Bændablaðið - 21.10.2021, Page 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 20214
FRÉTTIR
Innflutningur á því sem skilgreint
er í tollskrá sem jurtaostur á
fyrstu átta mánuðum þessa árs
hefur fallið um nær 71% frá því
sem var 2020. Fyrstu 8 mánuðina
2021 voru flutt inn 55 tonn af
jurtaosti en 187 í fyrra. Erfitt er að
sjá aðra skýringu en ábendingar
um að stór hluti þessa innflutnings
á árinu 2020 og jafnvel fyrr hafi
verið á snið við tollalög.
Héraðsdómur Reykjavíkur stað-
festi í raun með dómi þann 8. júlí
síðastliðinn að um ólögmætan inn-
flutning hafi verið að ræða.
Mikið hefur verið fjallað um
þetta mál, m.a. í Bændablaðinu.
Erna Bjarnadóttir, fyrrverandi hag-
fræðingur Bændasamtaka Íslands,
benti ítrekað á ýmsa vankanta varð-
andi m.a. innflutning á mjólkurvör-
um. Upp hafi komist að einhvern
veginn hafi þessar vörur átt til með
að umbreytast í hafi í aðrar vörur
á leið sinni frá meginlandinu til
Íslands. Venjulegur ostur breyttist
t.d. í jurtaost svo dæmi sé tekið.
Eftir ábendingar Ernu stórminnk-
aði innflutningur á jurtaosti.
Pizzaostur fluttur
inn sem jurtaostur
Ágreiningur aðila sneri að því
hvernig tollflokka eigi vöruna
Festino IQF Mozzarella Pizza Mix,
sem samkvæmt gögnum málsins er
rifinn ostur, sem inniheldur u.þ.b.
11–12% af viðbættri pálmaolíu.
Stefnandi, innflutnings fyrirtækið
Danól, mun hafa flutt vöruna inn til
landsins frá árinu 2018 og flokkaði
hana í 21. kafla tollskrárinnar, í
tollskrárnúmerið 2106.9068, sem
ber heitið „Matvæli, ótalin annars
staðar: „Jurtaostur.“ Rétt er að geta
þess að vörur í tollskrárlið 2106
bera enga tolla.
Í úrskurði tollgæslustjóra sem
deilt var um er varan hins vegar
flokkuð í 4. kafla tollskrárinnar en
í þeim kafla eru m.a. vörur unnar
úr mjólk, þ.m.t. ostar. Í fjórða kafla
tollskrárinnar eru landbúnaðarvör-
ur, m.a. ostar, sem lagðir eru á bæði
magn- og verðtollar.
Niðurstaða tollgæslustjóra er
sú að vöruna skuli flokka í toll-
skrárnúmer 0406.2000, þ.e. „Hvers
konar rifinn eða mulinn ostur“.
Innflytjandi tapaði
máli við ríkið
Innflytjandinn Danól ehf. höfðaði
mál gegn íslenska ríkinu og var
réttarstefna birt 19. apríl 2021.
Málið var síðan dómtekið að
lokinni aðalmeðferð 11. júní sl.
Mál þetta sætti flýtimeðferð sam-
kvæmt ákvæðum XIX. kafla laga
nr. 91/1991 um meðferð einka-
mála.
Stefnandi krafðist þess að felld-
ur verði úr gildi úrskurður embætt-
is tollgæslustjóra nr. 3/2021, sem
kveðinn var upp 29. mars 2021 og
greiðslu málskostnaðar úr hendi
stefnda. Ríkið krafðist hins vegar
sýknu af öllum kröfum stefnanda
og greiðslu málskostnaðar úr hendi
hans.
Niðurstaða Héraðsdóms Reykja -
víkur var ótvíræð. Hvorki var fallist
á að efnislegir né form legir ann-
markar hafi verið á um deildum
úrskurði tollgæslu stjóra nr.3/2021.
Kröfum stefnanda um ógildingu
hans var því hafnað. Í dóms orði
segir:
„Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn
af kröfu stefnanda, Danól ehf.
Stefnandi greiði stefnda 950.000
krónur í málskostnað.“ /HKr.
Mánuðir 2020 2021 Mismunur %
Janúar 6 4 -2 -33
Febrúar 31 13 -18 -58
Mars 17 3 -14 -82
Apríl 17 13 -4 -24
Maí 30 3 -27 -90
Júní 12 14 2 17
Júlí 32 2 -30 -94
Ágúst 42 3 -39 -93
Samtals: 187 55 -132 -71
*Í tonnum talið
Innflutningur fyrstu 8 mánuði ársins*
Jurtaostur (Tollnúmer 2106.9068)
Um 71% samdráttur í innflutningi
á jurtaostum á milli ára
– Samdrátturinn virðist í takti við ábendingar um ólögmæta tollskráningu
Tímabundinn skortur á myglu-
ostum hjá Mjólkursamsölunni
Skortur hefur verið á myglu ostum
frá starfsstöð Mjólkursamsölunnar
í Búðardal sem átti að setja í sölu í
október, vegna galla í nýjum fram
leiðslubúnaði.
Á það við um allar tegundir
mygluosta, nema gráðaostinn.
Að sögn Guðbjargar Helgu
Jóhannes dóttur, markaðs- og vöru-
flokka stjóra osta og smjörvara hjá
Mjólkursamsölunni, kom gallinn í
ljós eftir að búið var að setja bún-
aðinn upp og framleiða í september
það magn sem átti nú að fara í sölu
í október.
Framleiðsla hafin á ný
„Okkur hjá MS þykir þetta miður en
þetta leiðir til tímabundinnar vöntunar
á mygluostum frá fyrirtækinu.
Framleiðsla á mygluostum er
hafin á ný eftir viðgerð á framleiðslu-
tækjunum en ostagerð er langtíma
ferli og þurfa ostarnir tíma til að
þroskast áður en þeir verða sölu-
hæfir,“ segir Guðbjörg sem telur
að neytendur geti búist við því að
þeir komi aftur í verslanir í þessari
viku. Hún tekur fram að nóg sé til af
gráðaostinum. /smh
Damian Jakub Kondracki með gimbrina Sólveigu og Alexander Örn Matthías
son með gimbrina Söru. Myndir / Birgitta Lúðvíksdóttir
Sauðburður í október í Hörgársveit
„Nei, ég átti nú alls ekki von á
sauðburði í október en svona
getur þetta stundum verið í sveit
inni, þetta er bara skemmtilegt
og gefur lífinu lit,“ segir Birgitta
Lúðvíksdóttir, sauðfjárbóndi á
bænum Möðruvöllum 3 í Hörgár
sveit, en ærin Dúdda bar þar
nýlega tveimur fallegum lömbum.
„Þegar við vorum að fara yfir
ærnar nýlega þá átti þessi ær að fá lit
fyrir sláturfé. Hún var geld í vor og
átti þess vegna ekki að fá líf. Ég tók
undir hana og fann að það var komið
mikið júgur. Ég hélt samt að hún
mundi ekki bera fyrr en eftir viku
til hálfan mánuð. Þegar við fórum í
fjárhúsið daginn eftir þá var hún að
bera. Það var bara haus sem kom og
hann var orðinn bólginn og kaldur,
en lambið á lífi. Ég komst inn með
hálsinum og náði öðrum fætinum og
tók það þannig út.
Við vorum smá tíma að koma því
af stað, en það tókst. Ég þurfti að ná
í hitt lambið, því hausinn lá niður
með. Það tókst vel og þeim heilsast
vel en lömbin eru bæði gimbrar,“
segir Birgitta alsæl í sveitinni sinni.
/MHH
Hrossa- og folaldakjöt er takmörkuð auðlind
– Tilefni til að bæta og breyta vinnsluaðferðum við meðferð á þessum kjötafurðum
Undanfarin þrjú ár hefur Eva
Margrét Jónudóttir, sérfræðing
ur hjá Matís, unnið að rann
sóknum á hrossa og folaldakjöti
í tengslum við búvísindanám við
Landbúnaðarháskóla Íslands og
svo meistaranám í matvælafræði
við Háskóla Íslands. Í sumar skilaði
hún ritgerð til meistaragráðu þar
sem hún varpar nýju ljósi á ástæð
ur þess að geymsluþol hrossakjöts
sé styttra en annars kjöts; sem er
fyrst og fremst vegna ófullnægjandi
verkunar og pökkunar á því.
Líkast til eru þessar rannsókn-
ir Evu á hrossakjöti einhverjar þær
heildstæðustu sinnar tegundar sem
ráðist hefur verið í hér á landi – og
fjalla um eðli þessara kjötafurða og
markaðsmöguleika.
Í lokaverkefninu í búvísindanám-
inu skoðaði hún viðhorf íslenskra
neytenda gagnvart hrossakjöti og
kauphegðun þeirra á slíkum kjötvör-
um. Þar kom fram að slíkar kjötvörur
virtust ekki nógu áberandi í verslun-
um og ástæða fólks fyrir því að fólk
vildi ekki smakka slíkt kjöt væri
oft og tíðum tilfinningalegs eðlis. Í
meistararitgerðinni var sjónum meira
beint að rannsóknum á kjötgæðum
hrossakjötsins og er niðurstaðan sú
að folaldakjöt sé náttúrulega meyrt
kjöt – meira að segja aðeins meyrara
en lambakjöt við samanburð á lund
og hryggvöðva – og meyrnar aðeins
meira með auknum geymslutíma.
Algengt að sjá brúna
hrossakjötsbita í kjötborði
Verkun og geymsla hrossakjöts var
líka skoðað sérstaklega í meistararit-
gerðinni. „Hrossakjöt er talsvert við-
kvæmara fyrir þránun og upplitun en
annað rautt kjöt sem við erum vön að
sjá í kjötborðinu eins og kjöt af sauðfé
og nautgripum til dæmis. Ástæðan
er hátt hlutfall fjölómettaðra fitusýra
og litarefni í vöðvarauða. Það er
ekki óalgeng sjón í kjötborði að sjá
brúnan bita af hrossakjöti við hliðina
á fjölmörgum fagurrauðum steikum
af annarri kjöttegund. Hrossakjöt er
hreinlega of viðkvæmt til að þola
sömu pökkunar- eða geymsluað-
stæður og annað kjöt,“ segir Eva.
„Hrossakjöt er í vissum skilningi
hliðarafurð búgreina sem eru ekki
með kjötframleiðslu sem aðalmark-
mið, heldur þá frekar hrossarækt til
framleiðslu reiðhesta eða lyfjafram-
leiðslu. Það þýðir þó ekki að kjötið sé
ekki af háum gæðum, síður en svo, og
má færa rök fyrir því að hrossakjöt sé
takmörkuð auðlind, enda ekki nema
3,4 prósent af heildar kjötframleiðslu
í landinu.“
Meðhöndlun kjötsins ekki í lagi
Að sögn Evu hefur hrossakjöt ekki
verið áberandi í matvöruverslunum
undanfarin ár eða áratugi, vöruúr-
val verið lítið og framboð óstöðugt.
„Þegar hrossakjöt er svo fáanlegt þá
er ekki óalgengt að sjá kjötið á allt að
30–60 prósenta afslætti mjög fljót-
lega eftir að kjötið kemur í búðina
vegna þess hve geymsluþolið er stutt.
Það er alveg óhætt að segja að
geymsluþolið er svona stutt því með-
höndlunin er ekki við hæfi. Fyrir
svona vöru þá hentar hreinlega ekki
að notast við smásölupakkningar
eins og frauðplastbakka með þunnri
teygjufilmu yfir, ef það á að geyma
kjötið lengur en tvo daga. Eftir sex
daga í þannig aðstæðum er kjötið
orðið óhæft út af örveruvexti, svo
ekki sé minnst á að liturinn er þá líka
orðinn mjög óaðlaðandi eða albrúnn.
Þar að auki eykst þráabragð með
hverjum geymsludegi í þess háttar
smásölupakkningum meðan þráa-
bragð eða þráalykt er ekki til staðar
ef aðstæður eru við hæfi,“ segir hún
og nefnir nokkrar leiðir til úrbóta.
„Bara við það að fullvinna kjötið
strax í neytendaumbúðir við úrbein-
ingu, lækka geymsluhitastig niður í
mínus eina gráðu, takmarka aðgengi
súrefnis að kjötinu með betri umbúð-
um og útiloka ljós. Þannig er hægt
að lengja geymsluþolið úr tveimur
vikum í að minnsta kosti einn mánuð
og allt upp í þrjá mánuði við bestu
aðstæður.“
Þó svo frostmark vatns sé 0 gráður
þá er kjöt ekki 100 prósent vatn og
byrjar þar af leiðandi ekki að frjósa
fyrr en það nálgast mínus tvær gráð-
ur. Þess vegna telst kjöt sem geymt
er við mínus eina gráðu vera ferskt,
ófrosið kjöt.“
Mikilvægt að tryggja
gæði og auka nýtingu
Að sögn Evu eru margar einfaldar
leiðir til að takmarka eða útiloka að
ljós skíni á kjötið. „Ein leið er að
pakka vörunni í lofttæmdar umbúðir
á bakka og renna pappahólk yfir, eins
og var gert við hrefnukjötið þegar það
var fáanlegt. Kjarnafæði hefur einnig
verið með umbúðir fyrir hrossakjöt til
fyrirmyndar hvað þetta varðar; þar
sem framhliðin á lofttæmdu pakkn-
ingunni er svört en bakhliðin glær.
Þannig skín ljós almennt ekki á kjötið
en auðvelt fyrir neytandann að taka
upp pakkninguna til að líta undir og
skoða vöruna betur.“
Hún telur að meistararitgerðin
sýni fram á að tilefni sé til að bæta og
breyta vinnsluaðferðum við meðferð
hrossakjöts, bæði til að tryggja gæði
og auka nýtingu með minni afföllum
og þá meiri arðsemi. „Það er að mínu
mati alveg tilefnislaust að vera með
þessa endalausu afslætti á hrossakjöti
því það er ekki geymsluþolið sem er
vandamálið heldur geymsluaðferð-
irnar. Með því að aðlaga aðferðirnar
að vörunni þá verður hún meira virði
fyrir vikið.“ /smh
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
HAUGSUGU-
DÆLUR
6,500 - 9,500
11,000 - 13,500 lítra
HAUGSUGUHLUTIR
VARAHLUTIR
Eva Margrét Jónudóttir.
Mynd / Unsplash - Wesual Click