Morgunblaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 39
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Haukur Þrastarson, landsliðsmaður
í handknattleik, tekur nú þátt í und-
irbúningi pólska stórliðsins Kielce
fyrir komandi keppnistímabil. Hauk-
ur sleit krossband í október í fyrra
og fyrsta tímabilið í atvinnumennsk-
unni fékk þar skjótan endi. Haukur
hefur tekið þátt í leikjum á undirbún-
ingstímabilinu í sumar en óvíst er
hvort hann muni taka þátt í fyrstu
leikjunum á tímabilinu. Fyrsti leik-
urinn í pólsku deildinni er eftir slétta
viku og Meistaradeildin hefst síðast í
septembermánuði.
„Ég get eiginlega ekki svarað því
eins og er. Það á eftir að koma í ljós.
Þegar komið verður í alvöruleiki þá
þurfum við að taka stöðuna betur.
Ég hef verið með í undirbúningnum
að mestu leyti og hef fengið mínútur
í undirbúningsleikjum. Ég er að
komast í form og held áfram að vinna
í endurhæfingunni. Þegar kemur að
því að tímabilið byrji þá eigum við
eftir að taka stöðuna upp á nýtt.
Akkúrat núna er ég ekki orðinn
100% og vantar nokkuð upp á enn þá.
Ég er alla vega ekki kominn í gamla
góða gírinn. En ég verð betri og betri
með hverri vikunni og myndi segja
að ferlið gangi ágætlega,“ sagði
Haukur þegar Morgunblaðið hafði
samband við hann og spurði hvort
hann væri klár í slaginn.
Haukur og Sigvaldi Björn Guð-
jónsson eru nú staddir í Þýskalandi
ásamt liðsfélögum sínum þar sem
spilaðir verða undirbúningsleikir.
Sigvaldi er aftur kominn á ferðina
eftir að hafa fengið höfuðhögg í und-
irbúningsmóti í Rússlandi á dög-
unum. Spurður hvort Haukur viti til
hvers sé ætlast af honum í vetur seg-
ir Haukur erfitt að segja til um á
þessum tímapunkti en tekur fram að
Pólverjarnir sýni honum þolinmæði.
„Eins og staðan er þá er ég að
koma mér í stand á ný og kem mér
hægt og rólega inn í hlutina. Aðal-
atriðið er að ná fullri heilsu til að geta
gert eitthvað á vellinum. Það kemur
svo bara í ljós í framhaldi af því
hvaða hlutverk ég fæ í liðinu. Það
hefur ekkert verið rætt. Það er undir
mér sjálfum komið að standa mig.
Ég fæ þann tíma sem ég þarf og ekki
er verið að pressa á mig af þeirra
hálfu. Þetta er verkefnið sem ég
stend frammi fyrir.“
Allt of kunnuglegt
Krossbandsslit eru ekki óþekkt í
fjölskyldu Hauks og hann fékk því að
líkindum góð ráð. „Bróðir minn
[Örn] sleit tvisvar og systir mín
[Hrafnhildur Hanna] einu sinni.
Þetta er því allt of kunnuglegt. Þetta
er glataður pakki að slíta krossband
og reynir mikið á þolinmóðina. Ekki
síst á lokasprettinum í ferlinu þegar
þú ert nálægt því að komast aftur inn
á völlinn,“ sagði Haukur en síðasta
vetur var tekin skynsamleg ákvörð-
un þegar honum var leyft að dvelja
heima á Íslandi stóran hluta end-
urhæfingarinnar. Fyrir unga at-
vinnumenn getur verið einmanalegt
að vera í sjúkraþjálfun og sér-
æfingum í stað þess að æfa og spila
með liðinu.
„Já það er rétt. Ég fór til Íslands
eftir að ég meiddist. Nánast með
fyrsta flugi eftir að hafa farið í
myndatökur. Aðgerðin var gerð
heima og ég var á Íslandi megnið af
tímabilinu. Það er mikið verkefni að
halda sér í lagi andlega vegna þess
að maður er ekki með liðinu en einn-
ig risaverkefni að ná sér almenni-
lega. Það er mikil vinna og það þarf
að sinna því. Það var gott að vera
nærri fjölskyldu og vinum meðan á
þessu stóð. En þegar maður er kom-
inn í nýtt lið og nýtt land þá vill mað-
ur sýna sig og sanna. Til mikils er
ætlast af manni og maður er sjálfur
með væntingar. Ég kom fótbrotinn
til Póllands í fyrra og náði ekki upp-
hafi undirbúningstímabilsins. Náði
svo nokkrum leikjum og sleit þá
krossbandið. Þetta var ekki alveg
eins og maður sá þetta fyrir.“
Miklar kröfur gerðar
Vive Kielce hefur verið stórlið í
Evrópu síðasta áratuginn eða svo.
Liðið sigraði í Meistaradeildinni árið
2016 og fara þarf áratug aftur í tím-
ann til að finna tímabil þar sem ann-
að lið varð póskur meistari.
„Það er bara krafa að vinna titilinn
í Póllandi. Í Meistaradeildinni er
markið sett hátt og markmiðið er að
komast í úrslitahelgina. Við erum
með góðan og þéttan hóp. Þar af leið-
andi er raunhæft að stefna hátt og
miklar kröfur gerðar til okkar. Það
er bara flott. Sem íþróttamaður viltu
komast á toppinn og fara eins langt
og þú getur. Ég held að það sé ekk-
ert nema hollt að vera í umhverfi þar
sem þú ert undir pressu og gerðar
eru kröfur til þín. Ég tel með vera á
góðum stað hvað það varðar. Kielce
er topplið og með góðan þjálfara.
Hér hef ég allt til alls til að bæta mig
sem leikmaður,“ sagði Haukur
Þrastarson enn fremur í samtali við
Morgunblaðið en þjálfari liðsins er
Talant Dujshebaev sem þjálfaði Ólaf
Stefánsson hjá Ciudad Real. Á und-
an honum stýrði Bogdan Wenta lið-
inu en flestir handboltaunnendur á
Íslandi kannast einnig við hann.
Hauki sýnd þolinmæði
hjá pólska stórliðinu
- Fær tíma til að komast í gang eftir krossbandsslitið - Deildin hefst eftir viku
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Liðsfélagar Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson leika með meistaraliðinu Kielce.
Haukur Þrastarson
» Fæddur 14. apríl 2001.
» Kemur frá Selfossi og varð
Íslandsmeistari með liðinu árið
2019.
» Hélt í framhaldinu í atvinnu-
mennsku hjá Kielce í Póllandi.
» Vann til silfurverðlauna með
U18 ára landsliðinu á EM 2018
og var valinn maður mótsins.
» Leikur með hornamanninum
Sigvalda Birni Guðjónssyni hjá
Kielce.
ÍÞRÓTTIR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
„Fyrir mér er hann sigurveg-
ari nú þegar, eins og allir þessir
krakkar sem eru hérna og hafa
komist hingað, og ég veit að þau
munu öll gera sitt besta til að ná
sínum besta persónulega
árangri.“
Þannig komst Gunnar Már
Másson, faðir sundmannsins
Más Gunnarssonar, að orði við
mig í viðtali í Morgunblaðinu í
vikunni þegar ég spurði hann um
möguleika sonarins á að ná langt
á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó.
Nær kjarna málsins verður
varla komist. Már er blindur og
sama er að segja um hlauparann
Patrek Andrés Axelsson. Aðrir í
íslenska hópnum glíma við
hreyfihömlun, þroskahömlun og
mænuskaða.
En þetta er um leið harðsnúið
íþróttafólk sem vill ná árangri.
Ekki bara í daglegri baráttu sem
mótast af fötlun viðkomandi
heldur einnig á vellinum, í laug-
inni, á brautinni.
Ekkert af þeim sex sem mætt
eru fyrir Íslands hönd til Tókýó
sættir sig við það eitt að vera
með. Öll ætla þau sér að ná
langt, helst að vinna til verð-
launa, þótt það sé kannski ekki
raunhæft hjá flestum þeirra.
En það er takmark, eftir sem
áður. Eins og blindi hlauparinn
Patrekur Andrés sagði við mig í
vikunni: Miði er möguleiki.
Ásamt því að fylgjast með ís-
lensku keppendunum í Tókýó og
ræða við þá hef ég séð bregða
fyrir mögnuðu afreksfólki í alls-
konar íþróttagreinum á fyrstu
dögum Ólympíumótsins.
Þegar ég beið eftir því að
ræða við Má eftir að hann synti í
gær gekk sundmaður fram hjá
mér á harðaspani, fótleggjalaus
fyrir neðan hné. Hann þurfti
enga medalíu um hálsinn. Þetta
var augljóslega sigurvegari.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Í viðtali við RÚV í gær sagðist Þór-
hildur Gyða Arnarsdóttir hafa orð-
ið fyrir ofbeldi og grófri kynferð-
islegri áreitni af hálfu
landsliðsmanns í knattspyrnu árið
2017. Knattspyrnumaðurinn hafi
gengist við ofbeldinu, beðið hana
afsökunar og greitt henni miska-
bætur. Þórhildur segir að eftir
þetta hafi leikmaðurinn verið val-
inn í landsliðið og því hafi hún ekki
búist við þar sem KSÍ hafi vitað af
málinu. Nánar er hægt að lesa um
málið á mbl.is og þar má sjá stutta
yfirlýsingu frá KSÍ. netfrett@mbl.is
Greiddi bætur
vegna ofbeldis
Morgunblaðið/Hari
KSÍ Guðni Bergsson er formaður
Knattspyrnusambandsins.
Á fundi framkvæmdastjórnar
Íþrótta- og ólympíusambands Ís-
lands á fimmtudag var upplýst að
Líney Rut Halldórsdóttir fram-
kvæmdastjóri myndi láta af störf-
um sem framkvæmdastjóri sam-
bandsins hinn 1. október.
Líney, sem gegnt hefur starfinu í
fjórtán ár og á um tuttugu ára
starfsferil að baki hjá sambandinu,
mun áfram starfa fyrir ÍSÍ í öðrum
verkefnum en hún situr í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands ól-
ympíunefnda (EOC) og í ýmsum
nefndum og ráðum.
Breytingar hjá
forystu ÍSÍ
Ljósmynd/Lögreglan
ÍSÍ Líney Rut Halldórsdóttir
framkvæmdastjóri ÍSÍ.
Magdalena Anna Reimus, miðvallarspilari Selfyssinga, var besti leikmaður
15. umferðar úrvalsdeildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.
Magdalena lék mjög vel þegar Selfoss sigraði ÍBV 6:2 síðasta mánudags-
kvöld en þar skoraði hún tvö marka liðsins og lagði eitt upp.
Magdalena fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í leiknum og þá einkunn
fékk aðeins einn annar leikmaður í 15. umferðinni. Það var Tiffany
Sornpao, taílenski markvörðurinn hjá Keflavík, sem varði mjög vel í
óvæntu jafntefli gegn Breiðabliki í fyrrakvöld. Valskonur, sem tryggðu sér
Íslandsmeistaratitilinn á miðvikudagskvöld með 6:1-sigri á Tindastóli, eiga
þrjá leikmenn í úrvalsliði 15. umferðar sem sjá má hér að ofan.
15. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-3-3
Tiffany Sornpao
Keflavík
Natasha Anasi
Keflavík
Anna María
Baldursdóttir
Stjarnan
Sóley María
Steinarsdóttir
Þróttur R.
Lorena Baumann
Þróttur R.
Eva Núra
Abrahamsdóttir
Selfoss
Dóra María
Lárusdóttir
Valur
Hildigunnur Ýr
Benediktsdóttir
Stjarnan
Magdalena Anna
Reimus
Selfoss
Cyera Hintzen
Valur
Elín Metta Jensen
Valur
6
3 3
3
4
5
5
2 2
Magdalena best í 15. umferð