Bændablaðið - 21.10.2021, Page 12

Bændablaðið - 21.10.2021, Page 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202112 AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Á síðustu árum hefur reynt veru­ lega á viðbrögð við náttúruham­ förum og eyðingu búfjár vegna dýrasjúkdóma. Eftir þá reynslu hafa ýmis álitaefni komið til umræðu sem mikilvægt er að greina og hagnýta til framtíð­ ar litið. Meðal þess er að hvaða marki og með hvaða hætti veita á fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna vegna tjóns á eign­ um og búfé í eigu bænda. Síðustu daga og vikur hafa bændur í Þingeyjarsveit þurft að sæta rýmingu vegna skriðufalla í Kinnarfjöllum. Ljóst er að í þessum náttúruhamförum hafa víða orðið skemmdir á túnum og girðingum þar sem skriður hafa fallið fram á láglendi og yfir tún og girðingar. Bjargráðasjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið og starfar samkvæmt lögum nr. 49/2009, með síðari breyting- um. Lögunum var síðast breytt með lögum nr. 46/2018. Hlutverk sjóðsins er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völd- um náttúruhamfara á eftirfarandi eignum: a. Gjaldskyldum fasteignum samkvæmt skilgreiningu laga um tekjustofna sveitar- félaga og girðingum, túnum og rafmagnslínum sem tengjast landbúnaði. b. Heyi sem notað er við land- búnaðarframleiðslu. c. Vegna uppskerubrests af völd um óvenjulegra kulda, þurrka, óþurrka og kals. Það tjón sem nýtur almennrar tryggingaverndar fæst ekki bætt úr Bjargráðasjóði og hið sama gildir um tjón sem fæst bætt með öðrum hætti, en þar er vísað til laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þá gera lög um Bjargráðasjóð ráð fyrir því að tjón sé bætt með styrkjum en ekki tjónabótum í hefðbundnum skilningi. Það er umhugsunarefni þar sem megin- reglan er sú að styrkir teljast til skattskyldra tekna aðila á meðan tjónabætur gera það ekki. Þetta misræmi þarf nauðsynlega að taka til skoðunar m.a. vegna þess að í lögum um náttúruhamfara- tryggingar eru bætur skilgreindar sem vátryggingabætur. Þá taka fjárhæðir veittra styrkja mið af fjárhag og stöðu sjóðsins hverju sinni. Á síðustu árum hefur fyrir- komulag, fjármögnun og hlut- verk Bjargráðasjóðs tekið mikl- um breytingum frá því hann var stofnaður. Eignarhaldi og aðkoma sveitarfélaganna að Bjargráðasjóði lauk með setningu laga nr. 49/2009. Með niðurlagningu búnaðardeildar Bjargráðasjóðs, samhliða því að búnaðargjald var aflagt gátu bænd- ur ekki lengur sótt um tjónabætur vegna óvenjulegs veðurfars, tjóns á búfé og afurðum búfjár og upp- skerutjóns á grænmeti og garðá- vöxtum. Með niðurlagningu bún- aðardeildar sjóðsins lauk þar einnig eignaraðild Bændasamtaka Íslands að sjóðnum. Þannig hefur hlutverk sjóðsins dregist saman með tilkomu almennra landbúnaðartrygginga sem vátryggingafélögin bjóða upp á, Náttúruhamfaratryggingu Íslands, auk ýmissa annarra úrræða sem lög tryggja þegar skórinn kreppir af ýmsum ástæðum. Þá er umhugsunarverð sú staðreynd að Bjargráðasjóður er fjármagnaður með fjárframlögum af fjárlögum sem býður þeirri hættu heim að tjón þeirra sem Bjargráðasjóði er ætlað að koma til hjálpar verði ekki bætt fyrr en eftir að fjárlög hafa verið samþykkt á Alþingi, sem kann að vera allnokkru eftir að tjónsatburð- ur hefur átt sér stað. Það má því raunar segja að verulega hafi fjarað undan starfsemi sjóðsins á síðustu árum og áratugum. Annmarkar á núgildandi löggjöf um Bjargráðasjóð Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) bætir beint tjón af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Þau bæta ekki tjón vegna flóða af völdum leysingavatns/asahláku og skýfalls, óveðurstjón, foktjón eða tjóns af völdum snjóþunga þegar eignir sligast eða brotna undan snjó. Allar húseignir á Íslandi eru vátryggðar hjá NTÍ og ef innbú og lausafé við- komandi er brunatryggt hjá hinum almennu tryggingafélögum, er það vátryggt gegn náttúruhamförum hjá NTÍ. Landbúnaðartrygging sem í boði er hjá tryggingafélögun- um er ætluð bændum sem leggja stund á hefðbundnar búgreinar, svo sem sauðfjár- og nautgripa- rækt. Sérhæfðari búrekstur, t.a.m. loðdýra-, yl-, alifugla-, garð- og svínarækt verður að vátryggja sér- staklega. Lausafjártrygging tryggir lausafé svo sem búfé, hey, fóður, áhöld og tæki á býli fyrir bruna og gripi fyrir umferðaróhöppum og raflosti. Engin trygging er hins vegar fyrir búfénað sem t.a.m. drepst vegna slæms veðurfars því eftir standa úr sér gengin ákvæði laga um Bjargráðasjóð sem þarfn- ast heildarendurskoðunar því sjóð- urinn veitir bændum ekki þá vernd sem honum var ætlað í upphafi. Annmarkar í núgildandi löggjöf og fjármögnun sjóðsins leiðir til óskilvirkni við uppgjör bóta, langrar málsmeðferðar og óvissu um réttarstöðu þeirra tjónþola sem sjóðnum er ætlað að vernda. Heildstæð endurskoðun á tryggingamálum bænda Á Búnaðarþingi í vor var samþykkt ályktun með öllum greiddum at- kvæðum þingfulltrúa, þar sem lagt var til að farið yrði í heild- stæða endurskoðun á trygginga- málum bænda, þar með talið lögum um Bjargráðasjóð. Það er álit Bændasamtaka Íslands að auka þurfi tryggingavernd bænda, fyrirsjáanleika og skilvirkni við uppgjör á tjónum í landbúnaði en það verður þó heldur ekki gert án aðkomu almennu vátryggingafé- laganna því kanna þarf vilja þeirra til að bjóða upp á náttúruhamfara- tryggingar sem hluta af samsettri vátryggingavernd þegar landbún- aðartryggingu sleppir. Í atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytinu er nú að störfum starfshópur skipaður fulltrúum frá Bændasamtökum Íslands, Náttúruhamfaratryggingu Íslands, fulltrúum frá tryggingafélögunum og fjármálaráðuneytinu sem eru að fara heildstætt yfir trygginga- mál bænda. Er ráðgert að starfs- hópurinn skili af sér niðurstöðu og tillögum þann 1. apríl nk. Þangað til þurfa bændur sem orðið hafa fyrir tjóni á búfénaði og túnum að leggja allt sitt traust á að stjórn- völd og Alþingi finni lausnir svo bændur geti haldið áfram að sinna verkefnum sínum. Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Tryggingavernd bænda Vigdís Häsler. FRÉTTIR Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust. Myndir / Hólmgeir Karlsson Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi – Nýtt í kjarnfóður eða sérblöndur fyrir bændur „Uppskeran í ár var afar góð, korn vel þroskað og fylling með því allra besta sem við höfum séð í mörg ár í ræktun hér á landi,“ segir Hólmgeir Karlsson, fram­ kvæmdastjóri Bústólpa, um bygg­ uppskeru sumarsins. Bústólpi hefur tekið á móti 385 tonnum af þurrkuðu byggi í haust og hefur þá ýmist keypt það af bændum eða fengið þá til að vinna sérblöndur fyrir þá með þeirra eigin byggi. „Þegar hafa 75 tonn verið unnin í sérblöndur fyrir bændur sem vilja nýta sjálfir sitt bygg,“ segir Hólmgeir. Hann segir að þetta sé ekki endi- lega mesta magn sem fyrirtækið hafi tekið á móti í áranna rás, „en hugs- anlega besta kornið sem við höfum fengið frá bændum“. Spara innflutning Hann segir starfsfólk Bústólpa út- búa sérstakar fóðurblöndur fyrir bændur þar sem reynt er af fremsta megni að nýta þeirra bygg sem best á móti öðrum nauðsynlegum hráefnum. Félagið kaupir töluvert magn af byggi af bændum á svæð- inu og segir Hólmgeir að það nýtist sem hráefni í eigin framleiðslu á kjarnfóðri. Fyrir hvert kíló sem fæst frá bændum sparar fyrirtækið sér innflutning á byggi til framleiðslu sinnar. /MÞÞ Kornuppskera í Eyjafirði var góð, kornið vel þroskað og fylling með því besta sem menn hafa séð. Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita gangsettur í þriðja sinn: Leitað að bestu matar- frumkvöðlum landsins Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita verður gangsettur í þriðja sinn nú í nóvember. Icelandic Startups, sem hafa stýrt við­ skiptahraðlinum undanfarin tvö ár, leita nú að bestu matarfrum­ kvöðlum landsins til þátttöku. Á þessum tveimur árum hafa 19 fyrirtæki farið í gegnum hraðalinn og sum náð markverðum árangri, bæði á innlendum og erlendu mörk- uðum. Umsóknarfrestur er til 1. nóv- ember næstkomandi en hraðallinn hefst formlega 15. nóvember, stend- ur yfir í fjórar vikur og lýkur með uppskerudegi 10. desember. Hægt er að sækja um á vef Til sjávar og sveita, tilsjavarogsveita.is. Þátttakendur fá aðgang að sam- eiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga. Þá er boðið upp á ýmis tækifæri til að koma vörunum á framfæri. Sérstakur markaðshraðall í ár Í ár verður hraðallinn keyrður sem sérstakur markaðshraðall að erlendri fyrirmynd, í samstarfi við GAN – Global Accelerator Network. Nettó eru bakhjarlar hraðalsins annað árið í röð og taka þau virkan þátt í allri framkvæmd hraðalsins og deila þar sinni þekkingu og reynslu þegar kemur að markaðssetningu á matvöru. Óskað er eftir fyrirtækjum sem eru langt komin í vöruþróun, tilbúin með vöru á markað eða hafa hafið mark- aðssókn. Aðeins fimm fyrirtæki verða tekin inn í hraðalinn og er því leitað að bestu matarsprotum landsins sem munu í gegnum hraðalinn fá öflugan undirbúning og stuðning fyrir mark- aðssókn innanlands og utan. Kristín Soffía Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Icelandic Startups, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hraðallinn er keyrður með áherslu á markaðssókn og útrás. „Við erum spennt fyrir verkefninu. Markmiðið er skýrt, við viljum styðja við útrás íslenskra matvæla og teljum þetta vera rétta leið. Svona markaðshraðlar eru sannprófaðir og við gerum þetta með góðum stuðningi frá GAN.“ /smh Frá uppskerudeginum 2019. Feed the viking kynnir vörur sínar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.