Bændablaðið - 21.10.2021, Síða 43

Bændablaðið - 21.10.2021, Síða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 43 unarkostnað mjólkurkúa með því að nota mun fjölbreyttari hráefni til fóðurgerðar en annars væri mögu- legt. Þannig má t.d. nýta mataraf- ganga með afar heppilegum hætti, brugghrat, afganga frá grænmetis- framleiðslu, úrgang frá almennri matvælavinnslu á grænmeti eða ávöxtum og fleira mætti nefna. Sparar kjarnfóður Heilfóðurgerð, þ.e. hefðbundin heilfóðurgerð án mikillar hliðar- notkunar á kjarnfóðri, gerir það að verkum að bændur þurfa almennt ekki að kaupa mikið af hinu dýra kjarnfóðri, en þess í stað geta þeir keypt hráefni kjarnfóðursins beint og sparað mikinn kostnað. Þekkt er að kögglað kjarnfóður hentar kúm einstaklega vel en hráefni kjarn- fóðursins, sem eru oftar en ekki á duftkenndu eða muldu formi, eru kúm óhentug og étast illa eða ekki. Með því hins vegar að hræra þessum hráefnum beint saman við lystugt gróffóður með réttu raka- stigi, þannig að hinar litlu agnir dreifast um allt fóðrið og klessast við gróffóðrið, fá kýrnar einstak- lega jafnt og gott fóður sem heldur sýrustigi vambarinnar jöfnu. Kýrnar eiga ekki að róta Kýr eru einstaklega lagnar við að flokka ofan í sig það sem þær éta og velja sér tuggu ef þær geta. Þetta er þó atferli sem bændur ættu alltaf að reyna að forðast að fá í fjósum sínum. Hver tugga sem niður fer ætti í raun að vera eins lík þeirri sem á undan fór og þeirri sem á eftir kemur! Þannig má hámarka nýtingu vambarstarfseminnar og þar með hafa jákvæð áhrif á fram- leiðslu kýrinnar. Séu kýrnar aftur á móti að róta mikið í fóðrinu og velja þannig ofan í sig, nást þessi áhrif ekki í sama mæli. Til þess að draga úr slíku atferli þarf að blanda fóðrinu vel saman. Einfalt að skoða Bændur sem gefa heilfóður eða blandað fóður ættu alltaf að viðhafa gott eftirlit með áthegðun kúnna, kýrnar eru nefnilega afar duglegar að gefa merki um hvort eitthvað sé vel gert eða ekki. Kýr sem teygja sig mikið inn á fóðurgang og/eða glansandi framhliðar innréttinga benda til þess að kýrnar séu að reyna að flokka í sig sjálfar eða að þær hafi of takmarkað aðgengi að fóðri. Víða erlendis er ýtt að kúm 8-12 sinnum á sólarhring, svo þær þurfi ekki að teygja sig eftir fóðri. Þá bendir holumyndun í fóðrinu til þess að kýrnar séu að reyna að sækjast eftir einhverju sérstöku góðgæti í fóðrinu. Kýr eiga í raun að éta jafnt ofan af fóðurstrengnum enda ætti hver munnfylli að vera eins, hvar sem er. Ef þær „grafa“ sig niður eru þær að nota tunguna til að sækja sér eitthvað sem getur numið allt niður í 8 mm löngum bitum af góðgæti,. Þetta eiga þær ekki að fá að gera. Síðast en ekki síst þá er auðvelt að taka upp lúku af fóðri af handahófi og skoða hvort unnt sé að greina fóðrið í sundur. Gróffóður í heilfóðurblöndu er í raun nánast alltaf hægt að greina í sundur en önnur hráefni ætti ekki að vera hægt að finna, sé rétt staðið að blöndunni. Benda má á nánara lesefni í köfl- um 7-10 í Nautgriparæktarbókinni sem hægt er að lesa á vef deildar kúabænda hjá BÍ: www.naut.is. Tilkoma mjaltaþjóna og kjarnfóðurkerfanna sem fylgja notkun þeirra hefur aukið mikið nákvæmni við fóðrun og án nokkurs vafa bætt nýtingu gefins kjarnfóðurs. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF AJ RAFSTÖÐVUM Stöðvar í gám Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. SKÓGRÆKT&TIMBURNÝTING Úr Skorradal. Mynd / Hlynur Gauti Sigurðsson TreProX Erasmusverkefni – Íslandsheimsókn Vikuna 10.–16. október var haldið vikunámskeið á vegum Erasmus­ verkefnisins TreProX. Það fjall­ ar um viðargæði og staðla þar að lútandi, sem og aðferðir til að hámarka gæði timburs með viðeigandi aðgerðum á uppeldis­ tíma skóga. Sam starfs aðilar í verkefninu eru Landbúnaðar­ háskóli Íslands, Skógræktin, Trétækni ráðgjöf, Kaupmanna­ hafnarháskóli og Linne háskóli í Svíþjóð. Alls voru um 40 þátttakendur á námskeiðinu, frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Nýja-Sjálandi, Nepal og Kína. Dagskráin var fjölbreytt, fyrstu tvo dagana var dvalið í Borgarfirðinum, á Hvanneyri þar sem fram fóru fyrirlestrar og svo var farið í skoðunarferðir báða dagana, annars vegar í Skorradal og hins vegar í Norðtunguskóg. Á báðum stöðum tóku starfsmenn Skógræktarinnar á móti hópnum og fræddu þátttakendur um skógrækt viðkomandi svæða. Á þriðja degi námskeiðsins færði hópurinn sig yfir á höfuðborgar- svæðið og hóf daginn á Mógilsá. Í fyrirlestrum þar var farið yfir stöðu íslenskrar skógræktar, sögulegar staðreyndir og helstu áskoranir fags- ins í framtíðinni. Eftir fleiri fyrirlestra var haldið í Heiðmörk þar sem starfs- menn Skógræktarfélags Reykjavíkur tóku á móti hópnum og fóru með í skoðunarferð. Þá var haldið austur í Ölfus þar sem hópurinn gisti í fram- haldinu. Síðustu tvo dagana var röðin komin að námskeiði í viðskipta- flokkun á timbri. Bóklegi hlutinn fór fram á Reykjum í Ölfusi og verklegar æfingar á starfsstöð Skógræktarinnar i Þjórsárdal. Segja má að efni nám- skeiðsins hafa spannað skógrækt frá fræi til fjalar og nú, þegar íslensk- ir skógar eru margir hverjir full- sprottnir, er mikilvægt að byggja upp þekkingu í landinu á meðferð og framleiðsluferli viðar og annarra skógarafurða þannig að hægt sé að tryggja gæði og góða nýtingu á öllum stigum skógræktarinnar. Námskeiðið var mjög vel heppn- að og voru þátttakendur ákaflega ánægðir með heimsóknina til Íslands. Næstu námskeið í verkefninu verða í Svíþjóð í júní 2022 og Danmörku í september 2022.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.