Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Hægindastóll
model 7227
Leður – Stærðir XS-XL
Verð frá 389.000,-
NJÓTTU
ÞESS AÐ SLAKA Á
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Allra ráða var neytt til að eyða gögnum breska
sendiráðsins í Kabúl um Afgana, sem unnu
störf í þágu Breta, áður en starfsfólk sendi-
ráðsins var flutt á brott með hraði undan víga-
mönnum talíbana. Þessu halda talsmenn breska
utanríkisráðuneytisins fram í kjölfar umfjöll-
unar breska blaðsins The Times, sem greindi
frá því, að skjöl með slíkum upplýsingum hefðu
legið eins og hráviði um gólf sendiráðsins.
Kveður ráðuneytið þremur fjölskyldum, sem
nefnd gögn vísuðu á, þegar hafa verið komið í
öruggt skjól. Starfsfólk sendiráðsins hafi unnið
svo hratt sem verða mátti þegar „upplausnar-
ástand í Kabúl“ hafi verið í sjónmáli.
Lisa Nandy, skuggaráðherra utanríkismála í
Bretlandi, sagði málið vekja áleitnar spurn-
ingar um hvað Dominic Raab utanríkisráðherra
hafi eiginlega aðhafst síðustu stundirnar áður
en Kabúl féll í hendur talíbana, en sendiráðið
var flutt í öruggt húsnæði skammt frá flugvelli
borgarinnar 13. ágúst þegar ljóst var orðið í
hvað stefndi.
Nöfn og heimilisföng Afgana
Eftir því sem The Times greinir frá fundust
umrædd gögn á þriðjudaginn, en sendiráðs-
byggingin var þá á yfirráðasvæði talíbana.
Mátti þar lesa nöfn og heimilisföng sjö afg-
anskra starfsmanna sendiráðsins, þar af eins
sem gegnt hefði áhrifastöðu, en auk þessa fjöll-
uðu gögnin um afganska borgara, sem sótt
höfðu um störf sem túlkar í sendiráðinu, og var
þar að finna símanúmer þeirra, heimilisföng og
starfsferilskrár.
Heimildarmaður innan breska utanríkisráðu-
neytisins segir í samtali við breska ríkisútvarp-
ið BBC, að ráðuneytið standi í þakkarskuld við
The Times fyrir að hafa greint frá gögnunum,
sem orðið hafi til þess, að breskir hermenn leit-
uðu uppi þrjá starfsmannanna, auk átta ætt-
ingja þeirra, þar af fimm barna, og önnuðust
flutning fólksins til Bretlands áður en talíbanar
náðu til þess.
„Við höfum unnið sleitulaust að því að
tryggja öryggi þeirra, sem störfuðu fyrir okk-
ur, sem fól meðal annars í sér björgun þriggja
fjölskyldna. Áður en sendiráðið var yfirgefið
var allt gert til þess að eyða viðkvæmum gögn-
um,“ sagði í yfirlýsingu breska utanríkisráðu-
neytisins í gær, en utanríkismálanefnd breska
þingsins hefur þegar boðað rannsókn á við-
brögðum ráðuneytisins við rás atburða í Afgan-
istan og mun Raab utanríkisráðherra koma
fyrir nefndina á miðvikudaginn, 1. september.
Gögnin hrannast upp
Formaður nefndarinnar, Tom Tugendhat,
gerði umfjöllun The Times að yrkisefni sínu á
samfélagsmiðlinum Twitter og sagði þar, að
vinnubrögð ráðuneytisins þegar skórinn
kreppti í Kabúl yrðu tekin til rannsóknar og
klykkti út með orðunum „Sönnunargögnin eru
þegar tekin að hrannast upp.“
Nandy skuggaráðherra segir, að eyðing við-
kvæmra gagna og öruggur brottflutningur
sendiráðsstarfsfólks hefði átt að vera algjört
forgangsatriði ráðuneytisins. „Ríkisstjórnin
verður að hafa upp á þeim sem þessi leki af-
hjúpaði, kanna hvort hætta steðji að yfir-
standandi aðgerðum ríkisins og hvaða við-
kvæm gögn önnur kunni að hafa fallið í
hendur fólks, sem vill vinna okkur mein,“ seg-
ir Nandy.
Formaður varnarmálanefndar þingsins,
Tobias Ellwood, hefur enn fremur boðað
rannsókn og lét Sky News hafa eftir sér, að
nefndin hygðist fara ofan í saumana á þætti
Bretlands í stríðinu í Afganistan og brotthvarfi
hersins frá landinu.
Hvers vegna biðum við?
Þá hefur Sir Ed Davey, leiðtogi Frjálslynda
demókrataflokksins, ritað Boris Johnson for-
sætisráðherra bréf og krafist þar tafarlausrar
rannsóknar á því, sem hann kallar mesta koll-
rak breskra utanríkismála síðan í Súesdeilunni
árið 1956.
„Hér þarf að svara alvarlegum spurningum
um hvers vegna hlutirnir fóru eins og þeir fóru
og hvað hefði mátt gera öðruvísi, þegar þús-
undir Afgana, hliðhollir okkur, eru eins og mýs
undir fjalaketti gagnvart ógnarveldi talíbana.
Hvers vegna biðum við svo lengi með að forða
túlkum undan? Hvers vegna fór utanríkisráð-
herra í frí þegar talíbanar tóku að gera sig
digra? Og hvernig tókst bresku leyniþjónust-
unni að túlka ástandið svona þveröfugt?“
spurði Davey.
Ljósmynd/AFP
Vilja svör Dominic Raab yfirgefur fund í Downing-stræti. Hans er vænst fyrir þingnefnd á miðvikudaginn.
Gagnaeyðing misfórst
- Viðkvæmar upplýsingar um Afgana í þjónustu sendiráðsins - Skjöl eins og hrá-
viði á gólfum - Þremur fjölskyldum bjargað - Raab fyrir þingnefnd 1. september
Flugfarþegar á Gardermoen-flug-
vellinum utan við Ósló í Noregi
máttu brynja sig þolinmæði í gær
þegar biðraðir að öryggisskoðunar-
aðstöðu náðu tugum metra og ekki í
fyrsta sinn síðustu mánuði, en
rammt hefur kveðið að töfum og
seinagangi á flugvellinum síðan
Norðmenn tóku að hætta sér utan á
ný eftir bólusetningar síðustu mán-
uði.
„Raðirnar virðast lengri vegna
þess að fólk hefur bil á milli sín, en
vissulega er hér röð,“ sagði Nora
Prestaasen, upplýsingafulltrúi
Gardermoen, í samtali við norska
dagblaðið VG í gær.
Frá því í mars hafa stjórnendur á
Gardermoen aðeins haft eitt örygg-
isskoðunarhlið flugvallarins opið,
þótt þar sé að finna tíu skoðunar-
borð, og hefur umferð brottfarar-
farþega því verið með hægasta móti,
eins og reyndar komumegin þar sem
veiruskimanir og skoðun ótal vott-
orða hefur sett mark sitt á gang
mála.
„Við gerum okkar besta og vonum
bara að röðin gangi hraðar en hún
lítur út fyrir að gera,“ sagði upplýs-
ingafulltrúinn og benti enn fremur á,
að föstudagssíðdegin væru alltaf
áskorun, þá væru fleiri á faraldsfæti.
Blaðamaður norska viðskiptavef-
ritsins E24 var staddur á Garder-
moen í gær og kvað pirring og önug-
heit í loftinu auk þess sem margir
hefðu hreinlega óttast að missa af
fluginu í öllum hægaganginum með
tilheyrandi eftirmálum, en norskir
fjölmiðlar hafa í vel rúmt ár boðið
upp á gnótt reynslusagna fólks, sem
lent hefur í stappi við flugfélög
vegna slíkra eða annarra faraldurs-
tengdra flugmiðamála.
Enn ein stíflan
á Gardermoen
- Margir óttuðust að ná ekki flugi sínu
Ljósmynd/Avinor
Gardermoen Langar biðraðir
mynduðust á vellinum í gær.
Jo Ferrari hefur gefið sig fram við
taílensku lögregluna og gefist upp
eftir nokkurn flótta. Ferrari þessi
tengist ítalska sportbílaframleið-
andanum ekki neitt heldur er þarna
um að ræða viðurnefni lögreglu-
mannsins Thitisans Utthanaphons,
sem liggur undir grun um að hafa
murkað lífið úr grunuðum eitur-
lyfjasala ásamt fleiri lögreglumönn-
um. Sjónarvottur náði myndskeiði
af atlögu lögregluþjónanna á síma
sinn, þar sem þeir sjást kæfa eitur-
lyfjasalann með poka og er það hald
manna, að maðurinn, sem hafði met-
amfetamíntöflur til sölu, hafi látið
undir höfuð leggjast að greiða lög-
regluþjónunum mútufé, en slíkt
mun mjög tíðkað þar eystra.
TAÍLAND
Ljósmynd/AFP
Bangkok Taílenska höfuðborgin.
Jo Ferrari gefst upp
Forláta BMW
X7-bifreið stór-
leikarans og Ís-
landsvinarins
Tom Cruise var
stolið í Birm-
ingham í Bret-
landi í vikunni
þar sem Cruise
var staddur við
tökur á sjöunda
kafla sögunnar endalausu Mission
Impossible. Eftir því sem The Sun
greinir frá tók einhver bifreiðina
traustataki þar sem hún stóð við
Grand Hotel á Church Street. Í bif-
reiðinni var varningur, þúsunda
punda virði, en málið leystist far-
sællega þegar hún fannst á ný í
Smethwick síðar sama dag og rann-
sakar lögregla nú upptökur örygg-
ismyndavéla í von um að afhjúpa
þjófinn.
BRETLAND
Tom Cruise
BMW Cruise stolið
í Birmingham