Morgunblaðið - 28.08.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær
66 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
1.655 einstaklingar
eru í sóttkví
Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH
838 einstaklingar
eru undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
29 af þeim sem
eru undir eftir-
liti flokkast sem gulir*
90 hafa alls lagst inn á
LSHmeð Covid-19
í fjórðu bylgju faraldursins
Um þriðjungur
þeirra óbólusettir
Um tveir þriðju bólusettir
2 flokkast
sem
rauðir**
12 sjúklingar eru inniliggjandi
á LSHmeð Covid-19
10 sjúklingur er innilagður
á bráðalegudeild
2 eru á gjörgæslu,
annar þeirra í öndunarvél
Heimild: LSH
kl. 14 í gær
*Aukin einkenni Covid-19. **Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti.
150
125
100
75
50
25
0
Fjöldi innanlandssmita
frá 12. júlí
júlí ágúst
Staðfest innanlandssmit 7 daga meðaltal
Þar af tveir í vikunni
32 hefa látist af
völdumCovid-19
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Nú eigum við nóg af bóluefni og
þurfum bara að bíða eftir að tíma-
setningin passi,“ segir Óskar Reyk-
dalsson, forstjóri
Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðis-
ins.
Ákveðið hefur
verið að ráðast í
örvunarbólusetn-
ingu fyrir þá sem
náð hafa 60 ára
aldri á næstu vik-
um. Sex mánuðir
þurfa að líða frá
því bólusetningu
lauk svo búast má við því að nokkrir
stórir bólusetningardagar verði í
Laugardalshöll í september og októ-
ber. „Við reiknum með um það bil
sex löngum dögum einu sinni í viku
eða aðra hverja viku. Þetta verður
kynnt betur á heimasíðunni okkar
þegar nær dregur. Þetta eru um 60
þúsund manns sem við bólusetjum,“
segir Óskar.
Þar til örvunarbólusetningar hefj-
ast verður haldið áfram að bólusetja
þá sem misst hafa af bólusetningu á
Suðurlandsbraut. Óskar segir að
nokkur hundruð manns hafi komið
þangað að jafnaði dag hvern að und-
anförnu. Hann ítrekar að fólk sé vel-
komið í bólusetningu á Suðurlands-
braut á milli klukkan 10 og 15.
Bólusetning barna á aldrinum 12-
15 ára fór fram í vikunni. Sam-
kvæmt tölum á Covid.is eru nú ríf-
lega 62% barna á þessum aldri búin
að fá að minnsta kosti einn skammt
af bóluefni. Óskar kveðst sáttur við
þátttökuna. „Já, ég held að þetta sé
ágætt. Auðvitað viljum við að sem
flestir mæti og ég á von á því að það
fjölgi í þessum hópi á næstunni. Það
munu fleiri krakkar tínast inn þegar
þeir eru tilbúnir.“
Þekkt er að ungt fólk fær oftar en
ekki sterkari ónæmisviðbrögð eftir
bólusetningu en eldra fólk. Á vef
Lyfjastofnunar er varað við þessu
en þess að getið að þetta eigi sér-
staklega við eftir að seinni skammt-
ur er gefinn. Samkvæmt upplýsing-
um frá Lyfjastofnun hafa engar
tilkynningar borist um alvarlegar
aukaverkanir í kjölfar bólusetningar
12-15 ára barna. Hins vegar hafa
fjórar tilkynningar borist um auka-
verkanir sem ekki teljast alvarlegar.
Í skriflegu svari stofnunarinnar er
tekið fram að ekki sé hægt að nota
fjölda tilkynninga til að reikna út
tíðni aukaverkana af bóluefnum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Barnaspítala Hringsins hafa engin
börn á aldrinum 12-15 ára þurft að
leggjast inn á spítalann í þessari
bylgju faraldursins.
Tvö andlát ferðamanna
Tveir einstaklingar hafa látist af
völdum Covid-19 hér á landi í vik-
unni. Þeir voru báðir ferðamenn að
því er fram kemur í tilkynningu á
vef landlæknis. Annar þeirra var
bólusettur einstaklingur á sjötugs-
aldri og hinn á sextugsaldri, óbólu-
settur. Höfðu þeir báðir verið veikir
með Covid-19 í að minnsta kosti
tvær vikur fyrir andlát. Þetta eru
fyrstu andlátin af völdum veirunnar
hér á landi síðan í maí. Alls hafa 32
manns látist af völdum faraldursins
hér á landi.
Í fyrradag greindust 66 með kór-
ónuveiruna innanlands. 18 voru í
sóttkví við greiningu. 14 eru á
sjúkrahúsi og fækkaði um fjóra milli
daga. Þrír eru á gjörgæslu.
Bjóða 60 ára og eldri
örvunarbólusetningu
- Fjórar tilkynningar borist um aukaverkanir hjá 12-15 ára
Óskar
Reykdalsson
Verðskrá sláturleyfishafa fyrir
dilkakjöt í komandi sláturtíð er að
meðaltali 523 krónur á kíló. Þýðir
það að verðskrár hafa hækkað að
meðaltali um 7% frá fyrra ári, eins
og sést á meðfylgjandi töflu. Bónd-
inn fær samkvæmt því rúmar átta
þúsund krónur fyrir kjötið af
meðallambinu, auk beingreiðslna
ríkisins.
Allir sláturleyfishafar hafa nú
birt verðskrár sínar. Sláturfélag
Suðurlands hækkaði sína verðskrá
fyrir skömmu.
Hæsta grunnverðið greiða Kaup-
félag Skagfirðinga og Sláturhús
KVH sem eru í bandalagi, 535
krónur á kíló. Sláturfélag Suður-
lands er í þriðja sæti með 521 krónu
á kíló og hækkar sína gjaldskrá
mest, eða um 8,5%
Hækkunin er umfram almenna
verðlagsþróun á þessum tíma en
Unnsteinn Snorri Snorrason, sauð-
fjárbóndi og ábyrgðarmaður sauð-
fjárræktar hjá Bændasamtökum Ís-
lands, er ekki ánægður með verðið.
Fá ekki full laun
Hann segir það mikil vonbrigði
að ekki skuli hafa verið hægt að ná
verðinu betur upp en það hrapaði
fyrir nokkrum árum vegna offram-
leiðslu. Meira jafnvægi er nú á
markaðnum og verð fyrir kindakjöt
á heimsmarkaði hefur hækkað um-
fram áhrif af hækkun á gengi ís-
lensku krónunnar.
Unnsteinn segir að sauðfjár-
bændur hafi verið að draga saman
framleiðsluna vegna stöðunnar á
markaðnum. Hann á von á því að sú
þróun haldi áfram á meðan verðið
sem bændur fá fyrir lömbin stendur
ekki undir fullum launum.
helgi@mbl.is
Afurðaverð
dilkakjöts 2021
Verð, kr./kg
Hækkun2020 2021
Kaupfélag Skagfirðinga 497 535 7,6%
Sláturhús KVH 497 535 7,6%
Sláturfélag Suðurlands 480 521 8,5%
Fjallalamb 486 520 6,9%
Sláturfélag Vopnfirðinga 490 520 6,1%
Norðlenska 489 516 5,5%
SAH afurðir 487 516 6,0%
Landsmeðaltal 488 523 7,0%
Heimild: Bændasamtök Íslands
KS greiðir hæsta
verðið fyrir lömbin
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Stefnt er að því að framkvæmd hrað-
prófa á allt að 500 manna viðburðum
verði komin á fullt skrið um miðjan
september og að prófin verði þá
gjaldfrjáls.
Heilbrigðisráðuneytið gaf frá sér
tilkynningu í gær um nánari út-
færslu á notkun á hraðprófum. Þar
segir að ráðuneytið hafi fundað með
hagsmunaaðilum sem standa fyrir
stórum viðburðum til samráðs um
frekari útfærslu, s.s. fulltrúum
íþróttahreyfingarinnar, samtökum
atvinnuveitenda í sviðslistum og
fleiri aðilum.
Með ákvörðun ráðuneytisins verð-
ur fólki á viðburðum þar sem hrað-
próf eru nýtt heimilt að taka niður
grímu þegar það situr. Enn fremur
verður börnum á leik- og grunn-
skólaaldri heimilt að mæta á slíka
viðburði án þess að krafist sé nið-
urstöðu úr hraðprófi.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra segir að nú sé í undirbún-
ingi að leita samninga um fram-
kvæmdina.
„Aðalatriðið er að þetta gangi í
gegn og verði þannig að aðgengi
verði tryggt og að reglugerðin fái að
virka ásamt því að almenningur fái
að njóta þessara viðburða,“ segir
Svandís og bætir við að frekari
fregnum af framkvæmd hraðpróf-
anna megi vænta í næstu viku.
Samkvæmt ákvæði reglugerðar-
innar verður 500 manns einungis
heimilt að koma saman í rými ef allir
gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi
neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi
(antigen) sem má ekki vera eldra en
48 klst., þeir séu sitjandi og ekki and-
spænis hver öðrum, skráðir með
nafni, kennitölu og símanúmeri og
noti andlitsgrímu, þar til þeir eru
sestir.
Í dag taka gildi nýjar reglur sem
gilda til og með 17. september.
Helstu breytingar eru að full afköst
verði leyfð í líkamsrækt og sundi,
veitingastöðum er heimilað að taka á
móti 200 manns og eins metra regla
fellur úr gildi á sitjandi viðburðum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hraðpróf Í vikunni var gerð sú breyting að almenn sala er leyfð.
Gjaldfrjáls hrað-
próf á viðburði
- Leita samninga um framkvæmdina