Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Vinsamlegast pantið tíma hjá ráðgjafa í síma 580 3900
Fastus ehf. | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I fastus.is
fastus.is
Agility
Föhr 4 FUHR Super 8
Mini Comfort
RAFSKUTLUR
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hvert metárið rekur annað í golfinu
og þá er ekki átt við vallarmet eða
glæsileg skor. Það er iðkendafjöldinn
sem er til umræðu, en tvö ár í röð
hefur iðkendum fjölgað um meira en
10% og eru skráðir félagar í golf-
klúbbum nú orðnir liðlega 22 þúsund.
Svo virðist sem alls staðar í Evrópu
hafi kylfingum fjölgað í kórónuveiki-
faraldrinum. Haukur Örn Birgisson,
forseti Golfsambands Íslands, segir
að öll ljós séu græn í mælaborði golf-
sins, en viðurkennir að áskoranir
fylgi þessari þróun.
Eftir að fjöldi kylfinga hafði aukist
jafnt og þétt, gjarnan um 2-3% á ári,
varð sprenging í
golfinu í fyrra
þegar skráðum
iðkendum fjölgaði
um 11% og nálg-
aðist fjöldinn 20
þúsund. Í ár hefur
ekkert lát verið á
og nú eru skráðir
félagar í golf-
klúbbum komnir
yfir 22 þúsund,
fjölgun ársins
fram til 1. júlí er yfir 12%.
„Í fyrra var metár í sögu íþrótt-
arinnar á Íslandi,“ segir Haukur.
Segir hann nánast sama hvaða tölur
hafi verið litið á; fjölda skráðra iðk-
enda, heildarfjölda iðkenda, fjölda
leikinna golfhringja og afkomutölur
golfklúbba. Í golfinu hafi einhverjir
samstarfsaðilar haldið að sér hönd-
um í kórónufaraldrinum eins og í öðr-
um íþróttagreinum, en auknar tekjur
af iðkun bætt það upp. Fleiri hafi
greitt árgjöld og vallargjöld og um-
ferð um vellina verið meiri en áður.
Fólk hélt áfram að spila golf
„Í lok síðasta árs var spurningin
hvernig við gætum haldið í allt þetta
fólk,“ segir Haukur. „Kom þetta fólk
í golfið vegna faraldursins, sem kall-
að hafði á breyttar aðstæður í lífi
fólks, meðal annars var lokað að
mestu á utanlandsferðir? Í vor varð
ljóst að áhyggjur af þessu voru ekki á
rökum reistar og fólkið hélt áfram að
spila golf og enn hefur fjölgað. Árið í
ár er enn betra heldur en það síðasta
og aftur er algert metár í golfi á Ís-
landi.“
Að sögn Hauks koma kylfingar úr
öllum áttum og eru á öllum aldri.
Barna og unglingastarf hefur aukist
mjög í klúbbunum og konum fjölgaði
um 2% á milli ára og eru nú þriðj-
ungur iðkenda. Í hópi 80 ára og eldri
fjölgaði kylfingum um 10%. Flestir
sem stunda golf eru á aldrinum 40-69
ára eða 12.283 kylfingar. Mest fjölg-
un hlutfallslega var hins vegar hjá
kylfingum á aldrinum 20-29 ára og
eru tæplega 2.000 kylfingar á þessu
aldursbili skráðir í golfklúbba lands-
ins.
Haukur segir að skráðum iðkend-
um hafi fjölgað um fjögur þúsund á
tveimur árum og segir að leiða megi
líkur að því að sami fjöldi hafi bæst
við utan golfklúbba. Þetta fólk spili
golf, sumir reglulega, án þess að vera
í golfklúbbum, en greiði vallargjöld
þegar það spilar.
Spurður hvort þessari miklu fjölg-
un fylgi ekki vaxtarverkir segir hann
að svona mikilli fjölgun á skömmum
tíma fylgi áskoranir. Hlúa þurfi að
þessum stóra hópi og koma fólki fyrir
á golfvöllum.
Vilja meira land undir golfvelli
„Golfvellir á og í kringum höf-
uðborgarsvæðið eru orðnir þétt setn-
ir og víða eru biðlistar. Hin hliðin á
peningnum er sú, að það þarf ekki að
fara langt til að komast í golf. Átján
holu vellir eru á Akranesi, Borgar-
nesi, Suðurnesjum, Þorlákshöfn,
Öndverðarnesi og Kiðjabergi. Nýleg-
ur 12 holu völlur er í Brautarholti,
innan Reykjavíkur, og níu holu vellir
í Bakkakoti, Setbergi, Hveragerði og
Selfossi svo eitthvað sé nefnt. Þannig
að fólk þarf ekki að fara langt til að
komast í golf eða gerast félagi í
klúbbi.
Því er þó ekki að neita að það væri
mjög ákjósanlegt að bæta við golf-
velli eða -völlum á höfuðborgarsvæð-
inu á næstu árum. Ég veit að klúbb-
arnir eru í stöðugu samtali við
sveitarfélög um að fá meira land und-
ir golfvelli eða golfholur. Satt best að
segja hefur slíkum fyrirspurnum
ekki verið vel tekið af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum. Því miður
hafa sveitarfélögin ekki verið viljug á
að leggja til land undir golfvelli og
mjög erfitt að sækja vilyrði fyrir land
undir golfvelli,“ segir Haukur.
Hann segir að á næstu árum bæt-
ist við níu holur á velli golfklúbbsins
Odds, en þar á Oddfellow-hreyfingin
mikið land. Á Álftanesi komi níu holu
völlur í stað annars sem fer undir
byggingar og talað sé um að níu hol-
ur bætist við í Hafnarfirði í stað
vallarins í Setbergi þar sem vænt-
anlega verði einnig byggt. Annað sé
ekki vitað um að sé í kortunum.
Fegurðin í íþróttinni
Spurður hvernig hann sjái stöðuna
eftir tíu ár segir Haukur að einhvern
tímann hljóti markaðurin að mettast.
Aukningin geti ekki orðið um mörg
prósentustig á ári um ókomna fram-
tíð. Vonandi verði golfvellir orðnir
fleiri eftir áratug þó svo að mörgum
finnst nóg um að nú séu 65 vellir á Ís-
landi.
„Golfhreyfingin hefur staðið sig
gríðarlega vel og vöxturinn verið
stöðugur þrátt fyrir hrun og farsótt-
ir. Enn eru sóknarfæri, en núna
þurfum við fyrst og fremst að gæta
að því að taka vel á móti öllu því nýja
fólki sem er byrjað í golfi. Kenna því
íþróttina og reglurnar sem eru í
kringum golfið þannig að allir geti
leikið við þær aðstæður sem við
þekkjum. Við þurfum að kenna fólki
um fegurðina í þessari aldagömlu
íþrótt, sem hefur verið nánast
óhreyfð um aldir,“ segir Haukur.
Mikil spurn eftir golfvörum
Hann er jafnframt forseti Golf-
sambands Evrópu og var einmitt í
þessari viku á fundi framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins í Sví-
þjóð. Spurður um stöðuna hjá hinum
almenna kylfingi í Evrópu segir
hann að þar hafi einnig verið vöxtur,
en ekkert í líkingu við það sem hér
hefur orðið.
„Eftir brösugt tímabil síðustu 10-
15 ár með fækkun kylfinga, til dæmis
á Bretlandseyjum snerist dæmið við
í faraldrinum. Mér sýnist að í flest-
um Evrópulöndum hafi kylfingum
fjölgað síðustu tvö ár, þar eins og hér
er meðbyr og vindur í seglin. Þetta
kemur glöggt fram í því að umfram-
eftirspurn hefur verið eftir kylfum
og fatnaði og framleiðendur hafa
ekki undan. Eitthvað af þessu má
rekja til minni framleiðslu vegna
kórónuveikinnar, en á sama tíma
hefur eftirspurn aldrei verið meiri.
Golfið er alls staðar í sókn og hvað
varðar Ísland erum við ekkert farin
af bensíngjöfinni,“ segir Haukur Örn
Birgisson.
Kylfingum fjölgar í faraldrinum
- Áskoranir fylgja metfjölgun í golfi - Golfvellir á og í kringum höfuðborgarsvæðið þétt setnir
- Ekki þarf að fara langt til að geta spilað - Sveitarfélög ekki viljug til að leggja land undir velli
Fjöldi kylfinga á Íslandi 1932-2021 Heimild: Golf-
samband Íslands
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
Meðalaldur karla
46ár
Hlutfall karla í
golfhreyfingunni árið 2021
67%
Meðalforgjöf karla
í forgjafarkerfinu
28,3
2021
22.187
1940
250
2010
15.785
1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020
Meðalaldur
kvenna
52ár
Hlutfall kvenna í
golfhreyfingunni
33%
Meðalforgjöf
kvenna í forgjafar-
kerfinu
38,1
Haukur Örn
Birgisson
Morgunblaðið/Eggert
Sambýli Kylfingar og kríur á golfvellinum á Seltjarnarnesi fyrr í sumar.