Bændablaðið - 21.10.2021, Side 36

Bændablaðið - 21.10.2021, Side 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202136 Birkitré hafa í auknum mæli orðið fyrir skemmdum vegna ágangs birkikembu og birkiþélu. Mögulegur innflutningur á sníkju- vesputegundum sem eiga í ógnar- jafnvægissambandi við óværuna gæti dregið úr útbreiðslu hennar. Birkikemba er smágerð fiðrilda­ tegund sem fannst fyrst hérlendis árið 2005 í Hveragerði en hefur nú dreift sér víða. Útbreiðslusvæði hennar er frá Kirkjubæjarklaustri suður fyrir landið í Borgarfjörð. Hún finnst einnig sums staðar á Vestfjörðum, í Skagafirði, Eyjafirði og á Húsavík. Birkiþéla er blaðvesputegund og þótt hún hafi fundist hér fyrst um það bil áratug síðar en birkikemb­ an, eða árið 2016, hefur hún dreift sér hraðar og finnst hún nú í öllum landshlutum. Þessar tvær óværur hafa leik­ ið íslensk birkitré grátt á undan­ förnum árum og telur Bryndís Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur hjá Skógræktinni, að bregðast þurfi við útbreiðslu hennar. „Birkikemba og þéla eiga það sameiginlegt að éta innan úr lauf­ blöðum birkis með þeim afleiðing­ um að þau verða á endanum brún og þenjast út. Þessar tvær nýju tegundir skipta með sér sumrinu, birkikemb­ an byrjar á vorin og tekur þélan svo við á haustin. Þannig að á árum þar sem það eru faraldrar fær birki lít­ inn frið. Þegar birkið verður svona brúnt yfir sumarið nær það minni ljóstillífun og hefur minni orku til að búa sig undir veturinn. Fyrir utan sjónrænan skaða held ég að þetta hafi alveg örugglega áhrif á þætti eins og vöxt og fræframleiðslu en hvort að þetta muni drepa mikið af trjám er ekki enn vitað,“ segir hún. Fordæmi frá Kanada Birkikemba og birkiþéla finnast víða í Evrópu en virðast ekki valda jafn miklum skaða á birkinu þar að sögn Bryndísar. „Þess vegna hlýtur eitthvað að vera öðruvísi í umhverfinu hér sem gerir það að verkum að þessar tegundir ná meiri þéttleika hérlendis. Þetta stafar mjög líklega að hluta til af því að við höfum ekki sömu náttúrulegu óvini þessara skaðvalda sem halda stofninum niðri erlendis.“ Því hafa verið á lofti hugmynd­ ir um hvort hugsanlega sé hægt að flytja inn náttúrulegar varnir til þess að halda stofni þessara meindýra niðri. „Sníkjuvespur eru ein tegund af náttúrulegum óvinum sem eru mikil­ vægar víða til að halda niðri stofnum meindýra. Það gera þær með því að láta afkvæmi sín éta meindýrið, til dæmis með því að verpa innan í lirf­ ur þess,“ segir Bryndís og kynnir til sögunnar tvær slíkar sníkjuvespur. „Gott dæmi um vel heppnað inngrip er innflutningur á tveim­ ur vesputegundum, Lathrolestes nigricollis og Grypocentrus albipes, í Kanada í lok síðustu aldar í þeim tilangi að reyna að halda niðri nokkrum blaðvesputegundum sem herjuðu á birki. Þessar blaðvespu­ tegundir hegða sér eins og birki­ kemban og birkiþélan gera á Íslandi, það er að segja, éta innan úr laufi birkisins. Þetta leiddi til að sníkju­ vespurnar náðu að fjölga sér og halda enn þá í dag nokkrum alvar­ legum blaðvesputegundum niðri.“ Áhættumat undanfari innflutnings Mjög strangar reglur lúta að inn­ flutningi á skordýrum sem geta lifað utandyra á Íslandi og segir Bryndís að meta þyrfti áhrif sníkjuvespu á vistkerfi Íslands áður en ráðist yrði í slíkan innflutning. „Það þarf til dæmis að ganga úr skugga um að nýjar tegundir muni ekki hafa neikvæð áhrif á aðrar lífverur, til að mynda þá fáu nátt­ úrulegu óvini sem við höfum hérna fyrir eða aðrar skordýrategundir. Til að ganga úr skugga um að svo sé ekki er gert áhættumat þar sem metið er hvað gæti gerst og hverjar afleiðingarnar verða. Ef svo fer að leyfi fæst fyrir innflutningi þarf að finna fyrirtæki úti sem er tilbúið að selja okkur og fjölga viðkomandi tegund og svo þarf að reyna á hvort tegundin nái að lifa og fjölga sér á Íslandi.“ Hún segir að nú þegar séu þreifingar hafnar við samstarfsaðila í Kanada sem tóku þátt í sambærileg­ um mótvægisaðgerðum þar. „Við teljum mjög mikilvægt að láta reyna á þetta ferli og þótt það fáist leyfi eða ekki þá er gott að vera komin með einhverja reynslu af þessu fyrir þau vandamál sem koma upp í skógrækt í framtíðinni.“ Kemba og þéla herja á íslenska birkistofninn: Mögulegur innflutningur sníkjuvespu- tegunda til höfuðs óværu í birkitrjám Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Birkikemba er smágerð fiðrildategund sem fannst fyrst hérlendis árið 2005 í Hveragerði en hefur nú dreift sér víða. Hún byrjar að herja á birki á vorin. Á haustin tekur þélan við þannig að tré fá oft lítinn frið fyrir óværum. Myndir/Brynja Hrafnkelsdóttir Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur hjá Skógræktinni. Birkikemba og þéla eiga það sameiginlegt að éta innan úr laufblöðum birkis með þeim afleiðingum að þau verða á endanum brún og þenjast út. Nú skoða sérfræðingar mögulegan innflutning á lífrænum vörnum. á bbl.is og líka á Facebook Þótt hún hafi fundist hér fyrst um áratugi síðar en birkikemban hefur birkiþéla dreift sér hraðar og finnst hún nú í öllum landshlutum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.