Morgunblaðið - 28.08.2021, Síða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Jazzhátíð Reykjavíkur hefst í dag,
28. ágúst, og lýkur 4. september.
Fram kemur í tilkynningu að boðið
verði upp á glæsilega átta daga
tónleikadagskrá þar sem djass,
blús, fönk og spunatónlist verður í
forgrunni og
listafólk frá
Bandaríkjunum,
Evrópu og
Íslandi mun
koma fram á
hátíðinni í ár.
Hátíðin er
löngu orðin ár-
viss viðburður,
var fyrst haldin
árið 1990 og er
eins konar
uppskeruhátíð íslenskra djass-
tónlistarmanna og vettvangur til
þess að kynna það besta sem er að
gerast á sviði djasstónlistar á
alþjóðlegum vettvangi.
Gott að fá erlenda gesti aftur
„Við erum náttúrlega að fá aftur
til okkar erlenda gesti en við gát-
um það ekki í fyrra vegna farald-
ursins. Það er bara mjög ánægju-
legt að geta boðið gestum upp á
bland af íslenskum og erlendum
tónlistaratriðum,“ segir Jón Ómar
Árnason, framkvæmdastjóri og
listrænn stjórnandi hátíðarinnar.
Hann bendir einnig á hversu víð-
tæk skilgreiningin á djasstónlist sé
orðin. „Við erum með, eins og í
fyrra, hátíð þar sem spilaðir eru
rosalega margir stílar. Það eru svo
mörg hugtök sem finnast undir
djassregnhlífinni og því ætti dag-
skráin að innihalda eitthvað fyrir
alla. Allt frá „old school swing“-
djassi yfir í töluvert tilraunakennd-
ari tónlist.“
Frítt inn á hluta hátíðarinnar
Hátt í 40 tónleikar og viðburðir
verða á hátíðinni og munu tæplega
200 listamenn stíga á svið.
Dagskráin er fjölbreytt og mun
erlent tónlistarfólk í fremstu röð
koma fram, auk þess sem nokkrir
útgáfutónleikar íslenskra djasstón-
listarmanna verða haldnir sem og
samstarfsverkefni íslenskra og
erlendra listamanna. Verður fyrir-
mælum sóttvarnayfirvalda fylgt í
hvívetna og fjarlægðartakmörk
milli gesta tryggð.
Hægt er að kaupa passa sem
veitir aðgang á alla viðburði hátíð-
arinnar, en ekki er frítt inn á
kvölddagskrána og einnig mun
kosta inn á stöku viðburði sem
haldnir eru um miðjan dag. Þó er
vert að taka fram að hægt er að
sækja töluvert marga tónleika frítt
á hátíðinni.
„Á virkum dögum erum við til
dæmis alltaf með tónleika í ráðhúsi
Reykjavíkur klukkan fimm. Svo er-
um við með ókeypis gigg til dæmis
á Skuggabaldri og svo verður
djassbröns á Jörgensen við
Hlemm. Þar mun fólk bara geta
bókað sér borð og mætt í bröns og
hlustað á ljúfa djasstóna,“ segir
Jón og bendir einnig á að hægt
verði að kaupa sér aðgang að
kvölddagskrá hátíðarinnar stök
kvöld í einu.
Jón biðlar þá einnig til gesta
hátíðarinnar að „fara varlega, nota
grímu og spritta sig. En þó um-
fram allt að hafa gaman og njóta
hátíðarinnar“.
Aldana með stærri nöfnum
Spurður um helstu erlendu nöfn-
in á hátíðinni í ár segir Jón þrjú
koma strax upp í hugann. Kvart-
ettar þeirra Melissu Aldana og
Ambrose Akinmusire og sextett
hinnar dönsku Kathrine Windfeld.
Melissa Aldana Quartet kemur
fram á lokakvöldi hátíðarinnar og
er að sögn Jóns með stærri nöfn-
um sem koma fram á hátíðinni í ár.
Melissa sjálf er frá Síle en hefur
búið í Bandaríkjunum um nokkurt
skeið. Í kjölfar útskriftar frá Berk-
lee-háskólanum í Boston hefur hún
komið fram bæði sem einleikari og
með hljómsveitinni Melissa Aldana
& Crash Trio. Sú verður þó ekki
raunin á hátíðinni í ár en hún kem-
ur fram með kvartett, eins og áður
segir. Saman gáfu þau út plötuna
Visions árið 2019 og má því ætla
að sú plata verði spiluð að ein-
hverju leyti hið minnsta laugardag-
inn 4. september.
Trompetleikarinn Ambrose
Akinmusire leikur með kvartetti
sínum og þykir Akinmusire fara
óhefðbundnar leiðir við tónsmíðar
sínar. Ferill hans spannar nú um
15 ár en í fyrra gaf hann út plöt-
una On the tender spot of every
calloused moment.
Kathrine Windfeld Sextet var
stofnaður árið 2011 að frumkvæði
Windfeld sjálfrar og hefur bandið
komið fram reglulega síðan. Wind-
feld er margverðlaunuð djasstón-
listarkona og þykir ein sú fremsta
á Norðurlöndunum öllum. Hún er
þá aðallega þekkt fyrir að koma
fram með áðurnefndum sextett
sem stígur á svið á hátíðinni í ár,
nánar til tekið á opnunarkvöldi
hennar. Einnig er hún þekkt fyrir
stórbandið sitt sem sömuleiðis er
nefnt eftir henni.
Frumflytja nýja söngplötu
Tómas R. Einarsson bassaleikari
heldur nú á hátíðinni útgáfutón-
leika vegna nýrrar plötu en hann
og Ragnhildur Gísladóttir söng-
kona gáfu út plötu nú á dögunum.
Platan heitir Ávarp undan sæng-
inni og má á henni finna tíu ný
sönglög sem Tómas samdi sjálfur
við kvæði eftir íslensk ljóðskáld.
Tómas segir að um sé að ræða
„kvæði sem ekki hafa verið gerð
lög við áður“. Þau koma fram 3.
september í Norðurljósum og Flóa
í Hörpu.
Tómas, sem verður að teljast
reynslubolti í bransanum, segist
ekki vera með það á hreinu hversu
oft hann hefur spilað á Jazzhátíð
Reykjavíkur. „Ætli þetta séu ekki
á bilinu 20 til 30 skipti.“ Hann seg-
ir þá alltaf jafn gaman að koma
fram á hátíðinni. „Þetta er nátt-
úrlega uppskeruhátíð okkar djass-
ara. Oftar en ekki eru menn að
kynna þarna sín nýjustu verkefni
og svona sýna hvað þeir hafa verið
að föndra yfir árið. Þetta er því
kjörið tækifæri fyrir áhorfendur að
skerpa eyrun og heyra hvað er
nýtt í djassinum hér heima.“
Þá tekur Tómas í sama streng
og Jón Ómar spurður hvort hátíðin
sé fyrir hinn almenna leikmann eða
bara fyrir djassunnendur. „Djass-
inn er orðinn svo fjölbreyttur; ef
við horfum 30 til 40 ár aftur í tím-
ann þá hefur fjölbreytnin bara
aukist og aukist. Sú tónlist sem oft
er boðið upp á á djasshátíðum og
er kynnt sem tónlist sem er með
tengingu við djass er á svo breið-
um skala og eitthvað ætti því að
geta náð til allra.“
Trompetleikari Ambrose Akinmusire, trompetleikari og tónskáld.
Margverðlaunuð Kathrine Wind-
feld mætir með sextett á hátíðina.
Saxófónleikari Melissa Aldana
kemur fram með kvartett.
Frumflutningur Tómas R. Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir frumflytja
nýja plötu sína, Ávarp undan sænginni, 3. september í Norðurljósum.
Jón Ómar
Árnason
Djassveisla og uppskeruhátíð
- Hátt í 40 tónleikar og viðburðir eru á dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur sem hefst í dag og þar af
nokkrir útgáfutónleikar - Allt frá „old school swing“-djassi yfir í tilraunakenndari tónlist
Tvær nýjar sýningar verða opnað-
ar í dag, laugardag, í Listasafninu
á Akureyri og er það annars vegar
sýning Heklu Bjartar Helgadóttur,
Villiljóð, og hins vegar sýning á
nýju verki eftir Ragnar Kjartans-
son, Undirheimar Akureyrar, sem
unnið var sérstaklega fyrir svalir
Listasafnsins. Boðið verður upp á
listamannaspjall með Ragnari kl.
15 í dag og stýrir því Hlynur
Hallsson, safn- og sýningarstjóri.
Ljóð í þrívíðu
Hekla Björt vinnur jöfnum hönd-
um sem myndlistarmaður og skáld,
eins og segir í tilkynningu, og eru
verk hennar sögð einlæg, hnyttin
og draumkennd og oft undir sterk-
um áhrifum frá leikhúsi og gjörn-
ingalist. Hekla hefur haldið einka-
sýningar og tekið þátt í mörgum
samsýningum og gjörningaviðburð-
um og er auk þess ein af stofnend-
um og starfrækjendum listahópsins
Kaktuss á Akureyri.
„Villiljóð er sýning ljóðsins í þrí-
víðu formi. Ljóðið er unnið í formi
skúlptúra og annars konar mynd-
listarverka til að má út mörkin á
milli miðlanna,“ segir um sýningu
Heklu Bjartar.
Akureyrskt samfélag
Ragnar Kjartansson er einn
þekktasti myndlistarmaður Íslands
og hefur í verkum sínum unnið í
marga miðla, einkum þó vídeóverk,
málverk, gjörninga og innsetning-
ar. Verkið sem hann sýnir í safninu
nefnist „Undirheimar Akureyrar“
og hefur beina tilvísun í ak-
ureyrskt samfélag, að sögn Ragn-
ars. „Það er sígild mýta að á Ak-
ureyri sé allt aðeins meira í lagi en
annars staðar,“ er haft eftir Ragn-
ari í tilkynningu og segir þar enn
fremur að oft örli á kaldhæðni í
verkum hans og þau komi áhorf-
andanum sífellt á óvart með ákveð-
inni framsækni tengdri þjóðarsál-
inni, sögunni og tilvist lista-
mannsins innan samfélagsins eða
utan þess. Ragnar hefur haldið
einkasýningar í mörgum af virt-
ustu söfnum heims og var fulltrúi
Íslands á Feneyjatvíæringnum
2009.
Morgunblaðið/Einar Falur
Norður Ragnar Kjartansson með verk sitt „Sumarnótt“ í bakgrunni á Lista-
safni Íslands fyrr á árinu. Hann heldur nú norður til Akureyrar og sýnir þar
„Undirheima Akureyrar“ og spjallar við Hlyn Hallsson.
Draumkennd Verk Heklu eru sögð
einlæg, hnyttin og draumkennd og
oft undir sterkum áhrifum frá leik-
húsi og gjörningalist.
Allt aðeins meira í lagi en annars staðar
- Hekla Björt og Ragnar Kjartans
sýna í Listasafninu á Akureyri