Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Aðsóknin hefur verið mjög góð í allt sumar. Við
höfum auðvitað verið stálheppin með veður hér
fyrir norðan og austan og gestirnir hafa sumir
helst ekki viljað hreyfa sig af sólbekkjunum,“
segir Guðmundur Þór Birgisson, fram-
kvæmdastjóri Jarðbaðanna á Mývatni.
„Þrátt fyrir fjöldatakmarkanir hefur allt
gengið ljómandi vel og okkur hefur tekist að
dreifa aðsókninni yfir daginn og koma þannig
að öllum sem vilja,“ segir Guðmundur. Hann
segir að erfitt sé að bera saman aðsóknina við
árið í fyrra en þó sé ljóst að talsverð aukning
hafi orðið. „Í ágústmánuði er 45% aukning frá
sama mánuði í fyrra. Það var aðeins minni
aukning í júlí, rétt um 20%, sem er þó gríð-
arlega gott.“
Ljóst er þó að aðsóknin er enn langt frá því
sem var fyrir tíma kórónuveirunnar. Þannig
nemur aðsóknin í ágústmánuði nú aðeins 40% af
því sem hún var í sama mánuði árið 2019.
Guðmundur segir að stór hluti gestanna fyrri
hluta sumars hafi verið Íslendingar og hafi
margir þeirra nýtt sér ferðagjöfina í Jarðböðin.
Þegar leið á sumarið fór erlendum gestum að
fjölga og þeir eru í meirihluta nú í ágúst að hans
sögn. „Það er gaman að sjá hvað eru enn margir
erlendir ferðamenn hér. Við höfum ekki orðið
vör við mikla fækkun eftir að Ísland varð rautt,
engar teljandi afbókanir,“ segir hann.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Vinsældir Fjölmargir ferðamenn hafa heimsótt Jarðböðin í Mývatnssveit í sumar. Um 45% fleiri gestir komu nú í ágústmánuði en á sama tíma í fyrra. Einmunablíða hefur verið á Mývatni í sumar.
Gestir hafa notið góða veðursins í Jarðböðunum
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Húsnæði Hjálpræðishersins við Suð-
urlandsbraut hýsir nú nemendur í
öðrum til fjórða bekk Fossvogsskóla
þar sem húsnæði skólans er ónot-
hæft.
Í hádeginu er húsnæði Hjálpræð-
ishersins opið fyrir jaðarsetta ein-
staklinga sem geta komið og fengið
hádegismat. Fyrirkomulaginu er
þannig háttað að börnin borði fyrst
og svo er opið fyrir jaðarsetta ein-
staklinga. Allir fá sama mat.
Hjálpræðisherinn hefur ekki þurft
að skerða þjónustu vegna skóla-
kennslunnar en hefur þurft að hliðra
til sturtuþjónustu sinni.
Talað var um að húsnæðið yrði
notað í þrjár til fjórar vikur en Sig-
rún Hauksdóttir, móttökustjóri
Hjálpræðishersins, segir Hjálpræð-
isherinn opinn fyrir áframhaldandi
útleigu á húsnæðinu og segist ekki
geta sett börnin á götuna.
Það vakti athygli blaðamanns að
salernin voru ekki kynjaskipt en í
flestum skólum landsins eru kynja-
skipt salerni og Sigrún segist ekki
hafa orðið vör við að það trufli krakk-
ana.
Þegar blaðamaður mætti til að
skoða húsnæðið síðdegis í gær voru
kennarar, sjálfboðaliðar og starfs-
menn að hjálpast að við að ganga frá
skólastofunum eftir daginn en á
morgun, sunnudag, mun Hjálpræð-
isherinn vígja hús sitt og eru æðstu
foringjar stofnunarinnar frá Noregi
komnir til landsins til að vígja húsið.
Jafnframt munu forseti Íslands, fé-
lags- og barnamálaráðherra og
vígslubiskup Skálholts mæta.
Nýta til kennslu
og undirbúa vígslu
- Opin fyrir áframhaldandi útleigu
- Salernin eru ekki kynjaskipt
Morgunblaðið/Eggert
Kennslustofa Skóladegi nemendanna í húsnæði Hjálpræðishersins var nýlokið þegar ljósmyndari kom þar við.
Morgunblaðið/Kristinn
Skóladagur Börn á leið í skólann í húsnæði Hjálpræðishersins í vikunni.
Morgunblaðið/Eggert
Kaffihúsið Nemendurnir og gestir fá sama mat.
Morgunblaðið/Eggert
Í nýju húsnæði Sigrún Hauksdóttir er móttökustjóri.