kynningu frá Festi segir að það sé
fyrst fyrirtækja á landinu til að
gera þetta.
Skógræktin mun aðstoða Festi
við innleiðingu verkefnisins, sem
verður staðfest og vottað af óháð-
um aðila og hefur nú þegar verið
forskráð í Loftslagsskrá.
Áætlað er að yfir hálf milljón
trjáplantna verði gróðursett með
nýskógrækt í þessu fyrsta verkefni
á næstu þremur árum. Sömuleiðis
er gert ráð fyrir að á næstu 50 ár-
um muni kolefnisbinding Festar
nema um 90.000 tonnum af CO2,
sem er meira en öll væntanleg los-
un vegna starfsemi Festar og
rekstrarfélaga á sama tímabili.
Gróðursett verður á 250 hektara
landi í eigu Festar við Fjarðarhorn
í Hrútafirði og hefst gróðursetn-
ingin vorið 2022. Festi hefur einnig
áform um frekari gróðursetningu
og loftslagsverkefni á fleiri land-
svæðum vítt og breitt um landið á
næstu árum.
Samkomulag Guðmundur Sigbergsson hjá Loftslagsskrá, Eggert Þór
Kristófersson, forstjóri Festar, og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.
Festi skráir kolefn-
isbindingu sína
- Fyrst fyrirtækja á Loftslagsskrá