Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 32

Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 ✝ Sigríður Hall- dórsdóttir fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1949. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 15. ágúst 2021. Foreldrar henn- ar voru Halldór B. Ólason rafvéla- meistari frá Ísa- firði, f. 23.12. 1920, d. 20.11. 2007, og Hulda Heiðrún Eyjólfsdóttir húsmóðir frá Seyð- isfirði, f. 30.5. 1919, d. 6.8. 2014. Systkini Sigríðar eru: Eyjólf- ur Rafn, f. 26.8. 1943, d. 18.9. 2001, maki Bjarnveig Borg Pét- ursdóttir, f. 15.12. 1946, d. 30.9. 2003; Valgerður, f. 7.7. 1946, verandi sambýlismanns, Sverris Bjarna Sigursveinssonar, f. 25.6. 1977, eru: Emma Sigríður, f. 23.9. 2012, og Gylfi, f. 30.3. 2018. Sigríður ólst upp hjá foreldr- um sínum í Vesturbæ Reykjavík- ur. Hún gekk í Melaskóla og síð- ar í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, en að námi loknu vann hún við ýmis verslunar- störf, m.a. í verslun Heimilisiðn- aðarfélagsins í Hafnarstræti. Sigríður og Gylfi stofnuðu ásamt vinafólki verslunina Barnastjörnur í Kringlunni, sem þau ráku um tíma, en lengst af starfaði Sigríður í snyrti- vörudeild Hagkaupa í Kringl- unni. Sigríður og Gylfi byrjuðu sinn búskap í Vesturbergi, en síðar fluttu þau í Steinasel 7, hús sem þau reistu sér og hafa búið þar síðan. Jarðarför Sigríðar fór fram í kyrrþey 26. ágúst 2021 að við- stöddum nánustu ættingjum og vinum. maki Helgi H. Steingrímsson, f. 13.3. 1944; Óli Frið- geir, f. 7.11. 1953, maki María Björk Daðadóttir, f. 18.2. 1965. Sigríður giftist 23.11. 1974 eftirlif- andi eiginmanni sínum, Gylfa Þor- kelssyni, f. 4.6. 1946. Foreldrar hans voru Þorkell Guðmunds- son, f. 3.4. 1905, d. 31.1. 1969, og Ástríður Ingibjörg Stef- ánsdóttir, f. 21.1. 1904, d. 10.12. 1978. Barn Sigríðar og Gylfa er: Ásta Heiðrún verkfræðingur, f. 29.7. 1982. Börn hennar og fyrr- Elsku mamma og amma, minn- ingin um þig lifir áfram í hjörtum okkar. Þín verður alltaf saknað og aldrei gleymd. Ó, mamma mín hve sárt ég sakna þín sál mín fyllist angurværum trega. Öll þú bættir bernskuárin mín blessuð sé þín minning ævinlega. Oft ég lá við mjúka móðurkinn þá mildar hendur struku tár af hvarmi. Oft sofnaði ég sætt við vanga þinn þá svaf ég vært á hlýjum móður armi. Ó, móðir kær, ég man þig enn svo vel mikill var þinn hlýi trúarkraftur. Þig blessun Guðs í bæninni ég fel á bak við lífið kem ég til þín aftur. (Jón Gunnlaugsson) Ásta Heiðrún, Emma Sigríður og Gylfi. Það er mjög erfitt að kveðja elskulega systur mína, Sigríði Halldórsdóttur, sem barist hefur við illvígan sjúkdóm af miklum dugnaði og hetjuskap allt síðasta ár. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til æskuára okkar heima á Framnes- vegi. Þegar ég var á leið upp á spít- ala til hennar eitt kvöldið nýlega og ók framhjá Framnesveginum, þar sem æskuheimili okkar var, varð mér litið upp í stofugluggann og í huga mér kom þessi dásam- lega endurminning. Í dag finnst mér svo stutt síðan við vorum stelpur heima í litlu stofunni að kenna Eyjólfi bróður okkar og Hauki frænda að dansa. Þeir voru orðnir unglingar og ætl- uðu að fara á skólaball og vildu læra að dansa til að vera fram- bærilegir á ballinu fyrir ungu dömurnar. Það var mikið tjúttað, líf og fjör og músíkin í botni. Sigga elskaði að dansa og við skemmt- um okkur öll frábærlega enda var hún hress og kát og full af húmor. Sigga var ákaflega heilsteypt manneskja, trygglynd sínum vinahópi auk þess að vera glæsi- leg kona, sem hafði gaman af því að vera vel klædd og elegant. Hún var mikill fagurkeri og átti fallegt heimili, sem bar vott um smekk- vísi þeirra hjóna. Hún var hand- lagin og hafði ánægju af því að skapa fallega hluti, bæði við saumaskap og að prjóna. Það var alltaf vel tekið á móti okkur þegar við komum í matarboð, enda var Sigga frábær kokkur. Sigga var hörkudugleg til vinnu og vinsæl á vinnustað. Lengst af starfaði hún í snyrti- vörudeild Hagkaupa í Kringlunni. Þar naut hún vinsælda og fannst viðskiptavinum gott að leita til hennar til að fá góð ráð til að velja með þeim fallega og góða hluti. Þau hjón, Sigga og Gylfi, höfðu yndi af því að ferðast erlendis og dvöldu þau mikið á sólarströnd- um, einkum á Flórída þar sem þeim þótti gott að vera með fjöl- skyldunni. Mesta gæfa hennar í lífinu var að kynnast Gylfa og hafa þau ver- ið einstaklega samhent hjón. Stærsta gleðin í þeirra hamingju- ríka hjónabandi var þegar þau eignuðust dótturina Ástu Heið- rúnu, sem hefur verið þeim stoð og stytta á erfiðum tímum. Sigga var barngóð og yndisleg amma barnabarnanna Emmu Sigríðar og Gylfa litla, sem hún var ákaf- lega stolt af og naut þess mjög að vera með þeim. Elsku Ásta og Gylfi. Ykkar missir er mikill, þið hafið staðið ykkur eins og hetjur í gegnum öll veikindi Siggu á þessu erfiða ári. Hún hélt reisn sinni allt til síðasta dags, ekki síst vegna styrkleika ykkar og hugulsemi. Um leið og ég kveð elskulega systur mína bið ég góðan guð að styrkja ykkur og vernda um alla framtíð. Blessuð sé minning Sigríðar Halldórsdóttur. Valgerður Halldórsdóttir. Elskuleg móðursystir mín, Sig- ríður Halldórsdóttir eða Sigga eins og hún var jafnan kölluð, er látin eftir erfiða baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Það er margt sem kemur upp í hugann en þó fyrst og fremst söknuður og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Sigga var stórglæsileg kona, hógvær, hjartahlý, hafði einstak- lega góða nærveru og blítt augna- ráð. Hún var brosmild, hafði mikla útgeislun og var mikill fag- urkeri. Sigga og Gylfi kynntust ung að árum og bjuggu sér hlýlegt og fal- legt heimili í Reykjavík. Þau voru afar samrýnd hjón, skemmtilega ólík en ávallt glæsileg saman. Þau eignuðust Ástu Heiðrúnu, sólar- geislann sinn, og ber hún uppeldi foreldra sinna fagurt vitni. Sam- band þeirra mæðgna var einstak- lega fallegt en fjölskyldan var ná- in, samhent og dugleg að ferðast saman erlendis þegar tækifæri gafst. Þegar ég minnist Siggu kemur upp í hugann hlýja, góð nærvera og umhyggja fyrir öllum þeim sem stóðu henni nærri. Stoltið leyndi sér ekki þegar talið barst að Ástu og gullmolunum Emmu Sigríði og Gylfa. Sigga umvafði þau ást og væntumþykju. Allt til síðasta dags var Sigga vakin og sofin yfir fjölskyldu sinni. Þær eru ófáar gleðistundirnar sem fjölskyldur okkar hafa átt í gegnum árin. Sérstaklega eru mér minnisstæð áramótin á heim- ili Siggu og Gylfa. Þau einkennd- ust af miklum myndarskap, gleði og samveru með tilheyrandi skemmtilegheitum og óvæntum uppákomum. Sigga naut þess að hafa fjölskylduna hjá sér og ungir sem aldnir nutu samverunnar. Það er sama hvar hugurinn ber niður í tengslum við minningar um Siggu frænku, allar bera þær með sér mikla umhyggju í garð okkar systkinanna. Hún gaf sig að okkur, fylgdist með því sem við tókum okkur fyrir hendur og bar ávallt hag okkar fyrir brjósti. Við systkinin eigum margar notalegar minningar um skemmtilegar sam- verustundir með Siggu sem munu lifa áfram með okkur. Síðastliðið ár reyndi mikið á fjölskylduna, Gylfi og Ásta önn- uðust Siggu í veikindum hennar og stóðu þau sem klettur við hlið Siggu sem tók veikindum sínum af miklu æðruleysi. Hugur mömmu hefur öllum stundum verið hjá Siggu. Þær voru mjög nánar alla tíð og er sú tryggð, kærleikur og samvera sem hún veitti Siggu og fjölskyld- unni ómetanleg. Ég kveð Siggu með miklum söknuði og þakklæti í huga fyrir allar yndislegu samverustundirn- ar í gegnum árin og minnist þeirra með kærleik, hlýhug og væntumþykju. Heiðrún Helgadóttir. Við viljum í stuttu máli minnast Siggu svil- og mágkonu okkar sem að lokum varð að lúta í lægra haldi eftir hetjulega baráttu við illvígt krabbamein, og er nú stórt skarð höggvið í litlu fjölskylduna. Hún var snyrtipinni fram í fingurgóma, hafði áhuga á tísku, jafnan óaðfinnanlega til fara og heimili þeirra Gylfa bar þess sannarlega vitni að þar var fag- urkeri á ferð. Það var því að líkum að mikinn hluta starfsævinnar starfaði hún við það sem tengdist hennar áhugamálum og hæfileikar fengu að njóta sín, svo sem kynningar á snyrtivörum og fleira því tengt. Ævinlega var notalegt að líta inn í Steinaselinu og njóta gest- risni, ekki vafðist heldur fyrir henni að henda í eina veislu ef svo bar undir. Fram að veikindunum var Sigga heilsuhraust, stundaði göngur reglulega og hugsaði vel um sig og sína. Sárt er til þess að hugsa að henni skyldi ekki auðnast lengri tími með ömmubörnunum Emmu og Gylfa, en við trúum því að hún muni fylgjast með þeim og sínu fólki þótt annars staðar frá sé. Við kveðjum Siggu með sökn- uði og biðjum æðri máttarvöld að styðja Gylfa, Ástu, barnabörnin og hennar nánustu nú á sorgar- tímum. Sigurgeir og Freygerður. Nú þegar móðursystir mín Sig- ríður Halldórsdóttir, Sigga frænka, er farin er hugur minn fullur þakklætis fyrir allar þær góðu minningar sem ég á um kæra frænku í gegnum tíðina. Sigga var „litla“ systir mömmu og á milli þeirra systra var alla tíð ná- ið og gott samband sem einkennd- ist af vináttu, trausti og væntum- þykju. Sigga var stórglæsileg kona, alltaf vel tilhöfð og hafði gaman af nýjustu tísku. Hún var dugleg og drífandi en á sama tíma hlédræg. Hún hafði góðan húmor og dill- andi hlátur þar sem augun geisl- uðu af gleði. Sigga hafði einstaklega góða nærveru með sínu notalega og hlýja viðmóti. Hún átti auðvelt með að hrífa okkur unga fólkið til sín með því að gefa sig á tal við okkur og sýna því sem við vorum að fást við áhuga og skilning. Þá fylgdist hún vel með lífi okkar systkinanna eftir að við stofnuð- um fjölskyldur og samgladdist okkur á merkum tímamótum sem okkur þótti afar vænt um. Hugurinn leitar til æskuáranna þegar við bjuggum á Hagameln- um og við systkinin orðin fimm og mamma hafði í nógu að snúast á stóru heimili. Þá kíkti Sigga ósjaldan í heimsókn þar sem þær mamma sátu með kaffibolla við eldhúsborðið og spjölluðu um daginn og veginn og hlógu svo innilega og mátti glöggt heyra að þær nutu samverunnar. Sigga vann alla tíð við af- greiðslustörf í verslunum. Ég man hvað ég var stolt af því sem lítil stelpa að eiga hana sem frænku þar sem hún var „búðar- kona“ og ekki laust við að það væri ævintýralegur ljómi yfir því. Um tíma seldi Sigga kven- og barnafatnað á vikulegum markaði á Lækjartorgi sem þá þótti mikil nýjung. Mér fannst það mikil upp- hefð þegar Sigga bað mig að hjálpa sér á markaðnum en þá var ég tólf ára gömul. Þetta var mikil upplifun og einstaklega gaman að fylgjast með Siggu þegar hún leiðbeindi viðskiptavinum á sinn einstaka hátt varðandi litaval, stærðir og snið. Allt lék í hönd- unum á henni og greinilegt að þarna var hún á heimavelli. Það var mikil gleði sem ríkti þegar Sigga og Gylfi eignuðust Ástu Heiðrúnu, augasteininn sinn. Það var gaman að fylgjast með Siggu í móðurhlutverkinu sem hún sinnti af mikilli natni og hlýju. Sigga var ákaflega stolt af Ástu og barnabörnunum Emmu Sigríði og Gylfa. Fjölskyldan var alla tíð samhent og það sýndi sig í veikindum Siggu hve þétt þau stóðu saman á erfiðum tímum. Ég kveð Siggu með söknuði og þakklæti fyrir allar þær stundir sem við höfum átt í gegnum árin. Minningin um kæra frænku lifir. Margrét Gróa Helgadóttir. Sigríður Halldórsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, BRAGA JÚLÍUSSONAR, Búastaðabraut 16, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir góða umönnun og Krabbavörn. Sigþóra Björgvinsdóttir Björg Ólöf Bragadóttir Valgeir Sigurjónsson Gylfi Bragason Edda Svandís Einarsdóttir Sigþór Örn, Sandra Dögg, Steina Dís og Bragi Þór FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HLÖÐVERS HALLGRÍMSSONAR, Hraunvangi 3, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun. Guðrún Númadóttir Ásdís Hlöðversdóttir Sædís Hlöðversdóttir Eggert Karvelsson Díana Hlöðversdóttir Sóley Hlöðversdóttir Heiðar Jóhannsson Bjarney Hlöðversdóttir barnabörn og barnabarnabörn Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR INGIBJARGAR KRISTMANNSDÓTTUR frá Brekkuholti, Stokkseyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Fossheima fyrir góða umönnun. Þorgerður Lára Guðfinnsd. Kristmann Guðfinnsson Katrín Guðmundsdóttir Oddgeir Bjarni Guðfinnsson Björk Stefánsdóttir Guðríður Guðfinnsdóttir Sigurður Guðjónsson Guðrún Guðfinnsdóttir Guðmundur Guðlaugsson og fjölskyldur Ástkær systir okkar, GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, Þjóðbraut 1, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi laugardaginn 21. ágúst. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 3. september klukkan 13. Útförinni verður streymt á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hugrún V. Guðjónsdóttir Kristín Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.