Bændablaðið - 21.10.2021, Page 18

Bændablaðið - 21.10.2021, Page 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202118 LANDSJÁ Óðaverðbólga geisaði eins og faraldur á Íslandi frá 1970 til 1990. Ástæðurnar voru ýmist heimagerðar eða innfluttar og til varð alveg sérstakt málfar til þess að lýsa ósköpunum. Þannig sagði ágætur aðstoðar- seðlabankastjóri að efnahags- ástandið væri í „síkviku inn- byrðis jafnvægi“. Ágætis lýsing á sjóðvitlausu ástandi sem sló upp í 80–90% verðbólgu. Gæti verið að eitt- hvað slíkt sé við sjónarrönd á nýjan leik? Dýrtíðarvísar víða Víða í aðfangakeðju matvæla, sem og annars staðar, má sjá blikur á lofti sem spámenn telja að boði dýrtíð. Hvar sem litið er, í orku, áburði, vélum og sáðvöru, hefur aðfangaverð hækkað eða sjá má fyrir að það muni hækka. Í liðinni viku tilkynnti stór- fyrirtækið CNH industrial, sem framleiðir m.a. Case og New Holland dráttarvélarnar, að stöðva þyrfti framleiðslu í Evrópu vegna skorts á smár- um og tölvukubbum. Skortur á þessum íhlutum hefur verið viðvarandi síðasta eina og hálfa árið með tilheyrandi verðhækk- unum. Ástæðan er ekki eingöngu heimsfaraldurinn. Síðustu ár hefur eftirspurnin almennt verið að aukast hraðar en framleiðslan. Í dag er tölvur að finna í nánast öllu mögulegu, frá ísskápum upp í bíla. Um það bil 40% af verði nýs bíls liggur í tölvukubbunum sem í honum eru. Framleiðsla á smárum er gríðarlega sérhæfð og smáraverksmiðjur kosta mörg hundruð milljarða króna stykkið. Það er því ómögulegt að auka framleiðsluna hratt. Þetta bætist ofan á skort sem hefur verið á ýmsum varahlutum vegna rask- ana á aðfangakeðjum í Covid- faraldrinum. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá er orkuverð í Evrópu á leiðinni upp í þak- skeggin þessi dægrin. Áburðar- og olíukrísa? Í pistli fyrir viku fjallaði ég um áburð og þær verðhækk- anir sem þar eru í farvatninu. Síðan þá hefur síst dregið úr þeim. Markaðurinn er í frosti og ekki hægt að festa verð frá framleiðendum fyrir næsta vor vegna óvissu um orkuverð í millitíðinni. Hópur áburðar- framleiðenda í Evrópu var- aði við því að lokanir verk- smiðja gætu orðið varanlegar ef ekki verða breytingar á. Áburðarverksmiðjur í Evrópu eru margar hverjar gamlar og auðvelt að skilja að ekki verði ráðist í kostnaðarsama endur- nýjun á þeim ef orkumarkað- urinn er eins sveiflukenndur og hann hefur verið upp á síðkastið. Þannig myndi bransinn eins og hann leggur sig flytjast eitthvert annað. Rökin fyrir því að við verðum sjálfum okkur nóg um áburðarefni hér á Íslandi hlaðast upp eins og ég vék að síðast. Verð á olíutunnu frá Texas fór yfir 80 dollara á mörkuð- um í fyrsta skipti síðan 2013 og ekki bætir það úr skák. Samráðshringur OPEC ríkj- anna ætlar að bregðast við því með því að auka framleiðslu en gríðarmiklar verðhækkan- ir hafa verið á bæði kolum og gasi síðustu vikur. Ástæður þess eru bæði margar og flóknar en virðast snúast að talsverðu leyti um spurn Kínverja eftir orku og glímu Rússlands við leyfis- veitendur í Þýskalandi um Nordstream2 gasleiðsluna. Sjóflutningar í lamasessi Flutningar á sjó hafa einnig hækkað gríðarlega í verði. Rekja má ástæðurnar til þess að eftir síðustu efnahagskreppu voru aðallega smíðuð geysi- lega stór gámaskip sem hvergi geta lagt að nema í stærstu umskipunarhöfnum heims, Rotterdam, Marseille, Singapúr, Los Angeles og svo framvegis. Vegna Covid breyttist svo neyslumynstur mjög skyndi- lega og Bandaríkjamenn tóku til við að kaupa vörur sem aldrei fyrr – ólíkt fyrri kreppum þar sem hægðist á viðskiptum. Það leiddi til þess að hafnirnar höfðu ekki undan við að skipa upp úr skipunum og keyra gámana burt. Þannig jókst tíminn sem gámur bíður á höfn í Los Angeles úr 1–2 dögum í rúma viku. Forseti Bandaríkjanna tilkynnti um daginn að unnið yrði allan sólar- hringinn í höfninni í Los Angeles til þess að koma þessum biðtíma niður. Bandaríkin eru svo stór að þetta hefur haft keðjuverkandi áhrif á alla flutninga í heiminum með tilheyrandi verðhækkunum. Vandaverk í hagstjórn Stóru seðlabankarnir segja að verðbólgan, sem mælist nú yfir markmiði á flestum stærri myntsvæðum heimsins, sé tímabundin og megi rekja til tímabundinna atriða líkt og þeirra sem rakin hafa verið hér að ofan. Sá sem þetta ritar er of ungur til þess að muna verðbólgu tíma á heimsvísu. En ætla má að á áratugum óða- verðbólgunnar hafi „hið síkvika innbyrðis jafnvægi“ ætíð verið útskýrt með góðum og gildum ástæðum sem „tímabundið“. Af reynslusögum eldri kyn- slóða má ráða að óðaverðbólga sé víti til að varast. Eitt er víst að þessar miklu verðhækkanir á svo að segja öllum aðföngum í landbúnaði, sem hér hafa verið reifaðar, geta bara leitt til eins – hækkunar á verði matarkörf- unnar. Hvernig verður þeim kostnaði skipt? Það verður vandaverk í hagstjórn að stýra málum þannig næstu misseri að verðbólga haldist innan viðun- andi marka. Kári Gautason Höfundur er sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá Bændasamtökum Íslands. Blikur eru á lofti um „tímabundna“ dýrtíð Kári Gautason. FRÉTTIR Eliza Reid á ferð í Húnaþingi vestra: Forsetafrúin heiðursgestur á Hip hátíð Forsetafrúin Eliza Reid við styttuna af Tungukotsmóra, forystusauðnum kunna frá Tungukoti á Vatnsnesi. Myndir / Gunnar Rögnvaldsson Forsetafrúin Eliza Reid ásamt Eddu dóttur sinni heimsótti Húnaþing vestra nýverið en hún var heiðursgestur á alþjóðlegu brúðulistahátíðinni Hip festival sem haldin var á Hvammstanga. Eliza er verndari Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning fyrir fram- úrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, en Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga er skipuleggjandi og gestgjafi lista- hátíðarinnar og núverandi handhafi Eyrarrósarinnar. Dagskrá hátíðarinnar var fjöl- breytt og þéttskipuð glæsilegum atriðum. Leiksýningar, vinnustofur, fyrirlestrar og kvikmyndasýningar voru þar á meðal og drógu að sér fagfólk og gesti hvaðanæva að. Forsetafrúin snæddi kvöldverð með Gretu Clouch, eiganda Handbendis, og öðrum aðstand- endum sýningarinn- ar á Sjávarborg. Þá heimsóttu þær mæðg- ur dvalarheimilið, grunnskólann, Selasetrið og Verslunarminjasafnið, auk þess að taka þátt í vinnustofu í skuggamyndagerð hjá Handbendi og heimsóknin endaði á leiksýningu í Félagsheimilinu. Sveitarstjórn færði Elizu að gjöf bók Þórðar Skúlasonar um húsin á Hvammstanga og Eddu húfu frá Kidka prjónastofu til minningar um komuna. /MÞÞ Sveitarstjórn færði þeim mæðgum, Elizu Reid og Eddu Guðnadóttur, að gjöf nýútkomna bók Þórðar Skúlasonar um húsin á Hvammstanga og húfu frá prjónastofu Kidka á Hvammstanga. Gunnar Rögnvaldsson, forstöðumaður safna, afhenti þeim gjafirnar að skilnaði. Í heimsókn á dvalarheimilinu. Eliza ræðir við Guðrúnu Helgu Marteins dóttur hjúkrunarfræðing og Aisha Abed Alhamad Alalou. Á spjalli við Guðmund Jóhann­ esson, stjórnarformann Selaset­ ursins. Sandra Granquist og Jessica Aquino, starfsmenn Hafró og Há­ skólans á Hólum, standa hjá. Eliza brá sér í Verslunar­ minjasafnið og er hér að spjalla við Þur íði Þor­ leifs dóttur forstöðu­ konu.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.