Bændablaðið - 21.10.2021, Síða 31

Bændablaðið - 21.10.2021, Síða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 31 Þetta gekk frábærlega vel, betur en ég nokkurn tíma þorði að vona,“ segir Hólmgeir Karlsson, sem sýndi ljósmyndir í listaskálanum á Brúnir horse í Eyjafjarðarsveit tvær helgar í október. Myndirnar voru til sölu og fór andvirðið í að styrkja söfnun vegna smíði á risakú sem verður nýtt kennileiti í sveitarfélaginu. Hólmgeir seldi 71 mynd og lagði söfnuninni til 753.700 krónur. Alls hafa safnast tæpar 4 milljónir króna en heildarkostnaður við verkefnið nemur um 5 milljónum króna. Ljósmyndun hefur verið áhuga- mál Hólmgeirs frá unga aldri og hefur hann lengi gælt við að halda sýningu á myndum sínum. „Ég hef aldrei haft löngun til að selja mynd- irnar mínar eða fá pening fyrir þær, mér finnst svo mikið frelsi fólgið í því að eiga ljósmyndun fyrir áhuga- mál. Frelsið sem fylgir því að ekkert reki mann áfram nema gleðin við að taka góða mynd er mér svo dýr- mætt,“ segir Hólmgeir. Nýtt kennileiti í Eyjafjarðarsveit Um skeið hefur verið unnið að því að útbúa risakú, Eddu, og koma fyrir sem nýju kennileiti í einu helsta mjólkurframleiðsluhéraði landsins. Hólmgeir segir fjár- mögnun verksins byggja á því að takist að safna fyrir smíðinni. „Mér fannst söfnunin ekki ganga nógu hratt og að hana vantaði athygli, þá fékk ég þessa hugmynd að halda sýningu, selja myndir og láta sölu- andvirðið renna óskert til styrktar smíði á Eddu,“ segir Hólmgeir, sem ámálgaði hugmyndina við Hugrúnu Hjörleifsdóttur og Einar Gíslason á Brúnum. „Þau tóku mér strax opnum örmum, lögðu til sýningarsalinn og hjálpuðu mér að láta hugmyndina verða að veruleika.“ /MÞÞ Thermomix®TM6 Það er ekkert mál að elda frá grunni ELDHÚSTÖFRAR EHF. SÍÐUMÚLI 29 108 REYKJAVÍK INFO@ELDHUSTOFRAR.IS THERMOMIXICELAND THERMOMIX Á ÍSLANDI ICELAND.THERMOMIX.COM LÍF&STARF Framkvæmdastjóri Bústólpa liðtækur ljósmyndari: Sýndi og seldi ljósmyndir og styrkti smíði á risakúnni Eddu Hólmgeir Karlsson við opnun sýningarinnar. Hann seldi 71 mynd og fékk fyrir 753 þúsund krónur sem hann gefur í verkefni sem unnið er að í Eyja- fjarðarsveit, smíði á risakú sem ber heitið Edda. Svona er fyrirhugað að risakýrin Edda muni líta út. Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, ásmt Hólmgeiri á opnun sýningar- innar á Brúnum um fyrri helgi. Beate smíðar Eddu, risakú sem verður nýtt kennileiti í Eyjafjarðarsveit, og Hólmgeir styrkir smíðina með söluandvirði ljósmynda sinna. Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Landbúnaðarleikföng Veitur á Suðurlandi í nýtt húsnæði Veitur hafa tekið í notkun nýja aðstöðu fyrir umfangsmikla starf- semi sína á Suðurlandi. Nýja byggingin, sem er í Vorsabæ 9 í Hveragerði, gjörbylt- ir aðstöðu starfsfólks sem býr og starfar á Suðurlandi enda er það sér- hannað fyrir veiturekstur samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Heildarstærð hússins er 446 m2 sem skiptist í skrifstofuhluta og verkstæðishluta, allt á einni hæð. Í skrifstofuhlutanum eru skrif- stofur, vinnuherbergi og fundarað- staða auk kaffiaðstöðu fyrir starfs- fólk og búningsherbergi. Verkstæðishlutinn skiptist í lager og almennt verkstæði með loftræsti- klefa, tæknirými og inntaksrýmum. Húsið er byggt af Viðskiptaviti ehf. og skrifstofuhluti þess upp- steyptur en iðnaðarhlutinn úr burðarvirki úr límtré ásamt ylein- ingum frá Límtré Vírnet. Mikil áhersla var lögð á að hljóðvist væri sem best og að auðvelt væri að breyta skipulagi eða stækka byggingu síðar. /MHH Nýja húsið í Hveragerði er allt hið glæsilegasta og til mikils sóma fyrir Veitur. Heildarkostnaður við byggingu hússins er um 290 milljónir króna. Fjölmenni leit inn á opnun, gerði sér veitingar að góðu og skoðaði ljósmyndir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.