Morgunblaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 20
Hátíðlegt Fjögur brúðkaup hafa verið haldin um borð í MS Brim. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Forsvarsmenn norska fyrirtækisins Brim Explorer leituðu ýmissa leiða til að bregðast við kórónuveirunni. Í stað hvalaskoðunar og norðurljósa- siglinga urðu jógatímar og veislu- höld í Oslóarfirði meðal annars lifi- brauð fyrirtækisins. Svo vel tókst til að að nú er ráðgert að bæta þriðja skipinu í flotann og verður það að öllu leyti rafknú- ið og byggt úr kolefnistrefjum. Fyrirtækið er að meirihluta í eigu Íslendinga og er Agnes Árnadóttir fram- kvæmdastjóri. Hún er frá Húsa- vík og eiga faðir hennar, Árni Sig- urbjarnarson, og systkini hlut í fyrirtækinu. Agnes tekur undir það að eftir að faraldurinn skall á hafi þurft að grípa til óvæntra ráða með tvö ný skip í rekstri. Neyðin hafi kennt naktri konu að spinna, eða norskri ef út í það er farið. Umhverfisvæn skip Haustið 2019 tók fyrirtækið við MS Brim og í maí í fyrra bættist MS Bard við. Skipin eru tvíbytnur og knúin með raforku eða olíu, 24 metra löng og 11 metrar á breidd. Þau taka 146 farþega í dagsferðum og tveir stórir salir eru um borð. Nú er þriðja skipið á teikniborðinu, það verður einnig 24 metrar á lengd og 11 metrar á breidd og verður enn umhverfisvænna en eldri skipin. Agnes segir að þrátt fyrir erfið- leika vegna kórónuveirunnar hafi fyrirtækið öðlast mikla reynslu og séð nýja möguleika. Út á þá verði gert á nýja skipinu, sem reikna má með að kosti hátt í milljarð ís- lenskra króna eða um 70 milljónir norskra. Eldri skipin kostuðu hvort um sig um 50 milljónir norskra eða um 700 milljóni ísl. króna. Nýja skipið er væntanlegt næsta sumar eða haust. Upphaflega var stefnt að því að hálft árið yrði annað skipið í verk- efnum á Svalbarða fyrir dótturfélag Hurtigruten, stærsta ferjufyr- irtækis í Noregi. Samkvæmt fimm ára samningi átti að sigla með ferðamenn frá maí fram í október með ferðamenn til rússnesku bæj- anna Barentsburg og Piramiden. Þar sem engir voru ferðamennirnir var leigusamningi frestað um eitt ár. Þjónustan hugsuð upp á nýtt Hitt skipið var áfram í verk- efnum tengdum hvalaskoðun og norðurljósasiglingum við Norður- Noreg, þó svo að umsvifin hefðu verið minni en ráð var fyrir gert. Aðalhvalaskoðunarvertíðin er í Norður-Noregi að vetri til, en þá koma hvalirnir á eftir síldinni inn í firðina, einkum háhyrningar og hnúfubakar, en einnig fleiri teg- undir. Agnes segir að ekki hafi mörg fyrirtæki verið um hituna í fyrravetur, en þau séu hvert af öðru að taka við sér. Í fjarveru ferðamanna vegna faraldursins varð úr að annað skip- ið var flutt til Óslóar með von um að verkefni fyndust á þessum stærsta heimamarkaði í Noregi. „Í fyrrasumar buðum við upp á kvöldferðir um Óslóarfjörð með þriggja rétta máltíð sem voru vin- sælar og jógaferðir á morgnana um helgar gerðu lukku,“ segir Agnes. „Svo voru fjögur brúðkaup haldin um borð og einir tónleikar. Þetta var bara alls konar og það var gaman að sjá vélstjórana úti á dekki að dæla bjór. Við hugsuðum alla þjónustuna upp á nýtt og þetta gekk vonum framar í fyrra. Reyndar svo vel að við ætlum að gera út á þessa starfsemi á nýja bátnum, sem við fáum vonandi næsta sumar. Hann verður sér- sniðinn að þjónustunni í Ósló og hannaður eftir okkar þörfum og reynslu.“ Til að brúa bilið enn frekar var farið í samstarf við björgunar- samtök í Noregi, ekki ósvipuð Landsbjörg. Í nokkra mánuði í vor var báðum bátunum breytt í skóla- skip. Þeir sigldu upp með strönd- um Noregs og um borð var boðið upp á fræðslu um lífið í hafinu og öryggismál. Í fullum rekstri í sumar Fastir starfsmenn Brim Explorer eru 20, en fimm manns bætast við þegar mest er að gera. Þrátt fyrir áföll tókst að halda fjölda starfsfólks að mestu í fyrravetur, með þeirri undantekn- ingu að hluti hópsins fór í leyfi í sex vikur undir lok síðasta árs. Síðan í sumar hafa bæði skipin verið í fullum rekstri, annað á Svalbarða og hitt í Lofoten. Fyrri hluta sumars var stærsti hluti gestanna Norðmenn, en undan- farnar vikur hefur erlendi mark- aðurinn tekið talsvert við sér. Útgerð Þegar nauðsynlegt var að gera breytingar í rekstri voru skipin m.a. notuð sem skólaskip og til vinstri má sjá hress norsk ungmenni um borð. Fyrirtækið hefur verið með talsvert af Íslend- ingum í vinnu og á myndinni í miðjunni hellir Bettína Friðriksdóttir víni í glös gesta um borð. Til hægri er Silja Árnadóttir á bjórdælunni, en hún er meðeigandi og systir Agnesar. Jógatímar í stað hvalaskoðunar - „Íslenska“ fyrirtækið Brim Explorer fjárfestir í þriðja skipinu - Gjörbreyttur rekstur í faraldrinum Ljósmyndir/Brim Explorer Breytingar Sérstakar jógaferðir og margs konar veisluhöld komu í stað hefðbundinna verkefna þegar dofnaði yfir ferðaþjónustu í Noregi í fyrra. Agnes Árnadóttir Í Óslóarfirði Bátarnir MS Brim og MS Bard fyrir framan norsku óperuna. 20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.