Bændablaðið - 21.10.2021, Síða 45

Bændablaðið - 21.10.2021, Síða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. október 2021 45 Bókaútgáfan Sæmundur hefur gefið út barnabók eftir sauðfjár- bóndann Guðríði Baldvinsdóttur, í Lóni í Kelduhverfi, sem heitir Drengurinn sem dó úr leiðindum. Þetta er önnur barnabók Guðríðar, en árið 2019 kom út bókin Sólskin með vanillubragði, sem var saga um stelpu og forystugimbrina hennar. Að sögn Guðríðar er umfjöllun- arefni bókarinnar vel þekkt hjá for- eldrum barna á aldrinum í kringum átta til 12 ára, sumsé togstreitan sem myndast þegar foreldrar vilja draga úr tölvu- og snjalltækjanotkuninni. „Hugmyndin að sögunni kom ein- hverju sinni þegar ég var að reyna að koma böndum á þann tíma sem börnin mín dvöldu við tölvuleiki, YouTube-gláp og símahangs. Þá varð einhverju þeirra að orði að þá myndu þau deyja úr leiðindum. Þá kviknaði hugmyndin um drenginn sem dó úr leiðindum, en átti bara að verða smásaga. En þegar ég byrjaði að skrifa sá ég fljótt að þessi litla hugmynd gæti auðveldlega orðið að heilli bók,“ segir Guðríður. Er hægt að deyja úr leiðindum? Aðalpersóna bókarinnar heitir Kári Hrafn, sem er venjulegasti tólf ára strákur í heimi. Heimur hans hrynur þegar foreldrar hans taka frá honum öll snjalltæki og í staðinn fær hann skærgulan farsíma sem hentar bara risaeðlum. Þá er spurning hvort hann hreinlega deyr úr leiðindum. Guðríður segir að sagan fjalli fyrst og fremst um vináttu, fjölskyldu og allt annað milli himins og jarðar sem skiptir máli. Káputeikning er eftir dóttur Guðríðar, Ásdísi Einarsdóttur, en Guðríður naut einnig aðstoðar Björns Ófeigs, sonar síns, sem ljáði söguhetjunni Kára Hrafni rithönd sína við skreytingar í bókinni. Bókin er því sannkallað fjölskyldu- verkefni.Hún segir að hún hafi nú þegar fengið góð viðbrögð við bókinni og hefur henni verið lýst sem „æsispennandi og skemmtilega óvenjuleg með frumlegum titli“. Vænst þykir Guðríði um lofsam- legan bókadóm Jóns Emils, 11 ára á Kópaskeri, sem þótti bókin vera sú næstbesta sem hann hafði lesið – á eftir Harry Potter 3. Næsta bók úr sveitaumhverfinu „Eins og stór hluti íslensku þjóðar- innar hefur mig lengi langað til að skrifa bækur. Var alltaf að búa til sögur í huganum frá því að ég man eftir mér en lét verða af því að sækja ritlistarnámskeiðið Úr neista í nýja bók við Endurmenntun Háskóla Íslands 2013. Á því kom kveikjan og fyrsti kafli fyrstu bókarinnar minnar, Sólskin með vanillubragði. Bókarskrifin lágu svo í dvala í ein fimm ár, en þá gróf ég fyrsta kaflann upp og skrifaði bókina á nokkrum mánuðum. Hún var svo gefin út hjá Bókaútgáfunni Sæmundi 2019,“ segir Guðríður. „Ég er endalaust með nýjar hugmyndir að sögum í kollinum. Næsta bók verður væntanlega úr því umhverfi sem ég þekki best, eins og fyrsta bókin, eða úr nútíma sveitaumhverfi. Ég sé fyrir mér spennusögu fyrir börn um dular- full kindahvörf, æsilegar eftirleitir og óveður. Bókarskrif fara vel með sauð- fjárbúskap, enda er veturinn frekar rólegur í þeirri atvinnugrein. Verst að ég er fyrir löngu búin að fylla allan dauðan tíma vetrarins af öðrum verkefnum, en þá er bara að forgangsraða.“ /smh Drengurinn sem dó úr leiðindum: Ný barnabók úr smiðju sauðfjárbónda Guðríður Baldvinsdóttir, barnabóka- höfundur og sauðfjárbóndi í Lóni í Kelduhverfi. BÆKUR& MENNING HÁ verslun ehf tók við umboði Husqvarna byggingavörum á Íslandi þann 11. júní. • Steinsagir • Kjarnaborvélar • Jarðvegsþjöppur • Sagarblöð • Kjarnaborar Víkurhvarfi 4 - 203 Kópavogur Opið mán. - fös. kl. 8-17. S. 588-0028 haverslun@haverslun.is haverslun.is Þjónustuverkstæði og varahlutir Husqvarna K970 15,5 cm sögunardýpt Husqvarna K3600 Vökvasög Sögunardýpt 27cm Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Káputeikning er eftir dóttur Guðríðar, Ásdísi Einarsdóttur. HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.