Bændablaðið - 21.10.2021, Page 13

Bændablaðið - 21.10.2021, Page 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 13 L A N D S B A N K I N N . I S ÞAÐ ER L ANDSBANKI NÝRRA TÍMA. Sjálfbær sparnaður er ný leið til þess að spara hjá Landsbankanum. Þannig getur þú sparað og hjálpað umhverfinu á sama tíma. Kynntu þér sjálfbæran sparnað á landsbankinn.is „Sparnaðurinn minn plantar trjám“ Mennirnir sleikja upp auðlindir jarðarinnar og fegurð hennar. Ljósmynd Írisar Lilju Jóhannsdóttur, „Sæt tortíming“. Ljósmyndasamkeppni Umhverfisstofnunar Evrópu: Mennirnir sleikja upp auðlindir jarðarinnar Íris Lilja Jóhannsdóttir vann verð­ laun fyrir ljósmynd sína, „Sæt tor­ tíming“ í ljósmyndakeppni á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu. Íris er frá Hólum í Hjaltadal en stundar nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Hún stóð uppi sem sigur vegari Ungs umhverfisfrétta­ fólks á Íslandi á framhaldsskólastigi árið 2021 og komst verkefni henn­ ar einnig í undanúrslit í alþjóðlegri keppni. Íris er hæstánægð með verðlaun­ in og segir í frétt á vef Landverndar að myndin fjalli um það hvernig mennirnir eru að sleikja upp auðlindir jarðarinnar og fegurð hennar. Sjálf hefur hún búið til húmoríska líkingu þar sem manneskja sleikir ískúlu í líki jarðarinnar. Dómnefnd á vegum Umhverfis­ stofnunar Evrópu þótti yfirlýsing Írisar djörf og vekja til umhugsun­ ar um neyðarástandið í heiminum. Áhugasamir munu fljótlega geta feng­ ið myndina að láni og hengt upp í stofu hjá sér. Alls taka 455 þúsund nemendur í 44 löndum þátt í þessu verkefni árlega. Þátttaka var í boði í annað sinn hér á landi í ár og er rekið af Landvernd. Tíu framhaldsskólar og fjórir grunnskólar tóku þátt að þessu sinni og fjölmargir hópar innan hvers skóla. „Í háværri umræðu um loftslags­ kvíða er ætlunin að verkefnið valdefli ungt fólk og gefi þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á loftslagsmálin,“ segir á vef Landverndar. Einnig að það skapi nemendum vettvang til að hafa áhrif á umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt. /MÞÞ BÆNDUR ERU FREMSTIR Í ENDURVINNSLU Fyrsta skref við endurvinnslu á heyrúlluplasti er að huga að gæðum þess til endurvinnslu við kaup. Þar skiptir litaval máli. Eftir notkun þarf að ganga vel um heyrúlluplastið og sundur- greina það frá öðrum úrgangi. Minnka umfang þess og gæta að geymslu fyrir hirðu. Þessi fyrstu skref við meðhöndlun skipta miklu máli við endurvinnslu á heyrúlluplasti. Hringrásarhagkerfið byrjar á þínu býli.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.