Bændablaðið - 21.10.2021, Page 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 13
L A N D S B A N K I N N . I S
ÞAÐ ER L ANDSBANKI
NÝRRA TÍMA.
Sjálfbær sparnaður er ný leið til
þess að spara hjá Landsbankanum.
Þannig getur þú sparað og hjálpað
umhverfinu á sama tíma. Kynntu þér
sjálfbæran sparnað á landsbankinn.is
„Sparnaðurinn
minn plantar
trjám“
Mennirnir sleikja upp auðlindir jarðarinnar og fegurð hennar. Ljósmynd
Írisar Lilju Jóhannsdóttur, „Sæt tortíming“.
Ljósmyndasamkeppni Umhverfisstofnunar Evrópu:
Mennirnir sleikja upp
auðlindir jarðarinnar
Íris Lilja Jóhannsdóttir vann verð
laun fyrir ljósmynd sína, „Sæt tor
tíming“ í ljósmyndakeppni á vegum
Umhverfisstofnunar Evrópu.
Íris er frá Hólum í Hjaltadal en
stundar nám við Fjölbrautaskólann
við Ármúla. Hún stóð uppi sem
sigur vegari Ungs umhverfisfrétta
fólks á Íslandi á framhaldsskólastigi
árið 2021 og komst verkefni henn
ar einnig í undanúrslit í alþjóðlegri
keppni.
Íris er hæstánægð með verðlaun
in og segir í frétt á vef Landverndar
að myndin fjalli um það hvernig
mennirnir eru að sleikja upp auðlindir
jarðarinnar og fegurð hennar. Sjálf
hefur hún búið til húmoríska líkingu
þar sem manneskja sleikir ískúlu í
líki jarðarinnar.
Dómnefnd á vegum Umhverfis
stofnunar Evrópu þótti yfirlýsing
Írisar djörf og vekja til umhugsun
ar um neyðarástandið í heiminum.
Áhugasamir munu fljótlega geta feng
ið myndina að láni og hengt upp í
stofu hjá sér.
Alls taka 455 þúsund nemendur
í 44 löndum þátt í þessu verkefni
árlega. Þátttaka var í boði í annað
sinn hér á landi í ár og er rekið af
Landvernd. Tíu framhaldsskólar og
fjórir grunnskólar tóku þátt að þessu
sinni og fjölmargir hópar innan hvers
skóla.
„Í háværri umræðu um loftslags
kvíða er ætlunin að verkefnið valdefli
ungt fólk og gefi þeim tækifæri til
þess að hafa áhrif á loftslagsmálin,“
segir á vef Landverndar. Einnig að
það skapi nemendum vettvang til að
hafa áhrif á umhverfismál og koma
upplýsingum á framfæri á skapandi
hátt. /MÞÞ
BÆNDUR ERU FREMSTIR Í ENDURVINNSLU
Fyrsta skref við endurvinnslu á heyrúlluplasti er að huga að
gæðum þess til endurvinnslu við kaup. Þar skiptir litaval máli.
Eftir notkun þarf að ganga vel um heyrúlluplastið og sundur-
greina það frá öðrum úrgangi. Minnka umfang þess og gæta
að geymslu fyrir hirðu.
Þessi fyrstu skref við meðhöndlun skipta miklu máli við
endurvinnslu á heyrúlluplasti.
Hringrásarhagkerfið byrjar á þínu býli.