Morgunblaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
AF MYNDLIST
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Það er dásamleg tilfinning að vera
aftur komin hingað eftir stoppið af
völdum Covid,“ sagði Sigríður L.
Gunnarsdóttir, galleristi í Hverfis-
galleríi, þar sem hún stóð á fimmtu-
daginn á sýningarsvæði sínu á
CHART-myndlistarkaupstefnunni í
Charlottenborg í Kaupmannahöfn.
Fyrsta daginn af fjórum mæta boðs-
gestir, safnarar og innvígðir af
ýmsu tagi að skoða hvað galleríin 26
og hinir 11 sýnendurnir í ár hafa
fram að færa, og það hafði verið
mikill erill hjá Sigríði sem hafði vart
undan að svara spurningum áhuga-
samra gesta. Og þennan fyrsta dag
selst venjulega mest af verkum;
blaðamaður gat ekki betur séð en að
til að mynda hefðu öll þrjú verkin
eftir Loja Höskuldsson sem Hverf-
isgallerí sýnir verið seld strax við
opnun. Einnig eru þar á veggjum
verk eftir Kristin E. Hrafnsson,
Hildi Bjarnadóttur og Hrafnkel Sig-
urðsson sem líka vöktu athygli.
Reynt að styrkja listsamfélagið
Áður en dyr CHART að þessum
sögufrægu salarkynnum við Ný-
höfnina voru opnaðar gestum á
fimmtudag, í níunda sinn sem þessi
kaupstefna með þátttöku helstu
norrænu myndlistargalleríanna er
haldin, sagði Nanna Hjortenberg,
stjórnandi CHART, að með dagskrá
hátíðarinnar í ár væri virkilega
reynt að styrkja listsamfélagið en á
þessum tímum, þegar tekið væri að
rofa til eftir heimsfaraldur, væri
mikil þörf á því.
„Hátíðin hefur heldur betur vaxið
og teygst í ýmsar áttir en við erum
mjög ánægð með að þetta er enn þá
einstök Kaupmannahafnar-
upplifun,“ sagði Hjortenberg. „Nú
erum við að koma úr afar erfiðri og
einstakri innilokun; í fyrra gátum
við ekki haldið kaupstefnuna með
hefðbundum hætti vegna veirunnar.
Þá hafði verið ákveðið að halda
CHART með einungis kvenkyns
listamönnum, til að benda á kynja-
misréttið í listheiminum, en það var
gert í uppákomum á vegum
CHART sem voru haldnar í gall-
eríunum sjálfum í höfuðborgum
Norðurlandanna.“ Íslensku gall-
eríin þrjú sem hafa tekið þátt á síð-
ustu árum, i8, Hverfisgallerí og
BERG Contemporary, sameinuðust
þá um sýningu.
„Þegar við sáum fram á að geta
haldið hátíðina í ár stefndum vð hins
vegar á dagskrá sem væri í góðu
kynjajafnvægi. Þá fórum við líka að
reyna að skapa nýja markaði og
möguleika fyrir þau gallerí sem
yrðu með,“ segir Hjortenberg.
„Faraldurinn hefur reynst mörgum
galleríum, rétt eins og söfnum og
sýningarsölum, afar erfiður. En nú
er kallað eftir gæðum, lífið heldur
áfram og galleríin bregðast hér við
með því að sýna mikil gæðaverk.
Á milli hinna reyndu gallería hér
á CHART í ár erum við með nokkur
ný og tilraunakenndari og það
finnst okkur mikilvægt og gaman;
nýliðar og tilraunir við hlið hinna
reyndari. Þá setjum við í fyrsta
skipti upp bókamessu fyrir útgáfu-
samfélagið – það er tilraun, að
kanna nýjar leiðir. Við erum alltaf
að reyna að auka áhuga fólks á sam-
tímamyndlist sem mikilvægum
þætti nútímalífs.“
Í tengslum við bókamessuna var
fyrrnefndur Loji Höskuldsson feng-
inn til að vinna verk í samvinnu við
CHART og danska hönnunarfyrir-
tækið HAY. Hann saumaði út í tíu
metra langan sófa skrautlegt verk
sem hefur vakið mjög mikla athygli.
„Dolfallið yfir Ólafi“
Ekki hefur áhugann vantað á
CHART og með hverju árinu fram
að faraldri streymdu sífellt fleiri
gestir í Charlottenborg, árið 2019
komu 25 þúsund manns.
Hjortenberg sagðist ekki búast
við alveg svo mörgum nú – „mikil-
vægast er að þeir sem koma upplifi
gæði“ – en það kemur blaðamanni
samt vissulega á óvart að sjá nánast
engan með andlitsgrímu og svona
marga samankomna. Handspritt er
aðgengilegt alls staðar og spurt er
um „kórónupassa“ til að fullvíst sé
að gestir séu bólusettir.
Börkur Arnarson, galleristi í i8,
hefur margoft tekið þátt í CHART.
Fyrir faraldur tók gallerí hans þátt í
allt að átta listkaupstefnum árlega
en í ár ákvað hann að taka ekki þátt
í neinni nema CHART. Hvers
vegna?
„Hún er ólík öllum öðrum kaup-
stefnum. Hún er lítil og markviss,
með galleríum af þessu svæði. Hér
þekkjast allir vel sem sýna og fólkið
sem kemur á messuna kemur gjarn-
an alla dagana. Það er mikið um að
fagfólkið í þessari vinnu okkar hitt-
ist hér og ég hef alltaf viljað koma,“
sagði Börkur. Mikill erill hafði líka
verið á sýningarsvæði hans, þar sem
hann sýndi átta stórar vatnslita-
myndir eftir Ólaf Elíasson. Og
áhuginn á verkunum var sýnilega
mikill.
„Fólk er mjög spennt fyrir því
sem við erum að gera og ekki síst
núna þegar við erum með öll þessi
splunkunýju verk eftir Ólaf. Það er
vissulega gaman að við séum eina
galleríið á Norðurlöndum sem sýnir
verk hans.“
Og það hefur gengið frábærlega.
„Já – bara ein myndanna á sýning-
unni er óseld. Fólk er dolfallið yfir
Ólafi og einmitt þessum verkum hér
núna. Það er gaman að setja hér
upp svona markvissa sýningu með
verkum hans eins.
Það á eftir að verða kjaftfullt hér
um helgina, fólk þyrpist alltaf að til
að skoða, áhuginn á CHART er mik-
ill. Fólk kemur hér til að njóta þess
að skoða myndlist í þessum sögu-
frægu sölum. En dagurinn í dag, sá
fyrsti, er svolítið helgaður við-
skiptum með listina,“ sagði Börkur.
„Er ákveðin hátíð“
„Það er einstaklega gleðilegt að
vera komin aftur hingað,“ sagði
Kristína Aðalsteinsdóttir sem stóð
vaktina á sýningarsvæði gallerísins
BERG Contemporary en það sýnir
verk eftir Doddu Maggý og Huldu
Stefánsdóttur. „Eftir stoppið af
völdum veirunnar finnst mér mjög
gott að byrja hér á CHART, hér
þekkir maður mörg andlit og það
eru fleiri íslensk gallerí með okkur.
Þetta er ákveðin hátíð sem hefur
verið gaman að upplifa á hverju ári.
Við förum á aðrar stærri messur en
það er alltaf gaman að upplifa þær
sterku tengingar sem eru hér.“
Kristína sagði blaðamanni og list-
unnendum sem komu þar að frá
verkunum, meðal annars að Dodda
Maggý hefði ákveðnar rætur við
danska menningu og hefðu verk
hennar til að mynda verið sýnd í
Statens Museum for Kunst. „Svo
var hún með mjög fína einkasýningu
í ARoS-safninu í Árósum og hlaut
fyrir „Young Talent Awards“,“
sagði hún og útskýrði líka hvernig
áður ósýnd verk Huldu byggðust á
rannsóknum hennar á málverkinu
og eðli þess. „Rétt eins og minn-
ingar eru marglaga fyrirbæri þá eru
málverk það líka. Þegar þau koma
saman eins og hér verður eitthvað
einstakt til fyrir þér sjálfum,“ sagði
Kristína.
Jákvæð spenna í lofti
Það er alltaf áhugavert að berast
milli sýningarsalanna á CHART. Í
sumum eru stök gallerí með sýning-
ar, í öðrum stilla tvö eða þrjú verk-
um sínum fram. Fjölbreytileikinn er
mikill, verk eftir reynda listamenn
sem nýliða; flesta frá Norðurlönd-
unum en á milli sýna gallerí verk
eftir stjörnur annars staðar að. Það
vekur athygli að Specta-galleríð
danska sýnir fjölda misstórra mál-
verka eftir íslensku listakonuna
Þórdísi Aðalsteinsdóttur en beint á
móti sýningarrými þess er sýning
Hverfisgallerís.
Sigríður galleristi dásamaði
áhuga gestanna. „Og það er eins og
Covid sé ekki til hér í Danmörku!
Engir með grímu, engar kvaðir, en
maður finnur hvað allir eru ánægðir
með að geta komið saman að nýju.
Það er einver jákvæð spenna í loft-
inu. Svo finnst mér sem messuhald-
ararnir hafi tekið einhver aukaskref
með útfærsluna og styðji betur við
sýnendur en fyrr,“ sagði hún.
„Auðvitað var maður hikandi við
að fara af stað aftur og ég tók var-
færnislega ákvörðun um að koma
hingað en er ofboðslega glöð yfir að
hafa gert það. Og mér finnst fólk
vera að njóta þess enn meira að
vera hér en áður,“ sagði Sigríður.
Spennandi byrjun
Eitt hinna nýju og oft tilrauna-
kenndu norrænu gallería sem var
boðið að taka þátt í ár er Þula sem
Ásdís Þula Þorláksdóttir stofnaði í
fyrra og rekur við Hjartagarðinn
við Laugaveg. Ásdís sýnir málverk
eftir Kristínu Morthens og útskýrði
þau af ástríðu fyrir áhugasömum
gestum þegar blaðamaður kom að.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég
tek þátt í svona alþjóðlegri list-
messu og það er ótrúlega spennandi
og gaman, að hitta bæði listunn-
endur og aðra gallerista. Svo finnst
mér mjög ánægjulegt að kynnast
hér norrænu listflórunni,“ sagði hún
svo.
Það er mikið nábýli á sýningum
ungu galleríanna á CHART. Hlæj-
andi segist Ásdís stundum vera
spurð um önnur verk en þau sem
hún sé að sýna. „En þau hjá
CHART völdu þessi þrjú gallerí hér
í þessum sal saman þannig að verk-
in myndu tala saman í rýminu. Það
finnst mér vel gert og þetta er allt
bara mjög gaman.“
„Gleðilegt að vera komin aftur“
- Fjögur íslensk gallerí eru meðal hátt í fjörutíu norrænna gallería sem sýna úrval verka listamanna
sinna á CHART-listkaupstefnunni í Kaupmannahöfn um helgina - Kallað eftir gæðum
Áhugi Börkur Arnarson og starfsfólk hans í i8 galleríi hafði vart undan á fyrsta degi CHART
við að svara spurningum um ný vatnslitaverk Ólafs Elíassonar sem seldust vel.
Morgunblaðið/Einar Falur
Fjölmenni Sigríður L. Gunnarsdóttir galleristi í Hverfisgalleríi upplýsir hér sýningargest um
verk eftir Hrafnkel Sigurðsson. „Það er eins og Covid sé ekki til hér í Danmörku,“ sagði hún.
Marglaga Gestir virða fyrir sér málverk eftir Huldu Stefánsdóttur á sýn-
ingarsvæði BERG Contemporary en Hulda fæst við eðli málverksins.
Nýliði Ásdís Þula Þorláksdóttir, galleristi í Þulu, segir hér gestum frá
splunkunýjum málverkunum eftir Kristínu Morthens sem hún sýnir.