Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 25

Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 Í dag stöndum við á tímamótum. Það eru fjórar vikur til kosn- inga. Við getum verið stolt af fjölda góðra verka sem komist hafa til leiðar og þeirri sam- stöðu sem ríkt hefur um aðgerðir til að bregðast við bæði heimsfaraldri og náttúruhamförum innanlands. Kjörtímabilið hefur verið skeið framfara og betri kjara. Á vefnum tekjusagan.is sést svart á hvítu hvernig ráðstöfunartekjur allra hópa hafa stóraukist undanfarin ár, ekki síst hjá eldra fólki og þeim sem minnst hafa haft milli handanna. Þar hafa sérstakar áherslur ríkisstjórn- arinnar í skatta- og félagsmálum ásamt áherslum vinnumarkaðar skipt sköpum. Í djúpri efnahagslægð tókst okkur ekki bara að verja kaupmátt heimilanna heldur fór hann upp á við. Allar forsendur eru til staðar til að halda áfram á þessari braut. Vegna skattalækkana hefur meira setið eftir til heimilisrekstrar af launagreiðslum fólks. Launamaður með 400 þúsund króna mánaðarlaun hefur um 120 þúsund krónum meira milli handanna á ári vegna tekju- skattslækkana síðustu tveggja ára. Ef við lítum lengra aftur og skoðum uppsöfnuð áhrif af lækkun tekju- skatts frá 2013 kemur í ljós að það munar heimilin 35 milljörðum í lægri skattgreiðslur. Á okkar vakt hefur trygginga- gjaldið einnig lækkað þannig að ár- legar álögur á fyrirtækin í landinu eru 26 milljörðum lægri. Það munar um minna. Það sem skiptir raunverulegu máli Fyrstu ár okkar í ríkisstjórn nýtt- ust vel til að lækka skuldir sem þýddi að við gátum tekist á við Covid-samdráttinn af krafti. Betur en flest ríki heims, ef marka má úttektir alþjóðastofn- ana á borð við OECD og AGS. Úrræði stjórn- valda hafa nýst tugum þúsunda heimila og fyrirtækja, þar sem yfirgnæfandi meirihluti segist í viðhorfskönn- unum vera ánægður með hvernig til tókst. Atvinnuleysi dregst nú saman langt umfram spár, hag- vöxtur eykst og afkoma ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins er tug- milljörðum betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Áhrifin sem öll þessi atriði hafa á okkar stöðu og kjör fólksins í landinu eru gríðarleg. Þetta eru hlut- irnir sem skipta raunverulegu máli. Það er mikilvægt að tala um það sem vel gengur, enda er enginn skortur á fólki sem vill skilgreina verk okkar og stefnu. Undanfarin ár hefur orðið til fjöldi smáflokka um af- mörkuð stefnumál. Þau eru ólík og ná allt frá aðild að Evrópusambandinu yfir í að innleiða hér samfélag sósíal- isma, í anda ríkja þar sem fólk keppist nú ýmist við að rísa upp gegn harðstjórninni eða neyðist jafnvel til að flýja. Þrátt fyrir ólíkar áherslur eiga frambjóðendur hinna sundurleitu flokka þó margir sameiginlegt að keppast við að skilgreina Sjálfstæð- isflokkinn. Eðli málsins samkvæmt bíta utanaðkomandi skilgreiningar okkur lítið. Sjálfstæðisflokkurinn er lang- stærsta stjórnmálaafl landsins og eina breiðfylkingin sem eftir stendur. Við erum flokkur þar sem ólík sjón- armið og fjölbreyttar raddir komast að innan hóps sem trúir þó allur á sömu grundvallargildin. Jöfn tæki- færi umfram jafna útkomu. Að vera áfram land tækifæranna þar sem frelsi, framfarir og trú á kraftinn í fólkinu ræður för. Þar slær okkar hjarta. Þéttum raðirnar Í dag koma hópar sjálfstæðisfólks af öllu landinu saman á fundi fyrir til- stilli tækninnar. Við horfum svo bjartsýn fram veginn til betri tíma, þar sem fjöldi sjálfstæðisfólks mun fyrr en síðar koma saman á eigin- legum landsfundi. Dagurinn í dag er hins vegar mikilvæg varða í barátt- unni sem fram undan er. Þar þéttum við raðirnar, leggjum línurnar fyrir næstu vikur og ræðum málin sem verða sett á oddinn hjá öflugum og fjölbreyttum hópi frambjóðenda. Frambjóðenda sem á þriðja tug þús- unda sjálfstæðisfólks um allt land valdi í prófkjörum í vor. Við munum ræða áframhaldandi lífskjarabætur, áskoranir á alþjóða- vísu, loftslagsmál og grænu orkubylt- inguna. Stöðugleika, sterkari innviði, samgöngur, skatta, betri ríkis- rekstur, stafrænar lausnir og umbæt- ur í lífeyris- og heilbrigðiskerfum okkar. Áfram mætti lengi telja. Áherslan er á raunhæfar lausnir, en ekki skýjaborgir og útgjaldaloforð á kostnað almennings. Okkur eru allir vegir færir. Eftir Bjarna Benediktsson » Við erum flokkur þar sem ólík sjónarmið og fjölbreyttar raddir komast að innan hóps sem trúir þó allur á sömu grundvallargildin. … Að vera áfram land tækifæranna þar sem frelsi, framfarir og trú á kraftinn í fólkinu ræður för. Bjarni Benediktsson Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Ísland, land tækifæranna Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnmálanna er að koma á og við- halda jafnvægi milli ólíkra sjónarmiða, vera vettvangur þar sem menn leysa friðsamlega úr ágreiningsmálum, finna sameiginlegar lausnir, marka farsæl- ustu stefnu o.s.frv. Stjórnmálamenn eru ekki kosnir til að fyrirskipa í smá- atriðum hvernig við eigum að tala eða lifa. Rökræður verður að leyfa og landsstjórnin má hvorki verða alræð- isöflum að bráð né leysast upp í stjórnleysi. Þegar þetta er ritað er ég kominn í launalaust leyfi frá dómstörfum til að vinna að því markmiði að komast inn á þing. Ég hef haldið út í þessa veg- ferð til að starfa markvisst með þeim sem vilja búa þjóðinni farsæla fram- tíð, verja frjálslyndi gegn stjórnlyndi og lýðræðið gegn alræðisógn. Lífið hefur knúið mig til að viðurkenna að ég hef hef ekki öll svör og að rétt sé að hlusta á aðra með opnum huga. Sú reynsla hefur gert mig að talsmanni klassísks frjálslyndis. Lífið hefur einnig gert mig að hófsömum íhalds- manni sem virðir reynslu fyrri kyn- slóða. Gott samfélag byggist á traust- um undirstöðum, þar sem fjöl- skyldan, nærsamfélagið, félagsstarf, andlegt líf, viðskipti og menntun skapa umgjörð þar sem einstakling- urinn fær svigrúm til að nýta hæfi- leika sína, sjálfum sér og öðrum til góðs. Ég býð fram krafta mína til að verjast þeim sem með sleggju- dómum, rangfærslum og útúrsnún- ingum vilja grafa undan þeirri sam- félagsgerð sem hér hefur verið byggð upp af alúð og dugnaði kyn- slóðanna. Í því felst að ég vil verja stjórnar- skrána, frjálslynda laga- og lýðræðishefð, menningarlegar stoðir, fjölskylduna, lýðveldið, stofnanir þess o.fl. Allt þetta er auðveldara að brjóta niður en byggja upp að nýju. Ég rita þessar línur til að vara við flokkum sem vilja: láta kreddur lama heilbrigðis-, sam- göngu- og menntakerfi landsins : vanmeta reynslu og þekkingu með því að ýta starfhæfu fólki út af vinnumarkaði vegna aldurs : etja saman stéttum í stað þess að fólk standi saman um að bæta hag sinn og náungans : undiroka aðra í nafni jafnréttis : réttlæta kúgun í nafni frelsis : beita ritskoðun í nafni lýðræðis : hefta rannsóknir í nafni vísinda : hefta einkaframtak í nafni framfara : standa gegn gagnrýninni hugsun og heilbrigðum efa í nafni samstöðu : nota innanfélagsreglur til að svipta menn lýðræðislegum og lögvörðum réttindum : leggjast gegn frjálsri hugsun, sam- tali og rökræðum í nafni pólitísks rétttrúnaðar : draga fólk í dilka og telja mönnum trú um að þeim beri að hugsa og tjá sig eins og aðrir sem falla í sama flokk : innleiða, í anda gervilýðræðis, regl- ur sem Íslendingar hafa aldrei fengið að kjósa um og henta ekki hér : fela stjórnlyndi sitt á bak við grímu frjálslyndis : afhenda embættismönnum víðtæk völd í stað þess að leita vilja fólks- ins sem byggir landið : færa ákvarðanir í mikilvægum mál- um þjóðarinnar út fyrir landstein- ana : vantreysta dómgreind almennra borgara : sérfræðingaræði fremur en lýðræði : sætta sig við skrifstofuveldi sem gengst upp í valdi sínu : vantreysta frjálsri félagastarfsemi en treysta miðstýrðu skrifræði : ríkisvæða menningarstarfsemi : kalla eftir þjóðnýtingu blómlegra einkafyrirtækja : krefjast þess, í nafni fjölbreytni, að allir hugsi eins : útiloka, þagga niður í og reka burt þá sem ekki eru taldir nægilega leiðitamir : óska eftir umboði til að stjórna und- ir fána stjórnleysis (anarkisma) eða fána erlends ríkjasambands (ESB) : að ríkið og sveitarstjórnir stýri fé- lagslegri hegðun fólks fremur en fólkið sjálft : afneita kristinni trú reistri á kær- leika og umburðarlyndi, sem reynst hefur þjóðinni haldreipi um aldir, en tilbiðja í staðinn margs konar veraldleg fyrirbæri : hlýða fyrirmælum í blindni, fremur en að hugsa sjálfstætt : hvetja til víðtæks eftirlits og mið- lægrar söfnunar upplýsinga um málefni einstaklinga, heilsufar borgaranna, viðhorf þeirra, ferðir o.fl. : umbreyta menntun í heilaþvott : berjast gegn einelti með því að beita einelti : líta á peninga sem sjálfstætt mark- mið en ekki sem tæki / verkfæri til að öðlast gott líf : ekki efast um eigin stefnumál, hlusta ekki á andstæð sjónarmið og kunna ekki að gera greinarmun á hlutlægum málflutningi / miðlun frétta annars vegar og áróðri hins vegar : koma á stöðugleika með byltingu : breyta öðrum, en ekki sjálfum sér : vinna að því að færa ábyrgð (og frelsi) frá einstaklingnum yfir til ríkisvaldsins : skerða borgaraleg réttindi til að koma á nýrri miðstýrðri samfélags- gerð : ekki að allir séu jafnir fyrir lög- unum, heldur að sumir séu jafnari en aðrir á grundvelli útlits, stéttar eða stöðu : trúa því að enginn hlutlægur sann- leikur sé til og að einungis verald- legt vald afmarki hvað telst satt, rétt og leyfilegt : að athafnir borgaranna séu háðar leyfisveitingum : ekki viðurkenna að maðurinn sé gæddur frjálsum vilja, en halda því fram að maður stjórnist aðeins af innri og ytri þáttum sem hann ræð- ur engu um, svo sem erfðum, horm- ónum, menningu o.fl. : að vald og ábyrgð fylgist ekki að : tefja umferð helsta samgöngutækis fólksins, fjölskyldubílsins, á grunni óvissra fyrirheita um betri almanna- samgöngur eftir mörg ár : auka með umferðarstíflum út- blástur og mengun en þykjast vera að vinna gegn loftslagsvá Góð menntun hjálpar okkur til að spyrja réttra spurninga og leita skiln- ings á viðfangsefninu með því að skoða það frá öllum hliðum. Skylda okkar í lífi og starfi, ekki síst á kjör- dag, hlýtur að vera að gaumgæfa við- fangsefnin vandlega og kynna sér vel andstæð sjónarmið til að geta komist að yfirvegaðri niðurstöðu. Sjálfur hef ég á starfsferlinum notið langs og vinsamlegs samstarfs með fólki sem aðhylltist allt aðrar lífsskoðanir en ég, enda var okkur ljóst að fleira sameinaði okkur en sundraði. T.d. aðhylltumst við lýðræði en ekki auð- ræði, fámennisstjórn eða tækniveldi. Við sjálfstæðismenn viljum verja frjálst samfélag þar sem menn um- bera ólíkar skoðanir og þar sem mönnum leyfist að setja fram mis- munandi sjónarmið, án þess að sæta hótunum, útskúfun eða brottrekstri. Grunnstefna Sjálfstæðisflokksins miðar að því að verja frelsi ein- staklingsins til orðs og athafna, efla einkaframtakið, takmarka afskipti og umsvif ríkisins, lækka skatta, hvetja til frjálsrar samkeppni og félagslegrar samvinnu þar sem það á við. Skapa forsendur blómlegs at- vinnulífs, byggja heilnæma umgjörð utan um fjölskyldur þessa lands og fyrirtæki, auk þess að hvetja ein- staklingana til að láta ljós sitt skína með virkri þátttöku í félags-, stjórn- mála- og atvinnulífi, og með því að taka ábyrgð á eigin frelsi. Með þessu móti vil ég í anda sjálfstæðisstefn- unnar „vinna að víðsýnni og þjóð- legri umbótastefnu á grundvelli ein- staklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir aug- um“. Til að mér takist að láta þessa rödd hljóma þarf ég umboð kjósenda 25. september nk. Ég treysti ykkur, kæru lesendur, til að fara vel með at- kvæðisréttinn og horfa þar til þess hverjum er best treystandi til að tryggja þá þjóðfélagsgerð sem Ís- lendingar hafa valið sér – og þar með farsæla framtíð þjóðarinnar í landi sínu. Eftir Arnar Þór Jónsson » Skýrir valkostir auð- velda hugsandi fólki að kjósa. Arnar Þór Jónsson Höfundur skipar 5. sætið á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi. Kjósum rétt – gátlisti til ígrundunar Skitið Máfur einn settist á höfuð styttunnar af Skúla fógeta í vikunni og gerði þarfir sínar þannig að taumurinn rann niður kinnar fógetans forna. Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.