Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 2

Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik máfinnaávefokkar NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Varp hafarnarins gekk vel í ár og komust 58 ungar á legg. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir þetta mesta fjölda unga frá því að hafernir voru fyrst taldir fyrir réttum 100 árum árið 1921. Hann rifjar upp að þá hafi upplýsinga verið aflað á manntalsþingum, en síðan hafi rannsóknir smám saman eflst og arnarstofninn sé nú einna best þekkti fuglastofn landsins. Í ár var orpið á 69 óðulum og komust ungar á legg á 45 þeirra. Kristinn Haukur segir að allar vísitölur arn- arins séu sterkar í ár, hreiður, varp, ungar og óðul í ábúð sem eru nú 86. Í fyrra komust 52 ungar á legg og 56 árið 2019, sem þá var besta árið í 100 ára sögu taln- inga. Nú áætlar Kristinn Haukur að arnarstofninn telji á fjórða hundrað fugla, en stór hluti hans séu ung- fuglar, sem algengt er að byrji að verpa 5-6 ára. Á sjö- unda áratug síðustu aldar voru arnapörin aðeins talin vera ríflega 20. Hringnum lokað á næstu áratugum Aðalheimkynni arnarins eru frá Faxaflóa norður og vestur um í Húnaflóa. Fullorðnir fuglar hafa sést reglu- lega austur í Mývatnssveit en hafa ekki ekki slegið sér niður í varp á þeim slóðum. „Enn er nokkuð í land að haförninn loki hringnum og fari að verpa í öllum landshlutum, en ég held að það gerist á næstu áratugum ef þessi hagfellda þróun held- ur áfram,“ segir Kristinn Haukur. Hann segir að tíðarfarið á undanförnum árum hafi verið erninum hagstætt og stofninn hafi fengið meiri frið og svigrúm til að þróast og þroskast en áður. Ljosmynd/Kristinn Haukur Skarphéðinsson Björg í bú Örn færir unga sínum bleikju, myndin er tekin við Húnaflóa í júlí, en varpið gekk vel í ár. Gott ár hjá erninum - Aldrei hafa fleiri hafarnarungar komist á legg Sumarstarfmaður í félags- og tóm- stundastarfi eldri borgara á Sel- tjarnarnesi, sem hafði verið lofað hlutastarfi á velferðarsviði Seltjarn- arnesbæjar, segir bæinn hafa dregið boðið til baka eftir að ljóst varð að hann væri óbólusettur. Maðurinn sem heitir Birkir Krist- ján Guðmundsson hafði starfað sem sumarstarfsmaður í félags- og tóm- stundastarfi eldri borgara og í kjöl- farið verið boðin vinna við kvöldinnlit hjá félagsþjónustu bæjarins. Hann hafði mætt á eina vakt en fékk símtal næsta dag þess efnis að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað þar sem hann væri óbólusettur. Í samtali við Morgunblaðið segir Birkir að hann viti um einstaklinga sem sinna þessu starfi og eru óbólusettir. Birkir hefur sagt frá málinu á Facebook og segist hann vilja vekja athygli á þessu þar sem grundvall- armannréttindi séu í húfi. Birkir segist vera að skoða stöðu sína og segir mannréttindaaðgerða- sinna hafa boðist til að greiða lög- fræðikostnað hans en bætir við að hann vilji frekar fá starfið en að fara í dómsmál. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sel- tjarnarnesbæjar kannast ekki við að hafa nýlega ráðið starfsfólk né sagt einhverjum upp störfum en Birkir var ekki búinn að skrifa undir ráðn- ingarsamning. ,,Okkur er ljóst að við getum ekki skikkað starfsfólk í bólusetningu, en eins og staðan er í dag stendur það ekki til af okkar hálfu að senda óbólusett starfsfólk inn á heimili fólks. Þarna er um viðkvæman hóp að ræða, sem við höfum lagt áherslu á að vernda. Mikil áhersla hefur ver- ið lögð á að bólusetja starfsfólk sem sinnir þessari þjónustu og var það sett í forgang á sínum tíma. Við telj- um því að það mundi skjóta skökku við að setja óbólusetta í þetta hlut- verk,“ segir Baldur Pálsson, sviðs- stjóri fjölskyldusviðs, í skriflegu svari til Morgunblaðsins. Óbólusettur og missti starf - Segir grundvallarmannréttindi í húfi Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir hádegi í gær eftir að rúta með 30 farþegum festist í Krossá í Langadal. Tókst að forða öllum far- þegunum úr rútunni. „Þetta leit ekki vel út í fyrstu, enda leiðindaveður,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýs- ingafulltrúi Landsbjargar, við mbl.is í gær. Allar björgunarsveitir á Suður- landi voru kallaðar út og nærstaddir björgunarsveitarmenn hjálpuðu til. Davíð Már segir að allir hafi verið komnir í land rétt fyrir hálfeitt, og var fólkinu hjálpað til byggða. Sagði hann atvikið minna á nauð- syn þess að huga að öryggi þegar veðrið er með þeim hætti sem var, en vatnsborð í ánni var með hærra móti vegna rigninga. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg Krossá Vel gekk að bjarga fólkinu úr rútunni þrátt fyrir vont veður. Þrjátíu bjargað úr rútu í Krossá Afkoma rík- issjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins var 27 milljörðum kr. betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Halli á rekstri ríkissjóðs var engu að síður 119 milljarðar kr. Þetta kemur fram í frétt fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins. Var tekjuvöxtur sterkari en búist hafði verið við. „Er þessi tekjuvöxt- ur að miklu leyti drifinn áfram af efnahagsbata sem hefur verið um- fram væntingar við samþykkt fjár- laga í lok síðasta og árs og gerð fjármálaáætlunar á vormánuðum. Er þetta ekki síst raunin á öðrum fjórðungi ársins,“ segir í umfjöllun ráðuneytisins. Afkoma ríkissjóðs var 27 milljörðum betri en búist var við Ráðuneyti Hálfs- ársuppgjör ríkisins var birt í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.