Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Bjarni í beinni
Flokksráðs- og formannafundur Sjálfstæðisflokksins,
fer fram í dag á Hilton Nordica Reykjavík.
Átt þú sæti á fundinum?
Sýnt verður beint frá ræðu Bjarna
Benediktssonar kl. 13:30 á xd.is
Athugaðu málið á mínum
síðum á xd.is
Land
tækifæranna
Lýðræðisveislan heldur áfram!
Fulltrúar Sjómannasambands Ís-
lands og Samtaka fyrirtækja í sjáv-
arútvegi funduðu í gær hjá ríkis-
sáttasemjara, en
kjarasamningar
þessara aðila í
millum hafa verið
lausir frá 1. des-
ember 2019. Mik-
ilvægt þykir nú
að ná samningum
sem fyrst. „Við
röbbuðum saman
og leituðum að
flötum á þeim
álitaefnum sem
út af standa og þarf að nást sameig-
inleg niðurstaða á svo samningar ná-
ist. Andinn í viðræðunum var góður
og kaffi hjá sáttasemjara er gott,“
segir Valmundur Valmundsson for-
maður Sjómannasambandsins í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
„Fundurinn nú var sá þriðji eftir
sumarhlé og við hittumst aftur áður
en langt um líður,“ segir Valmundur.
Hann vill ekki tiltaka hvaða atriði
séu óleyst svo samningar náist.
Fiskverð og skipting þess til launa
eru þó sem fyrr meðal helstu álita-
efna. sbs@mbl.is
Ræða um
sjómanna-
samninga
- Leituðu að flötum
á sáttafundi í gær
Valmundur
Valmundsson
Blikahjalli í Kópavogi var nýlega
valinn Gata ársins þar í bæ og í vik-
unni var settur upp viðurkenningar-
skjöldur því til staðfestingar og tré
gróðursett. Við götuna eru 13 lág-
reist rað- og parhús sem mynda stíl-
hreina heild í umhverfi sem er
snyrtilegt og vel hirt um. Gatan er
miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu,
raunar hefur Hjallahverfið, sem var
skipulagt árið 1990, alltaf verið mjög
vinsælt meðal fjölskyldufólks.
Alls eru 56 íbúar við götuna, en
par- og raðhúsin þar voru flest
byggð á árunum 1994-1999. „Íbúar í
Blikahjalla eru vel að viðurkenning-
unni komnir fyrir að hafa hugað vel
að umhverfi sínu, haldið húsum sín-
um og lóðum snyrtilegum og götunni
fallegri í áranna rás. Íbúar götunnar
eru öðrum íbúum Kópavogs hvatn-
ing og fyrirmynd,“ segir í umsögn
umhverfis- og samgöngunefndar
Kópavogs um götuna og viðurkenn-
inguna góðu.
Einnig voru í vikunni veittar við-
urkenningar til íbúa fyrir eftir-
breytniverða umhirðu húss og lóða.
Þær féllu að þessu sinni í skaut íbú-
um og húsfélaginu Kópavogstúni
3-5. Einnig fengu viðurkenningu
Berglind Anna Káradóttir og Sig-
urður Hafliði Árnason á Álfhólsvegi
59 og hjónin Jón Bergmann Ingi-
magnsson og Þórdís Karlsdóttir í
Löngubrekku 21.
Viðurkenningu fyrir góðan frá-
gang húss og lóðar á nýbygging-
arsvæði fengu þau sem standa að
Sky Lagoon, baðlóninu góða sem er
syðst á Kársnesinu og var opnað
fyrr nú í sumar. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Kópavogsbær
Kópavogur Götur, hús og umhverfi til fyrirmyndar og íbúarnir fengu við-
urkenningar bæjaryfirvalda fyrir sitt góða framlag í þeim efnum.
Gata ársins er Blikahjalli
- Skjöldur og tré - Stílhreint - Hvatning og fyrirmynd
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands,
ÖBÍ, hefur ráðið Evu Þengilsdóttur
sem framkvæmdastjóra bandalags-
ins frá 1. september nk.
Eva hefur víðtæka reynslu af
starfsemi þriðja geirans, m.a. sem
framkvæmdastjóri Blindra-
vinnustofunnar og verkefnastjóri
hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl-
aðra, ásamt því að eiga þátt í mörg-
um verkefnum á vegum frjálsra fé-
lagasamtaka, svo sem stofnun
Almannaheilla og Sjónarhóls.
Eva er með meistaragráðu í opin-
berri stjórnsýslu frá HÍ og AMP-
gráðu frá IESE-viðskiptaháskól-
anum. Hún hefur síðustu mánuði
verið sjálfstætt starfandi við ráðgjöf
og verkefnastjórn, m.a. fyrir ríkis-
sáttasemjara og kjaratölfræðinefnd.
Eva hefur
verið ráðin
til ÖBÍ
Ráðning Eva Þengilsdóttir.