Bændablaðið - 21.10.2021, Page 6

Bændablaðið - 21.10.2021, Page 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 20216 Þegar þessi pistill er skrifaður er undir- ritaður miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar við upphaf Bændafunda um landið. Með í för eru stjórnarmenn sam- takanna ásamt starfsmönnum þar sem við leitumst við að ná samtali við bændur um framtíðarsýn samtakanna og landbúnaðinn á Íslandi. Á þeim fundum sem við höfum þegar haldið hefur fundarmönnum verið tíðrætt um reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem kynnt var inni á samráðsgátt stjórnvalda þann 24. september sl. Reglugerðin byggir á 11. gr. laga um landgræðslu nr. 155/2018 sem voru samþykkt á Alþingi árið 2018. Markmið lag­ anna er að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Í lögunum er mælt um að ráðherra skuli setja reglugerð með það að markmiði að tryggja sjálfbæra landnýtingu, með leiðbeiningum og viðmiðum þar að lútandi sem taki mið af ástandi lands, m.a. varðandi beit búfjár, umferð fólks og ökutækja, framkvæmdir og akuryrkju. Þessi markmið er hægt að taka undir. Við sem nýtum landsins gæði til verð­ mætasköpunar höfum flest að leiðarljósi að skila landinu í betra ásigkomulagi en við tókum við því. Þannig hafa bændur grætt upp þúsundir hektara lands í góðu samstarfi við Landgræðsluna um áratugaskeið. Það sem liggur beinast við er að líta til orðanna viðmið og leiðbeiningar. Þessi viðmið sem sett eru upp eru flókin og ógjörningur er að átta sig á því hvaða áhrif þau munu hafa. Ástæða þess er að reglugerðin gerir ráð fyrir því að bera beitarsvæði saman við ímyndað svæði í besta mögulega ástandi miðað við aðstæður, landslag og þess háttar. Slíkt mat á beitarsvæðum landsins liggur ekki fyrir og mun trauðla liggja fyrir þegar hefja á inn­ leiðingu reglugerðarinnar. Þannig er hvorki um viðmið né leiðbeiningar að ræða í reynd, held­ ur áform um flókið og óskilvirkt eftirlit sem ekki munu skila árangri. Þannig samrýmast reglugerðardrögin sem eru til umsagnar ekki vel lögunum sem þau grundvallast á. En þau gera ráð fyrir að leiði eftirlit Landgræðslunnar til að ástand lands samrýmist ekki lögunum eða viðmiðum um sjálfbæra landnýtingu skuli landeiganda leiðbeint um gerð landbótaáætl­ unar í samráði við hlutaðeigandi sveitarstjórn. Þá megi gera umráðamönnum búfjár skylt að hafa það í vörslu allt árið eða tiltekinn hluta ársins megi rekja ósjálfbæra landnýtingu til ágangs vegna lausagöngu búfjár. Eins gæti þvingunarúrræði laganna ásamt dagsektar­ ákvæði virkjast. Ástand lands í samhengi við nýtingu ákvarðar sjálfbærni Í aðdraganda vinnunnar gerðu Bændasamtökin alvarlegar athugasemdir við að ekkert samráð var haft við hagsmunaðila um gerð viðmiða um jarðrækt, þrátt fyrir að allur hefðbundinn landbúnaður byggi á því að nýta tún til rækt­ unar nytjajurta. Upphaflegu drögin báru þess merki að þau hefðu bara getað batnað við sam­ ráð. Grundvallarhugsunin í stýringu nýtingar hlýtur að vera sú að ástand lands í samhengi við nýtingu eigi að gefa spá um hvernig ástand lands verður í framtíðinni. Það er með þeirri vísindalegu nálgun sem Íslendingum hefur lukkast að stýra nýtingu sinni á auðlindum sjávar um áratugaskeið. Væri hins vegar notast við sömu skilgreiningu á sjálfbærri nýtingu auðlinda í sjávarútvegi líkt og gert er ráð fyrir í reglugerðardrögunum er ólíklegt að nokkur fiskur væri veiddur á sjálfbæran hátt. Því öll nýting á landi sem ekki er í besta mögulega ástandi er talin ósjálfbær. Væri þorskstofninn ekki í hámarksstærð miðað við aðstæður væru veiðarnar ekki sjálfbærar. Það gefur augaleið að þetta verklag getur ekki gengið. Við viljum sérstakt landbúnaðarráðuneyti Bændur hafa tekið til á hlaðinu hjá sér með því að sameina búgreinafélög inn í sterk sam­ tök bænda. Það hefur gert það að verkum að sérfræðiþekking nýtist betur og greinarnar vinna saman að því markmiði að efla íslenskan landbúnað. Enda eru hagsmunir allra greina samtvinnaðir, við erum sterkari saman. En það þyrfti að taka til víðar. Með lögum um Stjórnarráð Íslands sem tóku gildi 1. janúar 1970, hvarf atvinnumálaráðuneytið af sjón­ arsviðinu og sérstakt landbúnaðarráðuneyti var stofnað með eigin skrifstofu og lögbundið starfssvið. Árið 2007 var tekin sú ákvörðun á Alþingi að sameina sjávarútvegsráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið í eitt ráðuneyti. Síðar var það ráðuneyti sameinað inn í at­ vinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytið. Síðan þá hafa nokkrar breytingar orðið á starfssviði ráðuneytisins og þeim stofnunum sem bændur þurfa að eiga í samskiptum við. Upplifun at­ vinnugreinarinnar og samtakanna er sú að fleiri hendur þurfi innan ráðuneytisins til þess að sinna málum landbúnaðarins. Af nógum verk efnum er að taka á næstu árum. Bæta þarf afkomu, auka nýliðun og tryggja þarf skyn­ samlegar ráðstafanir til þess að ná auknum árangri í loftslagsmálum. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Pólitískur rétttrúnaður, uppgangur öfgaskoðanahyggja og beiting barna í hræðsluáróðri eru allt mjög vel þekkt stef í alþjóðapólitík. Undirrótin að beit ingu slíkra meðala er nær undan- tekningarlaust peningalegir hagsmunir áhrifamikilla fjármálamanna. Ekki er hægt að líta framhjá því að fjár­ sterkustu öfl heimsins hafa séð gríðarleg tækifæri í loftslagsbaráttunni. Þessi öfl, sem stýra m.a. orkumálum heimsins og iðnaði, hafa í hendi sér að draga úr kolabrennslu og losun koltvísýrings, en ætla sér ekki að gera það nema að fá opinbera ívilnun í staðinn. Þess vegna er nú hamast við að koma skömminni yfir á almenning sem síðan á að þvinga stjórnmálamenn til að gera breytingar á regluverki sem þessum öflum eru þóknanlegar. Einnig að auka fjárútlát ríkissjóða í þeirra þágu. Gagnrýni á slíka framvindu, hvort sem er úr röðum almennings eða vísindasam­ félagsins, er undantekningarlaust afgreidd sem afneitun, vanþekking og villutrú. Á sömu forsendum hafa þjóðir verið leiddar út í stríð hvað eftir annað þar sem almennum borgurum hefur verið fórnað fyrir peninga­ lega hagsmuni í mörgum tilfellum örfárra einstaklinga. Helgi Tómasson, prófessor í hagrann­ sóknum og tölfræði við Háskóla Íslands, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið 14. október síðastliðinn þar sem hann kemur inn á rétttrúnað í loftslagsmálum. Bendir hann á að svo stíft sé rétttrúnað­ inum haldið á lofti að það þyki sæma að horfa framhjá tölfræðilegum staðreyndum og skekkjum í útreikningum í IPCC­skýrsl­ um Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Niðurstaða Helga er því að núverandi hlýn­ un jarðar kalli alls ekki á ofsafengnar full­ yrðingar um „hamfarahlýnun“ þegar litið er til niðurstaðna vísindarannsókna. Helgi bendir líka á bókina Uppfyllingu staðreynda (Factfulness) eftir sænska lækn­ inn og tölfræðinginn Hans Rosling, sem jafnframt var prófessor í alþjóðlegri heilsu við Karolinska Institute í Stokkhólmi. Á blaðsíðu 229 í þeirri bók segir höfundur frá því þegar hann hitti Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í fyrsta sinn og þeir ræða loftslagsmál. Þar telur Gore mikilvægt að draga fram verstu hugsan­ legu sviðsmynd til að fá fólk til til að spila með. „We need to create fear,“ eða, við verðum að skapa ótta. Þarna hitti Al Gore naglann á höfuðið því þetta hefur einmitt reynst lykillinn að árangri í að vinna risa­ stórum umdeildum áformum brautargengi í gegnum tíðina. Ótta var einmitt beitt kröftuglega til að vekja múgæsingu og hatur í garð komm­ únista, gyðinga, fatlaðra og ýmissa minni­ hlutahópa á fjórða áratug síðustu aldar með skelfilegum afleiðingum. Á sjötta, sjöunda og fram á áttunda ára­ tuginn var taumlausum ótta og börnum óspart beitt til að afla fjárveitingum fylgis til uppbyggingar kjarnorkuvopnabúra í kalda stríðinu, ekki síst í Bandaríkjunum og í Sovétríkjunum sálugu. Frægar eru myndir af skólabörnum skríðandi undir borð í skólastofum til að verjast „yfirvof­ andi“ kjarnorkuárás. Slíkur ótti skilaði sér líka vel til íslenskra skólabarna. Nú rær fyrrverandi forseti Íslands á sömu mið varðandi loftslagsráðstefnu sem halda á í Glasgow í nóvember. – „Nú er síðasti séns, kæru vinir, til þess að sýna alvarlegar aðgerðir,“ sagði forsetinn fyrr­ verandi og formaður Hringborðs norður­ slóða Arctic Circle. Þá óskaði hann um leið eftir lagningu sæstrengs frá Íslandi. Almenningi er sem sagt hótað heimsendi ef ekki verður farið að ýtrustu kröfum fjár­ málaelítunnar. /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Óttastjórnun Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu Þessi óvenjulega sýn blasti við vegfarendum sem óku út Patreksfjörðinn 3. ágúst 2021. Mikil gosmóða frá eldgosinu í Geldingadölum á Reykjanesi lá þá víða yfir í einstöku logni sem þá var á öllum Vestfjörðum. Þessi mynd var tekin af Barðastrandarvegi þar sem hann liggur um Raknadals- hlíð, skammt innan við Patreksfjarðarþorpið sem stendur á og við Vatneyrina. Þótt fjarlægðin sé ekki ýkja mikil, var vart hægt að greina þorpið í gegnum gosmistrið. Mynd / Hörður Kristjánsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.