Bændablaðið - 21.10.2021, Page 38

Bændablaðið - 21.10.2021, Page 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 202138 Á FAGLEGUM NÓTUM Leiðin að nýjum lausnum – greinaröð um skæðasta sauðfjársjúkdóm Íslands: Riða er hvorki mæðiveiki né fjárkláði Enginn sjúkdómur í seinni tíð hefur valdið sauðfjárbændum eins miklum skaða og riðuveiki. Þar á ég ekki bara við skaðann út af veikum kindum heldur miklu fremur vegna þess tjóns sem hefur fylgt niðurskurði í stór- um stíl. Bæði fjárhagslegt tjón, sérstaklega á fyrstu árum niður- skurðar, en líka fram á þennan dag, og ekki síður sálræna áfallið sem bændur og fjölskyldur verða fyrir ef niðurskurður eyðileggur ævistarfið ásamt því að horfa á eftir skepnunum sínum fargað; skepnum sem þeir tengjast oft sterkum tilfinningaböndum. En loksins er komin von og nýjar lausnir eru væntanlega rétt handan við hornið. Þessi greinaröð gefur innsýn í eðli sjúkdómsins, mikil- vægu hlutverki ákveðinna arfgerða og í rannsóknina miklu sem á að leiða að þolnum sauðfjárstofni á Íslandi. Hvorki baktería, veira né skordýr Snúum okkur fyrst að þeirri spurn- ingu hvað riðuveiki er. Það sem gerir hana svona hættulega er að hún er hvorki mæðiveiki né fjárkláði, þ.e. það er hvorki baktería, veira né skor- dýr sem veldur henni, heldur prótein. Nánar tiltekið „príonprótein“ sem finnst eðlilega í svo gott sem öllum spendýrum. Þetta príonprótein getur aflagast, orðið óeðlilega „seigt“ og tekur þess vegna ekki lengur þátt í eðlilegri líkamsstarfsemi. Þá fer allt í rugl í líkamanum, sérstaklega í taugakerf- inu og í heilanum. Ónæmiskerfið bregst ekki við þar sem smitefnið virðist „bara prótein“ sem líkam- inn greinir ekki sem skaðvaldandi; þess vegna er heldur ekki hægt að þróa bólusetningu. Sjúkdómurinn er ólæknandi og leiðir alltaf til dauða. Jafnframt er aflagaða príonpróteinið mjög lífseigt í umhverfinu, brotnar ekki niður á eðlilegan hátt eins og langflestir sjúkdómsvaldar og stenst langflest sótthreinsiefni. Þetta útskýrir af hverju riða kemur upp aftur og aftur, oft eftir áratuga hlé, því smitefnið varðveit- ist t.d. í jarðveginum í mjög langan tíma. Það útskýrir líka af hverju það er ekki hægt að útrýma sjúkdómnum með niðurskurði á þeim svæðum þar sem riða hefur verið landlæg í 150 ár. Riðuveiki var mjög lengi einungis til í Skagafirði, Austur-Húnavatnssýslu og vestanverðum Eyjafirði; hún kom mjög líklega til landsins 1878 með hrút af Oxford-Down-kyni sem kom víða við í Skagafirði. (Athyglisvert: Á fyrsta heimabænum hans, Veðramóti, hefur samt aldrei komið upp riða!) Ekki fyrr en u.þ.b. 100 árum seinna breiddist hún út í öðrum landshlutum. Riða hefur aldrei komið upp í Vestfjarðahólfi eystra, á Snæfellsnesi, í Vestmannaeyjum, í Öræfum og á ákveðnum hluta Norðausturlandsins. Öll tilfelli síð- ustu árin áttu sér stað á „upphafs- svæðinu“. Stökkbreyting varð svar náttúrunnar En það vill svo heppilega til að riða er einn af þeim örfáu smitsjúkdómum þar sem erfðaefnið skiptir miklu máli varðandi næmi gagnvart smiti. „Náttúran“ þróaði örugga lausn fyrir vandamálið: Príonpróteinið tók stökkbreytingu á ákveðnum stöðum þannig að það samanstendur úr öðruvísi amínósýrum í kjölfarið. Þar með „talar“ smitefnið og stökk- breytta príonpróteinið ekki lengur sama „tungumál“ – þannig að smit á sér ekki lengur stað eða í miklu færri tilfellum. Í stuttu máli: Kindur sem eru með svoleiðis stökkbreytt príonprótein eru meira eða minna riðuþolnar; þess vegna getur sjúk- dómurinn horfið aftur úr hjörðinni. Það eru þónokkur dæmi til hér á landi um þetta fyrirbæri. En meira um þetta seinna. Sjúkdómahópurinn „TSE“ Helsta einkenni sjúkdómsins er að heilinn verður holóttur og líkist svampi. Þess vegna er hann kall- aður „transmissible spongiform encephalopathy“ (TSE) sem þýðir „smitandi svampheilasótt“. Ef við skoðum TSE á heimsmælikvarða, þá er riða í sauðkindum elsti sjúk- dómurinn af þessu tagi; fyrstu skriflegar heimildir um hana eru frá 1738. Hann var sérstaklega þekktur í Þýskalandi og á Englandi. Miklu seinna var honum lýst í geitum, 1942 í fyrsta skipti. Í mannfólki greindist sjúkdómurinn fyrst 1920 („Creutzfeldt-Jakob- sjúkdómur“, CJD og „Kuru“), en ekki fyrr en í samhengi við kúariðu í stórum stíl. Kúariða (BSE) var í mikilli umræðu fyrir 20 til 30 árum þegar nautgripir sem voru fóðraðar með kjötmjöli veiktust og smituðu mannfólk í kjölfarið sem borðaði kjöt af sýktum nautgripum. Svo getur riða komið upp í köttum, minkum og meira að segja villt- um hreindýrum. Sem betur fer eru sauðfjárriða – og í mjög litlum mæli CJD – einu sjúkdómarnir af þessu tagi hér á landi; kúariða finnst ekki og geitur hafa heldur aldrei greinst með riðu. Það telst auk þess svo gott sem víst að sauð- fjárriða smitast ekki yfir á mann- fólk; hún „talar“ bara ekki sama „tungumálið“. Príonpróteinið í líkamanum og smitleiðir Það er enn ekki alveg ljóst hvaða tilgangi príonpróteinið þjónar í lík- amanum. Það hafa til dæmis fundist geitur í Noregi sem eru með það mikið breytt príonprótein að það „vantar“ í rauninni – en þessar geitur eru samt heilbrigðar og fjölga sér líka á eðlilegan hátt. Með tilliti til sjúkdómseinkenna og smitleiða er gott að vita hvar þetta prótein finnst í líkamanum. Myndin hér að ofan (heimild: National Center for Biotechnology Information, USA) sýnir að það er mest útbreitt í heilanum (brain stem, cerebellum, cerebrum, hypothalamus, pituitary) en líka í húðinni. Þetta útskýrir af hverju alls konar truflanir í jafnvæg- iskerfinu og í geði eru dæmigerð einkenni riðuveiki, en líka kláði. Í minna mæli en samt talsverðum finnst príonpróteinið líka í í júgri, mör og skjaldkirtli. Helsta smitleiðin virðist í gegnum munninn, annaðhvort í meltingarkerfið eða í vessakerfið sem er tengt eitlunum. Í þessu sam- hengi skiptir beint smit frá móður- inni að lambinu mestu máli; það er enn ekki vitað hvort þetta smit á sér þegar stað í meðgöngu eða þá við fæðingu og seinna í gegn- um legvatn og mjólk. Á svipaðan hátt kemst smitefni inn í líkamann þegar kindin étur smitað hey, gras og svo framvegis, eða sleikir blóð smitaðra kinda. Grasið getur hins vegar smitast út frá jarðveginum, til dæmis þegar það var búið til nýtt tún eða grafinn skurður. Allar hreyfingar í jarðvegi geta komið smiti upp á yfirborðið sem lá mögulega í nokkra áratugi í dvala. Gamlar riðugrafir geta skipt máli í þessu samhengi. Smitið á milli full- orðna einstaklinga kemur einnig fyrir en í miklu minna mæli; þetta útskýrir af hverju riða hefur ekki breiðst út á alla bæi þótt féð komi saman í réttinni að hausti. Það tekur oftast marga mánuði, jafnvel ár þar til smitefnið er farið að breyta heilanum þannig að glögg einkenni koma fram. Síðustu 6 til 9 mánuði áður en einkenni sjást er skepnan orðin smitandi. Helstu einkenni Riðuveiki var sem sagt mjög lengi einungis til í Skagafirði, Austur- Húnavatnssýslu og vestanverðum Eyjafirði. Einkennin á þeim tíma voru aðallega máttleysi í göngulagi og kviðleysi (kindin horast niður), það virðist ekki hafa verið mikið vandamál að búa með riðunni og kláði var lítill eða enginn. Svoleiðis einkenni hafa einstökum sinnum komið fyrir einnig í dag. Í seinni tíð og í langflestum til- fellum síðustu árin eru hins vegar þessi einkenni áberandi: • mikill kláði (kindin nuddar sér í sífellu og sleikir útum, tungan kemur út); ef maður klórar henni þá gnístir hún tönnum; kláði mest áberandi fyrir burð, verður hárlaus á haus og bumbunni • augun verða „flóttaleg“, kindin verður hrædd að ástæðalausu, óróleg, fer frá garðanum þótt matarlystin sé annars góð eða jafnvel óstjórnanleg • örfínn titringur sem finnst þegar maður tekur í horn á kindinni, eins og vægur raf- magnsstraumur; eða skjálfti í hausnum • ef hún verður fyrir snöggu áreiti fær hún eins konar flog; við rúning stífnar hún upp við átakið • skert jafnvægi, reikult göngu- lag, þegar tekið er í horn þá hendar kindin sér niður eða dettur jafnvel um koll; eða kindin hringsnúist • kviðleysi/kindin horast niður þrátt fyrir góða matarlyst Mikilvægt er að hafa í huga að oft- ast koma ekki öll einkenni fram í einu, heldur bara eitt og eitt þeirra. Og einnig getur riðukind verið ein- kennalaus í byrjun. Auk þess finnst svo gott sem öllum kindum gott að láta klóra sér á bakinu þannig að þetta eitt og sér bendir ekki til riðu. Mismunandi einkenni benda á mismunandi riðustofna. Ég á ekki við „atýpiska riðu/Nor98“ annars vegar (sem er mjög líklega ekki smitsjúkdómur, sjá kassann) og „klassíska riðu“ hins vegar held- ur það eru til ólíkir stofnar innan klassískrar (smitandi) riðu. Þekking þessara stofna er mikilvæg til að finna samhengi á milli tilfella – en sérstaklega er hún mikilvæg ef maður reynir að finna verndandi arf- gerðir. Þessar verndandi arfgerðir verða að „virka“ verndandi gagn- Klór 15 virkar gegn riðusmitefni Bara örfá sótthreinsiefni virka gegn riðusmitefni. Spritt gerir próteinið meira að segja enn seigara og einnig nær Virkon ekki að eyðileggja það, sjóðandi vatn eða þurr hiti heldur ekki! Á rannsóknarstofum sem eru að vinna með riðusmitefni eru aðallega notuð tvö efni til sótthreinsunar: natríumhýpoklórít og vítissódi. Natríum- hýpoklórít fæst sem “Klór 15” á bensín- stöðvum og landbúnaðarvöruverslunum. Blanda úr 1 litra af “klór 15” og 5 litrum af köldu vatni hentar vel til sótthreinsun- ar, ef hlutirnir eru látnir liggja í henni í a.m.k. 1 klukkutíma. Eftir það þarf að skola hlutina vel með köldu vatni. Ath: Ertandi! Notaðu sterka gúmmí- hanska og hlífðargleraugu. Ókostur: Stál ryðgar ef það er ekki ryðfrítt. En annars er það örugg aðferð til sótthreinsunar. Blandan geymist í allt að 4 vikur og það má nota hana eins oft og maður vill á meðan. Ekki hita upp eða geyma í hita, annars myndast ertandi gufa! 1953 1973 1972 1970 1971 1958 1968 1878 upphafssvæði seinna kringum 1980 heimildir: kort eftir Guðmund Georgsson (2004); bændur á Norðurlandi vestra (2020/21) Riðuveiki á Íslandi – þróun í grófum dráttum Í hvaða líkamsfrumum nnst príonpróteinið helst? Heimild (breytt): NCBI (sept. 2021) heilahlutar júgur mör húð skjald- kirtill ab om as um ad re na l g la nd al ve ol ar m ac ro ph ag es br ai n st em ca ec um ce re be llu m ce re br um ce rv ix co lo n co rp us lu te um du od en um hy po th al am us ki dn ey liv er lu ng ly m ph n od e m es en te ric ly m ph n od e pr es ca pu la r m am m ar y gl an d m us cl e om en tu m ov ar ia n fo lli cl es ov ar y pe ye r´ s pa tc h pi tu ita ry pl ac en ta +m em br an es re ct um ru m en sk in sp le en te st es th yr oi d gl an d to ns il ut er us ve nt ric le w ho le e m br yo Atýpisk riða/„Nor98“: Mjög líklega enginn smitsjúkdómur Árið 2003 voru talsvert margar kindur með verndandi arfgerðina ARR og lítið næma arfgerðina AHQ greindar með riðu. Í kjölfarið kom í ljós að þessi „riða“ var af allt öðru tagi, hún kemur venjulega bara fyrir í gömlum einstaklingum og allt bendir til þess í dag að hún sé enginn smit- sjúkdómur, heldur ellisjúkdómur á borð við Alzheimer. Þess vegna voru evrópsku reglugerðir um viðbrögð við uppkomu riðu 2007 breyttar með tilliti til þess og meira að segja hér á landi er hjörðin ekki skorin niður ef um atýpisk riða er að ræða. Aðferðin til riðugreiningar er þess vegna tvískipt: svo kölluð Elisa aðferð er notuð til að greina riðu beggja afbrigða; ef sýni reynist jákvætt þá er notuð svo kölluð Western Blotting aðferð til að finna út hvort um „klassíska“ eða „atýpiska“ riðu er að ræða. Atýpisk riða er svo gott sem ekkert vandamál hér á landi og virðist koma mjög sjaldan fyrir. Smithættan er mest um sauðburð, sérstaklega ef ærnar eru að bera inni, flest lömb smitast beint frá móðurinni. Mynd / Birgitta Lúðvíksdóttir Í réttum virðist riðusmithættan vera lítil.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.