Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 48

Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 48
Feðginin Una Stef og Stefán S. Stefánsson koma fram á elleftu og síðustu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag, laugardag, milli kl. 15 og 17. Una syngur, Stefán leikur á saxófón, Vignir Þór Stefánsson á píanó, Gunnar Hrafns- son á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Á efn- isskránni eru valin lög eftir Stefán sem þau feðgin hafa útsett saman. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir eru haldnir í samvinnu við Jazzhátíð Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis. Stef og stökur á Jómfrúnni LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 240. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Ég er glöð yfir því að hafa komið hingað snemma. Hit- inn og rakinn setja smá strik í reikninginn. Ég bjóst al- veg við því en það er mjög erfitt að æfa í þessum hita og raka. En ég kannast við þetta eftir að hafa keppt við svipaðar aðstæður á HM á Ítalíu fyrir nokkrum árum,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir meðal annars í sam- tali við Morgunblaðið í dag. Arna Sigríður keppir í handahjólreiðum í Tókýó á þriðjudag og miðvikudag, en dvelur nærri Fuji-kappakstursbrautinni í Oyama þar sem keppt verður. »38 Reynslan frá HM á Ítalíu kemur sér vel í hitanum og rakanum í Japan ÍÞRÓTTIR MENNING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Krakkarnir bíða spenntir eftir þessum ferðum og undantekning- arlaust eru þau ánægð. Ég er að hitta fólk í dag, sem komið er yfir tvítugt, sem segir við mig: Ég man eftir þér á Húna! Það er gaman að þessu,“ segir Þorsteinn Pétursson, einn Hollvina Húna II sem sjá um rekstur og viðhald á eikarbátnum. Frá árinu 2006 hefur báturinn siglt á haustin út á Eyjafjörð með grunnskólanemendur frá Akureyri og víðar að úr Eyjafirði. Fræðast um lífríki sjávar Húni II er nú farinn að sigla um fjörðinn með nemendur úr 6. bekk grunnskólanna líkt og mörg und- anfarin haust þegar skólar eru tekn- ir til starfa að loknu sumarleyfi. Í ferðunum fræðast krakkarnir um bátinn og smíði hans, lífríki sjáv- ar og hollustu fisksins. Fjallað er um hafið kringum landið og þau verð- mæti sem við þurfum að nýta og vernda t.d. með því að halda haf- svæðinu hreinu. Þau skoða stjórn- tæki í brúnni, veiða fisk sem síðan er krufinn um borð; flakaður, grillaður og loks snæddur. Verkefnið er unnið í samstarfi við auðlindadeild Háskól- ans á Akureyri, Akureyrarbæ og Samherja. Reiknað er með að þetta haustið verði siglt með ríflega 300 nem- endur. Síðasta ferðin er áætluð 9. september nk. Í áhöfn Húna eru 10- 12 manns í hverri ferð og öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu. Kennari úr sjávarútvegsfræðum mætir yfirleitt með nemendur sína úr HA, sem fá æfingu í því að fræða aðra um lífríki hafsins. „Það vildi svo skemmtilega til núna í vikunni að einn neminn í sjáv- arútvegsfræði mundi vel eftir sinni ferð með Húna þegar hún var í grunnskóla,“ segir Þorsteinn. Bátunum sé sýnd virðing Húni II var smíðaður í skipa- smíðastöð KEA árið 1963, er 130 tonn að stærð. Iðnaðarsafnið á Akureyri hefur bátinn til umráða í dag en félagið Hollvinir Húna II sér um reksturinn, sem fyrr segir. Þor- steinn segist hlakka til ársins 2023, þegar Húni verður 60 ára. Þá verði vonandi hægt að sigla bátnum hring- inn um landið og breiða út fagnaðar- erindið. „Við viljum að þessum hluta sög- unnar sé sýnd meiri virðing en gert hefur verið. Lengi vel var það siður hér á landi að kasta eikarbátunum á áramótabrennur,“ segir Þorsteinn og bendir á að ekki sé verið að brenna gömul hús með merka sögu að baki. Á fiskveiðum í 30 ár Smíðaðir voru um 100 eikarbátar hér á landi á árunum 1940 til 1970. Húni II er eini báturinn óbreyttur af þessari stærð sem nú er til á Íslandi. Báturinn var gerður út til fiskveiða í 30 ár og talið að veiðin hafi alls verið um 32 þúsund tonn. Hann var tekinn af skipaskrá árið 1994 og stóð til að eyða honum á næstu áramóta- brennu. Húna var bjargað af Þorvaldi Skaftasyni og Ernu Sigurbjörns- dóttur, sem vildu varðveita bátinn sem minjar um skipasmíði á Íslandi. Báturinn kom aftur á skipaskrá 1995 og var gerður út á hvalaskoðun í nokkur ár, fyrst frá Skagaströnd og síðar frá Hafnarfirði. Þrautreyndir aflaskipstjórar skiptast á í brúnni á Húna, þeir Arn- grímur Brynjólfsson, er lengi stýrði Vilhelm Þorsteinssyni EA, og Bjarni Bjarnason af Súlunni EA. „Man eftir þér á Húna“ - Siglingar hafnar með eyfirska nemendur um fjörðinn - Hollvinir Húna II sigla með 300 nemendur í haust Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Sigling Húni II á siglingu í vikunni með 28 nemendur úr Brekkuskóla. Skipuleggjandi Þorsteinn Pétursson heldur utan um skipulag ferðanna með Húna, alltaf kátur og hress.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.