Morgunblaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
✝
Sigríður Lár-
usdóttir fædd-
ist í Vestmannaeyj-
um 23. janúar
1936. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 10. ágúst
2021.
Foreldrar henn-
ar voru þau
Ágústa Gísladóttir,
f. 24. ágúst 1914,
d. 15. ágúst 1941, og Lárus Ár-
sælsson, f. 9. maí 1914, d. 13.
ágúst 1990. Seinni kona Lár-
usar var Bergþóra Þórðar-
dóttir, f. 16. mars 1924, d. 16.
júlí 2004.
Systkini hennar eru Ársæll,
f. 6. nóvember 1939, og Ágústa
Sirrý ólst upp í Vestmanna-
eyjum og gekk í barnaskólann
þar. Eftir það hélt hún til náms
til Reykjavíkur og fór í Versl-
unarskóla Íslands og lauk það-
an verslunarskólaprófi. Fljót-
lega eftir nám fór hún að vinna
í Útvegsbankanum í Vest-
mannaeyjum. Hún flutti til
Reykjavíkur eftir eldgosið á
Heimaey 1973 og bjó lengst af í
Eskihlíð 22, en síðustu ár á
Skúlagötu 20. Í Reykjavík
starfaði hún áfram í Útvegs-
bankanum, síðar Íslandsbanka
og Glitni en lauk störfum árið
2001.
Hún var meðlimur í Kven-
félagi Heimaeyjar og mörg ár í
stjórn félagsins.
Útförin fer fram frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum í dag,
28. ágúst 2021, klukkan 13. At-
höfninni verður streymt á vef
Landakirju:
https://www.landakirkja.is/
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
f. 10. júní 1941, d.
5. júlí 2017.
Eiginmaður Sir-
rýjar var Guðmar
Tómasson skip-
stjóri og giftust
þau 1959. Guðmar
var fæddur 6. apríl
1933 og lést 25. júlí
1967. Börn þeirra
eru: 1) Ágústa, f. 4.
júní 1958, gift
Gísla Gíslasyni og
eiga þau þrjú börn; Guðmar,
Berglindi og Steinþór. 2) Tóm-
as, f. 9. nóvember 1959, giftur
Erlu Helgadóttur og eiga þau
tvær dætur; Fríðu Ósk og Söru
Rós. 3) Lárus Bergþór, f. 16.
október 1963. Langömmubörn-
in eru orðin níu.
Elsku mamma mín, mig lang-
aði að kveðja þig með örfáum
orðum. Það er búið að vera erfitt
að fylgjast með þér þessar síð-
ustu vikur, hvernig mátturinn
dvínaði jafnt og þétt, en alltaf
komstu aðeins til baka okkur öll-
um til mikillar furðu. Þú hafðir
greinilega mikinn lífskraft og
sterkt hjarta og gafst ekki svo
auðveldlega upp, en að lokum
varðst þú að lúta í lægra haldi
fyrir þessum krabba sem á þig
herjaði. Ég veit að þú óttaðist
mest að þessi lokakafli tæki of
langan tíma en ég veit líka að þú
fékkst þá bestu umönnun sem
hægt er að fá hjá starfsfólkinu á
líknardeildinni og þau létu þér
líða eins vel og mögulegt var.
Lífið var ekki alltaf dans á
rósum hjá þér mamma mín. Það
hefur verið þér mikið áfall að
missa mömmu þína aðeins fimm
ára gömul, og svo að missa
pabba aðeins 31 árs gömul og
með þrjú börn á framfæri. En
þú ákvaðst að helga líf þitt okk-
ur systkinunum og sjá til þess
að eitthvað yrði úr okkur. Þú
varst búin að undirbúa flutning
okkar til Reykjavíkur áður en
Heimaeyjargosið byrjaði svo við
gátum flutt í okkar íbúð í Eski-
hlíðinni. Þar bjóstu okkur heim-
ili á meðan við menntuðum okk-
ur. Ég man að þú beindir mér á
þá menntabraut sem ég fór bæði
varðandi Iðnskólann og síðar
Tækniskólann án þess að vera
með neinn áróður, þú vissir að
ég vildi breytingar svo þú beind-
ir umræðunni á möguleika sem
ég svo valdi. Ég verð þér æv-
inlega þakklátur fyrir það
mamma mín. Þó svo þú hafir
skráð mig í ranga deild í Iðn-
skólanum í byrjun svo ég endaði
sem vélvirki í staðinn fyrir tré-
smiður, þá varð útkoman líklega
bara betri svona.
Það verður margt í lífinu
öðruvísi nú þegar þú ert farin í
draumalandið mamma mín, og
nú síðast í gær þegar ég kom
heim úr veiðitúr þá var engin
mamma til að hringja í og segja
frá veiðinni og hvernig hefði
gengið.
Takk mamma mín fyrir allt
sem þú hefur gefið mér í lífinu,
ég skal reyna að halda arfleifð
þinni á lofti eins vel og ég get.
Þinn sonur,
Tómas (Tommi).
Sigríður Lárusdóttir tengda-
móðir mín skildi sátt við þessa
jarðvist eftir langvinn veikindi.
Við Sirrý hittumst fyrst fyrir
rúmum 46 árum í Eskihlíðinni
eftir að við Gústa drógum okkur
saman. Þá var hún áberandi
glæsileg ung kona sem sópaði
að, hreystin uppmáluð á sál og
líkama. Í Eskihlíð hafði hún
komið sér fyrir, fljótlega eftir
gos, til að búa börnum sínum
bestu aðstæður til frekara
náms. Hún hafði misst Guðmar
eiginmann sinn átta árum áður
frá þremur ungum börnum.
Eskihlíðin varð fljótlega mitt
annað heimili þótt íbúðin væri
lítil. Fljótlega kynntist ég allri
fjölskyldunni, þar á meðal Lár-
usi og Bergþóru, eða Gógó og
afa, sem áttu þá heima í Eyjum,
en hjá þeim bjuggum við að
mestu þegar við unnum þar tvö
sumur. Minnist þess að Lárusi
fannst ég heldur renglulegur á
þessum árum og sagði að ég
ætti eftir að þroskast. Er viss
um að hann væri ánægður með
mig í dag.
Sirrý fylgdist alltaf vel með
fjölskyldunni sem stækkaði óð-
um. Hún bar umhyggju fyrir
velferð fjölskyldunnar allrar og
fylgdist vel með barnabörnum
og var ávallt boðin og búin að
veita lið þegar hlaupa þurfti
undir baggann. Hún var mikið
með okkur í fríum og ferðalög-
um, bæði heima og erlendis. Ár-
in sem við bjuggum í Noregi
tók því ekki að koma í heimsókn
fyrir minna en nokkrar vikur og
rúmuðumst við ágætlega í litlu
íbúðinni á Skógarveginum í hin-
um norska Ásahreppi. Einnig
var nóg pláss í fimm manna
Ópel þegar við fórum sex sam-
an í vikulangt ferðalag um Guð-
brandsdalinn. Seinni árin var
farið í nokkrar ferðir með stór-
fjölskyldunni til Tenerife sem
hún hafði yndi af.
Sirrý naut góðrar heilsu í
rúm 80 ár. Hún stundaði reglu-
lega útivist og hreyfingu, fór í
sund og gönguferðir. Hún átti
einstakt samband og góðar
stundir með Ágústu systur
sinni og var það henni mikið
áfall þegar hún féll frá fyrir
fjórum árum.
Hún er góð fyrirmynd af-
komenda sinna; vandamálin
voru engin, aðeins verkefni.
Veikindin voru tekin sömu tök-
um, hún kláraði margar erfiðar
brekkur síðustu ár og aldrei var
annað í stöðunni en að leggja á
brattann og ná aftur heilsu.
Þegar ég hitti hana fárveika á
líknardeildinni örfáum vikum
fyrir andlátið sagðist hún held-
ur vera að hressast. Sirrý hélt
sjálf sitt kveðjuhóf um miðjan
mars, býsna hress og keik, þar
sem nánustu aðstandendur áttu
góða stund og fögnuðu með
henni 85 árum. Öllum var ljóst
hvert stefndi.
Líknardeildin annaðist
tengdamóður mína af einstakri
alúð og fagmennsku og sannaði
enn og aftur hversu mikilvægt
er að njóta góðs heilbrigðiskerf-
is. Að leiðarlokum er þökkuð
leiðsögn og samfylgd í tæpa
hálfa öld, sem aldrei bar skugga
á. Blessuð sé minning Sigríðar
Lárusdóttur.
Gísli Gíslason.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Sirrý, er látin. Í gegnum hugann
streyma minningar liðinna ára
og langar mig að þakka fyrir all-
ar þær ánægjustundir sem við
höfum átt í gegnum tíðina.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Blessuð sé minning þín.
Þín tengdadóttir,
Erla.
Elsku amma. Þú varst frábær
amma og eingöngu jákvæðar og
bjartar minningar sem fylla
hugann þegar maður hugsar til
æskuáranna.
Sund og ís í Álfheimum.
Sunnudagsmatur í Eskihlíðinni.
Hnetur og rúsínur í skál. Rauð-
ur ópal. Ferðalagið okkar um
Noreg 1988. Brekkusöngur á
þjóðhátíð. Ferðirnar til Tenerife.
Samverustundirnar í Steinsholti.
Svona mætti lengi telja.
Þú varst alltaf svo glaðvær og
með góða nærveru. Brosmild,
hjartahlý og góð. Þú varst unga
og hraustlega amman sem synt-
ir 500 m á dag og naust lífsins
heilsuhraust og glöð þar til
krabbameinið dró úr þér kraft-
inn síðustu árin.
Við erum þakklát fyrir öll ár-
in sem við áttum saman. Við er-
um þakklát fyrir að hafa fengið
góðan tíma til að kveðja þig. Við
erum þakklát fyrir þig.
Hvíldu í friði elsku amma.
Guðmar Gíslason,
Berglind Gísladóttir,
Steinþór Gíslason.
Sigríður
Lárusdóttir
Við Helga kynnt-
umst á bílastæðinu
við Ljósheima fyrir
hartnær tveimur
áratugum þegar vin-
kona hennar kom okkur einhleyp-
ingunum saman. Hún hafði góðan
húmor og var yndisleg í alla staði
við mig. Við ferðuðumst tvisvar til
Bandaríkjanna saman og ég vildi
allt fyrir hana gera. Hún hafði
gaman af dýrum og við fengum
okkur stálpaðan kött sem þurfti að
fara á annað heimilið vegna flutn-
inga og ósamkomulags við aðra
ketti þess heimilis svo við björg-
uðum honum. Seinna fengum við
okkur annan og þeir urðu miklir
mátar. Hún hafði mikinn áhuga á
Helga María
Jónsdóttir
✝
Helga María
Jónsdóttir
fæddist 5. janúar
1952. Hún andaðist
15. júlí 2021.
Útför Helgu fór
fram í kyrrþey.
öllum barnabörnun-
um og passaði þau
oft. Í apríl ár hvert
reyndi hún að láta
einhvern hlaupa
fyrsta apríl og voru
þá börn, tengdabörn
og barnabörn oft
fyrir valinu með
bráðfyndnum ár-
angri eða jafnvel ár-
angursleysi. Þegar
hún var komin í
Skógarbæ hjólaði ég á hverjum
degi til hennar og það gladdi hana
mjög mikið. Hún kallaði alltaf eftir
mér þegar eitthvað bjátaði á þeg-
ar hún var sem veikust. Stundum
bað hún mig um að kaupa eitthvað
fyrir sig og þegar ég kom með það
handa henni þá gladdi það okkur
bæði, hana að fá hlutinn og mig
fyrir að fá að gera vel við hana.
Hún var mín stoð og stytta og ég
hennar. Ég sakna hennar mikið og
hún er alltaf í huga mér.
Bergþór Th. Ólafsson.
Kæri afi, fyrir-
myndin mín, vinur
minn, kennari, takk
fyrir allar stund-
irnar og ævintýrin.
Þú varst alltaf óendanlega
þolinmóður og blíður sama hvað
bjátaði á. Þú eyddir ómældum
tíma í að kenna okkur Adrien
að keyra litla græna traktorinn
sama hversu oft við drápum á
honum, festum hann, klesstum
á eða traktorinn bilaði. Alltaf
hélstu ró þinni. „Þetta gerir
ekkert til“ eða „við lögum
þetta“ voru orð sem voru oft
notuð við þessar aðstæður og
Sigurður H.
Eiríksson
✝
Sigurður Helgi
Eiríksson
fæddist 5. nóv-
ember 1930. Hann
lést 10. ágúst 2021.
Útför Sigurðar
fór fram 18. ágúst
2021.
oft hlegið að þess-
um misförum
stuttu síðar.
Ein skemmtileg-
asta minningin mín
er þegar þú kennd-
ir okkur Adrien að
keyra gamla rauða
Renault-inn fram í
Bletti. Ömmu var
nú ekki skemmt við
þetta uppátæki hjá
þér enda var ég
bara á tólfta ári og Adrien á
sínu tíunda. Amma bannaði þér
að kenna okkur að keyra fram í
Bletti, það beit lítið á, þú fórst í
staðinn með okkur út á gömlu
flugbrautina. Þar gerðir þú
heiðarlega tilraun til að kenna
okkur Adrien að keyra. Alltaf
sömu rólegheitin, alltaf að
kenna okkur eitthvað nýtt. Það
var mikið hlegið og mikið drep-
ið á. Við máttum alls ekki segja
ömmu frá en amma vissi ná-
kvæmlega hvað var á seyði.
Hún talaði aldrei um það en við
fórum alla vegana ekki aftur út
á flugbraut að keyra.
Þú vaknaðir til lífsins á
kvöldin þar sem við nætur-
hrafnar spjölluðum iðulega
langt inn í nóttina. Þar deildir
þú með mér þinni visku og fróð-
leik í gegnum ótal sögur af liðn-
um atburðum úr lífi þínu. Það
var greinilegt að þú hafðir gam-
an af klókum einstaklingum
sem hugsuðu út fyrir kassann
enda margar sögur af þeim
meiði. Þú kenndir mér ótal vís-
ur, sem er afrek út af fyrir sig,
og sögurnar á bak við þær. Það
var oft mikið hlegið enda segir
enginn sögur eins og þú afi.
Þú sýndir mér í verki að
þrautseigja gæti fært fjöll. Hið
ómögulega væri mögulegt og
draumar verða veruleiki. Blett-
urinn sem þú skapaðir er lifandi
sönnun þess. Þú lést verkin tala
og kærðir þig ekki um skoðanir
annarra. Þá skýst í kollinn minn
vísa sem þú kenndir mér eftir
Jón Bergmann:
Þó að leiðin virðist vönd
vertu aldrei hryggur;
það er eins og hulin hönd
hjálpi er mest á liggur.
Þegar ég tekst á við raunir,
og fer að örvænta, heyri ég þig
fara með þessa vísu eins og þú
gerðir í fyrsta sinn og held
ótrauður áfram.
Kærleikurinn þinn og vænt-
umþykja var alltaf til staðar
eins og það væri sjálfsagður
hlutur. Þegar ég kom með fóst-
urdóttur mína í heimsókn í
fyrsta sinn varð hún strax hluti
af fjölskyldunni og „stelpan
þín“. Þú varst mikill fjölskyldu-
maður, lifðir fyrir okkur börnin
og barnabörnin og gast ekki
beðið eftir því að hitta litla Eric
minn. Ég er mjög þakklátur að
við Eric fengum að verja nokkr-
um stundum með þér áður en
þú kvaddir okkur.
Afi, þú hefur gefið mér meir
en orð fá lýst. Minning þín og
arfleifð fylgir mér hvert sem ég
fer, í öllu því sem ég og systk-
inin mín tökum okkur fyrir
hendur og að sjálfsögðu mun
minning þín lifa áfram í lífs-
verkinu þínu Blettinum.
Takk fyrir allt afi.
Mathieu Grettir Skúlason.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður
og afa,
HANNESAR PÉTURSSONAR,
prófessors í geðlækningum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Markar, 2. hæð norður, fyrir einstaka umönnun.
Júlíana Sigurðardóttir
Sólveig Guðrún Hannesd. Jónas Páll Jónasson
Kristín Inga Hannesdóttir Hilmar Hauksson
Þórunn Hannesdóttir Jason Andrew Doyle
og barnabörn
Þung eru sporin í
dag er ég kveð kær-
an vin.
Skagafjörðurinn
leiddi okkur Palla
saman. Á mínum yngri árum var
maður sendur í sveitina og kynnt-
ist maður þar strákunum á næstu
bæjum. Í Álftagerði hjá Óla heitn-
um og Regínu hittumst við oft þar
sem við báðir vorum þar miklir
heimagangar. Þar var nú kátt í
kotinu og ekki mikið tiltökumál
þó bættist einn og einn grisling-
urinn við á þeim bænum. Ómet-
anlegar stundir okkar allra þar.
Síðsumarś94 vantaði malara-
flokk Vegagerðarinnar á Akur-
eyri starfsmann og fannst mér til-
valið að kanna hvort ekki væri
hægt að koma Palla norður í
vinnu, þar sem ég vissi að hann
vantaði vinnu.
Hæg voru nú heimatökin hjá
mér, þar sem bróðir minn var ný-
orðinn verkstjóri flokksins og ég
stakk upp á því að kalla Palla til
Páll Hlöðver
Kristjánsson
✝
Páll Hlöðver
Kristjánsson
fæddist 5. janúar
1973. Hann lést 11.
ágúst 2021.
Útförin fór fram
18. ágúst 2021.
sem ég og gerði.
Palli var nú líklegast
klár í slaginn og kom
strax um kvöldið
austur í Aðaldal þar
sem flokkurinn var
staddur. Margar
áttum við saman
stundirnar í flokkn-
um þar sem margt
var brallað sem ekki
er prentvænt.
Samgangur okk-
ar strákanna í flokknum var mik-
ill, einnig utan vinnu t.a.m. skellt-
um við okkur saman til Flórída,
glatt var þar á hjalla, maður
minn!
Komið var að leiðarlokum hjá
malaraflokknum en við héldum
allir starfi okkar áfram hjá Vega-
gerðinni. Árið 9́8 lét ég af störfum
hjá Vegagerðinni en Palli starfaði
þar alla tíð þar til hans lést. Þrátt
fyrir það vorum við alltaf í mikl-
um samskiptum og samstarfi þar
sem ég starfaði áfram við verk-
töku fyrir Vegagerðina.
Palli var ekki maður margra
orða en gerði allt vel það sem
hann tók sér fyrir hendur.
Fjölskyldu hans votta ég mína
dýpstu samúð, hafðu þökk fyrir
allt, kæri vin.
Snorri Snorrason.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar