Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
✝
Kornelíus Jó-
hann Sig-
mundsson, sendi-
herra og
fyrrverandi for-
setaritari, fæddist
í Reykjavík 10.
júní 1947. Hann
lést 19. ágúst 2021
á heimili sínu á
Seltjarnarnesi, 74
ára að aldri. For-
eldrar hans voru
Sigmundur Kornelíusson
verslunarmaður og Auður
Halldóra Eiríksdóttir, fulltrúi
hjá Ríkisútvarpinu. Systkini
hans eru Þórdís Eiríksdóttir
og Loftur Atli Eiríksson.
Kornelíus ólst upp á Báru-
götu í Reykjavík og lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1967. Hann lauk
prófi í hagfræði frá háskól-
anum í York árið 1971.
Að námi loknu vann hann
hjá Álafossi og síðar Útflutn-
ingsráði. Árið
1973 gekk hann í
raðir utanrík-
isþjónustunnar og
starfaði fyrst um
sinn sem fulltrúi í
utanríkisráðu-
neytinu. Árið
1974 varð hann
varafastafulltrúi
fastanefndar Ís-
lands í Genf í
Sviss. Árið 1978
fluttist hann til New York og
varð varafastafulltrúi, og árið
1980 sendifulltrúi, í sendi-
nefnd Íslands við Sameinuðu
þjóðirnar og starfaði þar til
1984.
Hann flutti þá heim til Ís-
lands og gegndi starfi deild-
arstjóra í almennri deild ut-
anríkisráðuneytisins til 1987,
þegar hann varð forsetaritari
hjá Vigdísi Finnbogadóttur.
Þar starfaði hann til loka árs
1991 þegar hann tók við
starfi varafastafulltrúa og að-
alræðismanns Íslands við Sam-
einuðu þjóðirnar í New York.
Árið 1996 var hann skipaður
sendiherra og tók aftur við
starfi forsetaritara hjá Vigdísi
Finnbogadóttir og starfaði
áfram hjá Ólafi Ragnari
Grímssyni.
Árið 1999 varð hann sendi-
herra Íslands í Helsinki og
gegndi því starfi til ársins
2003 þegar hann varð aðal-
ræðismaður Íslands í Winni-
peg. Árið 2004 flutti hann aft-
ur heim og starfaði við ýmis
störf í utanríkisráðuneytinu,
meðal annars skrifstofustjóri
stefnumótunar- og ræðismála-
skrifstofu og fastafulltrúi Ís-
lands í Eystrasaltsráðinu.
Kornelíus átti þrjú börn.
Með barnsmóður sinni, Vero-
niku Jóhönnu Jóhannsdóttur,
átti hann Jóhönnu, f. 1971.
Með fyrri eiginkonu sinni,
Ingu Hersteinsdóttur, átti
hann Önnu Margréti, f. 1976,
og Sigmund, f. 1983. Síðar
kvæntist hann Önnu Soffíu
Hauksdóttur, þau áttu engin
börn saman.
Útförin fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Nú, þegar komið er að leið-
arlokum hjá elskulegum bróður
mínum, Kornelíusi Sigmunds-
syni, langar mig að minnast hans
með nokkrum orðum. Konni var
hálfbróðir okkar Atla og við lit-
um óskaplega mikið upp til hans.
Hann var alinn upp hjá Jóhönnu
ömmu sinni og föður sínum frá
barnsaldri, en móðir okkar og
faðir hans slitu samvistir eftir
stutt hjónaband.
Fyrstu minningar mínar af
Konna tengjast heimsóknum á
Bræðraborgarstíginn þar sem
þau bjuggu. Heimilið var virðu-
legt og fallegt og vel tekið á móti
okkur. Konni kom líka til okkar í
Rafstöðina og í Réttarholt til
móðurafa og –ömmu, þar sem
stórfjölskyldan hittist oft. Í sam-
tölum okkar Konna nýlega talaði
hann oft um gamla daga þegar
hann hjólaði á fína hjólinu sínu úr
Vesturbænum alla leið inn í
Sogamýri til að heimsækja
ömmu og afa.
Aðrar góðar minningar af
Konna eru þegar hann var kom-
inn með bílpróf og kom akandi á
flottu Volkswagen-bjöllunni sinni
R123 í heimsókn til okkar eftir að
við fluttum í Garðahreppinn.
Konni var hávaxinn, brúneygur
og einstaklega myndarlegur
maður og við systkinin horfðum á
hann aðdáunaraugum. Hann
minnti okkur á sjálfan Dýrling-
inn, Simon Templar, sem var ein
skærasta stjarnan í sjónvarpinu
á þeim tíma. Oft var falleg stúlka
í framsætinu hjá honum, sem
hann kom með til að kynna fyrir
mömmu. Sú allra fallegasta var
Inga Hersteinsdóttir, sem seinna
varð eiginkona hans, með stóra
brosið sitt og rauðgyllta hárið.
Konni var alltaf til staðar fyrir
mig á stórum stundum í lífi mínu.
Hann bar umhyggju fyrir mér og
þegar ég fór í fyrsta skipti að
heiman, 17 ára gömul til að vera
Au-pair í Jersey, kom hann í
heimsókn til að hitta fólkið og
kanna aðstæður.
Ég fylgdist stolt með starfs-
frama hans, fyrst hjá útflutnings-
ráði og síðan utanríkisþjónust-
unni. Glæsilegur, yfirvegaður og
fagmaður fram í fingurgóma
sómdi hann sér alls staðar vel,
hvort sem var í konungshöllum
erlendis, á Bessastöðum eða í ís-
lenskri sveit.
Sumarið 1977 gerðist ég Au-
pair stúlka að nýju og var hjá
Konna og Ingu í Genf. Anna
Margrét var þá ársgömul og í
mörg horn að líta hjá ungu hjón-
unum, sem voru á sinni fyrstu
starfstöð erlendis á vegum utan-
ríkisþjónustunnar. Það voru góð-
ir tímar.
Konni hafði unun af ferðalög-
um og skipulagningu þeirra.
Fjölskyldan ferðaðist mikið um
Evrópu og síðan Bandaríkin, eft-
ir að þau fluttu þangað. Þar
fæddist sonurinn Sigmundur og
skömmu síðar fluttu þau heim til
Íslands, en alla sína starfsævi var
Konni mikið á ferðinni um heim-
inn í lengri eða skemmri tíma.
Á námsárum sínum í York
hafði Konni hitt íslenska stúlku
og eignuðust þau dótturina Jó-
hönnu, 1971. Konni var óskap-
lega stoltur af börnunum sínum
þremur og afastelpunum Köru
og Söru. Öll eru þau með brún
augu og bera mikinn svip af hon-
um.
Það hefur verið erfitt að fylgj-
ast með heilsu Konna hraka und-
anfarin sex ár, en æðruleysi ein-
kenndi hann í veikindunum og
það er með mikilli virðingu og
þakklæti sem ég kveð elsku bróð-
ur minn. Innilegar samúðar-
kveðjur sendi ég börnum hans,
sem hafa verið honum stoð og
stytta á þessum erfiðu tímum.
Þórdís.
Á tímum breytinga og ögrandi
verkefna stýrði Kornelíus Sig-
mundsson liði forseta Íslands.
Þjónaði þjóðhöfðingjanum af ör-
yggi, festu, hæfni, víðsýni og vilja
til að takast á við nýjar áskor-
anir. Vigdís kallaði hann ungan
til verka og aftur síðar vegna
ánægju með fyrri störf. Í slíkri
ákvörðun blasa meðmælin við.
Kornelíus lenti þó í þeirri erf-
iðu stöðu að bera boðin milli for-
setans og þáverandi utanríkis-
ráðherra. Svo ískalt var
andrúmsloftið milli þessara
tveggja ráðamanna að þau töluð-
ust varla við. Líkt og í fornsögum
varð Kornelíus boðberi tíðind-
anna. Leysti þann vanda af fag-
mennsku. Eins og annað. Lét sig
litlu skipta þótt ráðherrann
hindraði starfsframa í hefndar-
skyni.
Þegar við Guðrún Katrín kom-
um til Bessastaða tók hann okkur
með einstakri ljúfmennsku. Und-
irbjó allar ferðir til þjóðhöfðingja
Norðurlanda og víða um sýslur
Íslands og héruð. Ætíð nákvæm-
ur og úrræðagóður. Hvort sem
kóngar, bændur eða sjómenn
áttu í hlut. Farsæld hins nýja for-
seta var í góðum höndum.
Við veikindi Guðrúnar Katrín-
ar og andlát á sjúkrahúsinu í
Seattle varð Kornelíus stoð fjöl-
skyldunnar og stytta. Kom með
vestur um haf og aftur þegar
flytja þurfti kistuna heim. Fjöl-
skyldan verður ávallt þakklát
fyrir mennskuna og hlýhug sem
þá einkenndu alla hans fram-
komu. Hinn reglufasti forsetarit-
ari var umfram allt góður maður.
Árin fyrstu í forsetatíð var
samstarf okkar ærið náið. Dag-
legt samráð, fjöldi viðburða og
víða farið. Undirbúningur og
framkvæmd ávallt í öruggum
höndum. Hafi tími tveggja for-
seta sem hann þjónaði reynst far-
sæll ber Kornelíusi Sigmunds-
syni verulegur heiður af þeirri
vegferð.
Forsetaembættið og þjóðin á
honum mikið að þakka. Við sem
þekktum hann náið kveðjum góð-
an dreng og vottum fjölskyldu
hans einlæga samúð.
Ólafur Ragnar Grímsson.
Kornelíus Jóhann
Sigmundsson
✝
Jóhann Ragnar
Jakobsson
fæddist í Reykjavík
16. desember 1948.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 11.
ágúst 2021.
Foreldrar hans
voru Jakob Björns-
son bóndi og verka-
maður, f. 9.6. 1909,
d. 5.9. 1986, og
Fanney Þorvarðardóttir hús-
móðir, f. 23.12. 1911, d. 30.10.
1989.
Jóhann var eina barn föður
síns en fimmta barn móður sinn-
ar. Sammæðra systkini Jóhanns
eru: Ragnheiður Jónasdóttir, f.
25.6. 1932; Gísli Halldór Jón-
asson, f. 13.9. 1933, d. 30.7. 2016;
Unnur Jónasdóttir, f. 10.7. 1935,
d. 21.2. 2015; Jónas Jónasson, f.
14.7. 1938, d. 11.9. 1939.
Jóhann kvæntist í júní 1976
Sigríði Aðalheiði Pálmadóttur,
f. 1956. Þau skildu. Börn þeirra
eru: 1) Jakob Ragnar, f. 15.4.
1976. 2) Sigurlaug, f. 4.5. 1979,
maki Baldur Már Vilhjálmsson,
Frá 1972 vann Jói sjálfstætt
við bílaviðgerðir og réttingar í
bílskúrnum í Ystabæ 13. Jafn-
framt var hann farinn að leggja
drög að verkstæðisbyggingu í
Varmahlíð í Skagafirði.
Jói og þáverandi kona hans
fluttu svo í Varmahlið 1977. Þá
stofnaði hann bifreiða- og rétt-
ingaverkstæði og var þekkt-
astur fyrir að byggja yfir Toy-
ota Hilux-pallbíla.
JRJ jeppaferðir stofnaði Jói í
lok síðustu aldar og ók með
ferðamenn, íslenska sem er-
lenda, um hálendi Íslends. Þann-
ig tókst honum að sameina
vinnu og áhugamál.
Síðastliðin 11 ár rak Jói gisti-
heimilið Himnasvalir á Egilsá í
Norðurárdal í Skagafirði. Sam-
hliða þessum rekstri sá hann um
póstdreifingu í vestanverðum
Skagafirði til margra ára.
Jói tók þátt í verkefnum s.s. á
vegum ungmennafélaganna og
Flugbjörgunarsveitar Varma-
hlíðar. Hann gekk í Rökkurkór-
inn fljótlega eftir að hann flutti
norður.
Úförin fer fram fram frá
Miklabæjarkirkju í Skagafirði í
dag, 28. ágúst 2021, klukkan 11.
Streymt verður frá athöfninni,
stytt slóð:
https://tinyurl.com/ynhknznz
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
f. 21.11. 1979. Börn
þeirra: Embla, f.
12.2. 2010, Aron
Helgi, f. 7.9. 2013,
og Kári Hrafn, f.
21.1. 2020. 3) Em-
ilía Rós Sigríð-
ardóttir, f. 2.12.
1987, sambýliskona
hennar er Daðína
Rós Hreinsdóttir, f.
23.9. 1980.
Jóhann, sem allt-
af var kallaður Jói, ólst upp í
Árbænum og voru foreldrar
hans í raun frumbyggjar þar.
Kallaðist bústaður þeirra Ár-
bæjarblettur nr. 39 en síðar
Ystibær 13. Hann gekk m.a. í
Laugarnesskóla. Síðan lá leiðin í
Iðnskólann þar sem hann lærði
bifreiðasmíði og var á samningi
hjá Agli Vilhjálmssyni. Lauk
hann iðnmeistaraprófi í þeirri
grein.
Jói eignaðist sinn fyrsta jeppa
16 ára gamall. Eftir það varð
bílskúrinn í Ystabænum eins og
félagsmiðstöð og margar jeppa-
ferðir inn á hálendið skipulagð-
ar þar.
Jóhann R. Jakobsson, eða Jói
eins og hann var jafnan kall-
aður, kom inn í Flatatungufjöl-
skylduna fyrir rúmlega 45 árum
þegar hann og Sigríður Pálma-
dóttir, frænka mín, rugluðu
saman reytum. Jói var bifreiða-
smiður og sprautari og mér er
minnisstætt þegar hann kom í
sína fyrstu heimsókn á rússaj-
eppa, sem hann hafði sjálfur
breytt í vígalegan fjallabíl.
Hann var grannvaxinn, kvikur í
hreyfingum, bindindismaður og
íþróttamaður og keppti m.a. í
skíðagöngu. Sjaldnast sat hann
lengi kyrr og hann var verk-
maður sem lét athafnir fylgja
orðum.
Þau Sigga byggðu sér fallegt
heimilli í Varmahlíð og eignuð-
ust saman þrjú börn, Jakob
Ragnar, Sigurlaugu og Emelíu
Rós. Jói starfaði við sína iðn og
reisti nýsmíða- og bílaréttinga-
verkstæði. Við systkinin vorum
heimagangar hjá þeim á grunn-
skólaárunum í Varmahlíðar-
skóla og eftir að ég tók bílpróf
og eignaðist bíl fékk ég að fara
inn á verkstæðið hjá Jóa og
gera við undir leiðsögn reyndra
starfsmanna eins og Jóns Gísla-
sonar í Miðhúsum. Jói var ein-
staklega bóngóður og greiðvik-
inn og gott að leita til hans
hvort sem það var vegna við-
gerða eða fá lánaðan bíl ef svo
bar undir.
Jói var hugmyndaríkur frum-
kvöðull. Útgáfa hans af hinni
séríslensku fullyrðingu „þetta
reddast“ var „það verður allt í
lagi“ og oft var það svarið ef
borin voru undir hann álitamál.
Sennilega var þetta líka hans
helsti veikleiki. Keppnisskapið
og viljinn til þess að takast á
við verkefni og láta allt ganga
upp. Eftir langan og metnaðar-
fullan rekstur varð hann að
loka verkstæðinu. Eitt af
áhugamálum Jóa var fjallaferð-
ir á breyttum jeppum og hann
gerði sér atvinnu úr því með
því að bjóða upp á jeppaferðir
á hálendið og síðar einnig gisti-
þjónustu ásamt póstflutning-
um. Um þetta leyti skildu þau
hjónin og eftir að hafa búið um
nokkurra ára skeið í Varmahlíð
tók Jói á leigu jörðina Egilsá í
Akrahreppi og byggði þar upp
ferðaþjónustu, sem hann sinnti
þar til yfir lauk.
Jói var félagslyndur og söng
lengi bassa með Rökkurkórn-
um í Skagafirði. Þar eins og
annars staðar eignaðist hann
góða kunningja. Eins og marg-
ir þekkja er líf bjartsýnna
frumkvöðla ekki alltaf dans á
rósum en Jói var svo lánsamur
að eiga góða vini og nágranna,
sem studdu hann með ráðum
og dáð þegar á þurfti að halda.
Hann naut þess þar að vera
sjálfur alltaf tilbúinn að leggja
hönd á plóg ef til hans var leit-
að.
Þegar Jói fór inn á spítala
nú í ágúst vegna brjóstverkja
sagði hann sínum nánustu að
veikindin væru smávægileg,
þetta yrði allt í lagi. Hann átti
hins vegar ekki afturkvæmt og
lést eftir hjartaaðgerð á Land-
spítalanum. Með honum er
genginn góður drengur og eft-
irminnilegur. Ég votta börn-
um, barnabörnum, ættingjum
og aðstandendum innilega
samúð.
Árni Gunnarsson
frá Flatatungu.
Jóhann R.
Jakobsson
Með örfáum orð-
um langar mig að
minnast mágs
míns, Hreins Guð-
varðarsonar, eins og hann kom
mér fyrir sjónir. Ég kynntist
Hreini þegar ég var barn að
aldri, en þá voru þau Inga,
systir mín, og hann að stíga sín
fyrstu spor saman í dansi lífs-
ins. Hann var mér afskaplega
kær, hann var skemmtilegur,
glaðlyndur grallari og ótrúlega
hnyttinn í tali, rólegur og yf-
irvegaður sama á hverju gekk.
Hlutirnir gengu jú upp þó það
væri ekki með einhverjum lát-
um og gauragangi. Hann var
hagyrðingur góður og orti
margar skemmtilegar vísur
sem hittu ætíð í mark við hin
ýmsu tilefni. Sveitin og dýrin
voru í uppáhaldi hjá honum og
natni hans við skepnurnar var
aðdáunarverð. Hreinn var ein-
staklega barngóður og hafði
sérstaklega gott lag á börnum
og unglingum.
Eitt sinn var ég á ferð með
foreldrum mínum og Hreini,
bíllinn var fullur af farangri svo
mamma bað mig um að sitja
með úlpur í fanginu, ég var
þarna á unglingsaldri svo þessi
bón hennar fór mjög í skapið á
mér og ég sagði með þjósti:
„þarf ég að hafa allt?“, þá var
það Hreinn sem sagði með
sinni einstöku stillingu: „mikið
lifandis skelfing ert þú nú
heppin að fá að hafa allt“, ég
snarþagnaði og hugsaði um það
sem hann sagði, skapið lagaðist
á svipstundu og ég er ekki frá
því að mér hafi fundist ég vera
bara svolítið heppin að fá að
hafa allt. Svona var Hreinn,
með sinni hæversku og róleg-
heitum kom hann frá sér vís-
Hreinn
Guðvarðarson
✝
Hreinn Guð-
varðarson
fæddist 14. janúar
1936. Hann lést 12.
ágúst 2021.
Útför Hreins fór
fram 20. ágúst
2021.
dómi sem hitti
beint í mark hjá
unglingnum.
Ég vann tvö
sumur á Skriðu-
klaustri í Fljótsdal
en þá bjuggu Inga
og Hreinn þar og
Hreinn var starfs-
maður á tilraunar-
búinu. Eitt haustið
hafði Hreinn veður
af því að mig lang-
aði að fara í göngur inn á
Fljótsdalsafrétt en göngurnar
tóku allt að þrjá daga og var
gist í gangnamannakofum.
Hreinn kom því til leiðar að ég
kæmist í þetta ferðalag með
gangnamannahópnum úr sveit-
inni. Hann sá til þess að ég gæti
farið á uppáhaldshestinum mín-
um í göngurnar, það þurfti ekk-
ert að segja, hlutirnir gengu
bara upp án nokkurra orðaleng-
inga.
Seinna fluttu þau hjón í
Skriðdalinn og tóku við búi for-
eldra minna á Arnhólsstöðum.
Það var alltaf gott að koma í
sveitina til þeirra á bernsku-
heimili mitt.
Dætur mínar fóru í sveitina á
Arnhólsstöðum til Ingu og
Hreins, þeim líkaði vel í sveit-
inni, sérstaklega þegar Hreinn
var búinn að setja hundana inn í
hús því þær voru logandi
hræddar við þá. Hræðslan við
hundana óx af þeim og var það
fyrir tilstilli Hreins, því hann
kenndi bæði hundum og börnum
að umgangast hvert annað.
Megi minningarnar um mæt-
an mann lengi lifa.
Samúðarkveðjur til elsku
Ingu, systur minnar, og afkom-
enda þeirra hjóna.
Þér ég sendi
hlýjar kveðjur
og ljósið bjarta
Sorgina sefi
von þér veiti
og vittu til
það kemur vor.
(Hjartalag.is)
Sólveig Einarsdóttir.