Bændablaðið - 21.10.2021, Síða 35

Bændablaðið - 21.10.2021, Síða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 35 Hrossabændur um allt land óska eftir hryssum Mega vera allt að fimmtán vetra Greiðum 40.000 kr. án vsk. fyrir hryssuna og sækjum frítt. Hafið samband við okkur og við tengjum þig við næsta bónda og aðstoðum við að ganga frá kaupunum. Upplýsingar gefnar um netfangið hryssa@isteka.com eða í síma 581-4138 (9-15 virka daga) Geymið auglýsinguna! Hryssur eru greiddar eftir reikningi og eftir umskráningu í WorldFeng. Steinsagir – Kjarnaborvélar – Gólfsagir Allt fyrir atvinnumanninn MHG Verslun ehf / Víkurhvarfi 8 / 203 Kópavogi / S: 544-4656 / mhg.is Husqvarna K770 Sögunardýpt 12,5cmDM400 kjarnaborvél Hámark: 350mm LF75 LAT Jarðvegsþjappa Þjöppuþyngd 97 kg Plata 50x57cm Steinsagarblöð og kjarnaborar FS400 LV Sögunardýpt 16,5cm K7000 Ring 27cm Sögunardýpt 27cm Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR gerðir dráttarvéla TIL SÖLU - GEYMSLUR – HVERAGERÐI Stærð 43,1 fm. Verð 11.900.000 kr. Nánari upplýsingar hjá BYR FASTEIGNASÖLU s. 483-5800 *verð miðast við að yfirtekin sé vsk kvöð að fjárhæð 1.700.000,-. Ráðstefna Circumpolar Agricultural Association í Færeyjum: Beina sjónum að jaðarsvæðum landbúnaðar á norðurheimskauti Framlag bænda á norðurslóðum til áskorana sem fylgir loftslags- breytingum geta skipt sköpum bæði fyrir kolefnisbindingu jarð- ar og fæðuframleiðslu í framtíð- inni. Þótt áskoranir landbún- aðar á jaðarsvæðum í norðri séu fjölþættar munu veðurfars- breytingar opna fyrir möguleika og tækifæri sem rýna þarf í. Tróndur Leivsson, yfirmaður Landbúnaðarstofnunar Færeyja og forseti samtakanna Circumpolar Agricultural Association (CAA), var á dögunum staddur hér á landi til að taka þátt í pallborðsumræðum um fæðuöryggi á norðurslóðum í ljósi loftslagbreytinga á ráðstefn- unni Arctic Circle í Hörpu. „Sama hver ber ábyrgð á lofts- lagsbreytingum, þá verðum við að horfast í augu við þær. Það kom mér á óvart þegar ég sótti Arctic Circle árið 2018 að þar var nær engin umræða um landbúnað í því ljósi. Það er hins vegar ljóst að veðurfarslegar breytingar munu hafa áhrif á bæði plöntur og dýr, en þær munu einnig leiða af sér möguleika sem vert er að kanna,“ segir Tróndur og tekur dæmi um fóðurplöntur. „Þær eru ein áhrifaríkasta kolefnisbinding sem við vitum um. Þær nota sólarljósið, binda kolefni, framleiða fóður sem dýrin nota sem mennirnir nýta. Þá er ljóst að nýtt landflæmi kallar á aðgerðir sem geta byggt á aldarlangri reynslu okkar í grasnytjum. Norðurslóðir ættu að geta orðið leiðandi svæði í því verkefni sem við stöndum frammi fyrir.“ Þverfaglegur samstarfsvettvangur Samtök jaðarsvæða landbúnaðar í norðri, Circumpolar Agricultural Association (CAA), voru stofnuð árið 1995 en markmið þeirra er fyrst og fremst að skipuleggja reglulegar landbúnaðarráðstefnur. Næsta samkoma mun fara fram í Þórshöfn, höfuðborg Færeyja, í byrjun júlí á næsta ári. Yfirskrift ráðstefnunnar snýr að framlagi búskapar á norðurslóðum til sjálf- bærra staðbundinna lífhagkerfa. Skapaður verður umræðuvett- vangur um þá möguleika sem opnast þegar ný landflæði skapast vegna loftslagsbreytinga. Einnig mun dagskráin innihalda málþing um samspil ferðaþjónustu og stað- bundinnar framleiðslu, möguleika tæknivæðingar á aukið aðgengi að mörkuðum sem og lýðfræðilega dreifingu á norðurslóðum út frá jafnrétti kynjanna. Meðal aðalefnisþátta ráðstefn- unnar eru plöntukynbætur og gena- fjölbreytileiki. Tróndur segir það nokkurt hitaefni enda sé nauðsyn- legt að viðhalda og vernda erfðaefni frá villtum forfeðrum þeirra nytja- plantna sem jarðrækt byggir á í dag. Ráðstefnan verður opin öllum en Tróndur segist búast við að um 200 manns verði þar samankomin. „Þetta er hvorki stíf vísindasamkoma né pólitískur vettvangur, heldur góð samsuða sem hefur það að markmiði að stuðla að áhuga á landbúnaðar- málum á norðurslóðum.“ /ghp Tróndur Leivsson, yfirmaður Landbúnaðarstofnunar Færeyja og forseti samtakanna Circumpolar Agricultural Association (CAA). Mynd/ghp Réttað í Færeyjum. Mynd / MÓH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.